17.5.2010 | 21:00
Myndataka - ritari og Benzinn taka til ráða sinna
Menn mættir tímanlega til hlaups í dag vegna myndatöku. Myndataka fór fram á tröppum Vesturbæjarlaugar. Þó uppgötvaðist eftir á að tvo mikilvæga aðila vantaði á myndina: Baldur Símonarson og Einar Gunnar Pétursson. Af þeirri ástæðu verður myndataka endurtekin næstkomandi miðvikudag í þeirri von að við megum ná enn betri mynd en í kvöld. Ef ekki - þá verður þessi mynd notuð í frétt í Vesturbæjarblaðinu af 25 ára afmæli Hlaupasamtakanna.
Svo fjölmennt var í hlaupi dagsins að ekki verður reynt að nefna alla. Þó skal þess getið að dr. Friðrik og Ólafur Þorsteinsson voru báðir mættir. Einhverjir kvörtuðu yfir að vera lerkaðir eftir Neshlaup og báðu um prógramm fyrir aumingja. En við hinir stefndum á góða hluti. Farið hratt út og fremstur meðal jafningja fór Ó. Þorsteinsson á rauðum jakka. Magnús ekki fjarri á gulum jakka. Ritari á bláum jakka. Benzinn í námunda við okkur. Við rifjuðum upp fyrir Magnúsi hlaup gærdagsins, og allan þann biflíulega fróðleik og lærdóm sem draga mátti af því, m.a. um varanleik og endanleik hjúskaparheitsins.
Við Dælu virtist Magnús þrjóta erindið og þá gripum við Bjarni til okkar ráða. Við þrifum í handleggi hans hvor sínum megin, lyftum honum frá jörðu og hlupum þannig með hann góðan spöl. Magnús hafði gaman af öllu saman. Þrátt fyrir að þetta væri mánudagur var nú stoppað öðru hverju og úttekt gerð á stöðu mála. Einhver viðleitni til spretta gerði vart við sig í kringum okkur, en við vorum ótruflaðir af henni, héldum ró okkar og dóluðum okkur áfram um Hlíðarfót. Þó var e-r óværa í Benzinum og hann fór að spenna upp hraðann.
Á Hlíðarfæti standa yfir miklar framkvæmdir, verið að malbika og leggja nýja stíga. Þó má rata fram með hugkvæmni. Þarna fór karlinn að auka hraðann og heimta lengingar, fara yfir brúna á Hringbraut og norður fyrir umferðamiðstöð, yfir á hina brúna og aftur yfir. Þannig hlupum við á spretti. Upp hjá Háskóla, trjágöngin, fram hjá Háskólatorgi og um Aragötu, aftur niður á Ægisíðu og tilbaka á spretti. Ótrúlega sprækir karlar, þrátt fyrir allt. Fyrir aftan okkur voru Þorbjörg K. og einhver með henni, en þar á eftir blómasalinn og einhverjir fleiri með honum.
Fyrst gerð úttekt á fyrirætlunum manna um kvöldmat. Svo var spáð áfram í afmælið. Mikill áhugi meðal viðstaddra í potti og stefnir í mikla þátttöku.
Svo fjölmennt var í hlaupi dagsins að ekki verður reynt að nefna alla. Þó skal þess getið að dr. Friðrik og Ólafur Þorsteinsson voru báðir mættir. Einhverjir kvörtuðu yfir að vera lerkaðir eftir Neshlaup og báðu um prógramm fyrir aumingja. En við hinir stefndum á góða hluti. Farið hratt út og fremstur meðal jafningja fór Ó. Þorsteinsson á rauðum jakka. Magnús ekki fjarri á gulum jakka. Ritari á bláum jakka. Benzinn í námunda við okkur. Við rifjuðum upp fyrir Magnúsi hlaup gærdagsins, og allan þann biflíulega fróðleik og lærdóm sem draga mátti af því, m.a. um varanleik og endanleik hjúskaparheitsins.
Við Dælu virtist Magnús þrjóta erindið og þá gripum við Bjarni til okkar ráða. Við þrifum í handleggi hans hvor sínum megin, lyftum honum frá jörðu og hlupum þannig með hann góðan spöl. Magnús hafði gaman af öllu saman. Þrátt fyrir að þetta væri mánudagur var nú stoppað öðru hverju og úttekt gerð á stöðu mála. Einhver viðleitni til spretta gerði vart við sig í kringum okkur, en við vorum ótruflaðir af henni, héldum ró okkar og dóluðum okkur áfram um Hlíðarfót. Þó var e-r óværa í Benzinum og hann fór að spenna upp hraðann.
Á Hlíðarfæti standa yfir miklar framkvæmdir, verið að malbika og leggja nýja stíga. Þó má rata fram með hugkvæmni. Þarna fór karlinn að auka hraðann og heimta lengingar, fara yfir brúna á Hringbraut og norður fyrir umferðamiðstöð, yfir á hina brúna og aftur yfir. Þannig hlupum við á spretti. Upp hjá Háskóla, trjágöngin, fram hjá Háskólatorgi og um Aragötu, aftur niður á Ægisíðu og tilbaka á spretti. Ótrúlega sprækir karlar, þrátt fyrir allt. Fyrir aftan okkur voru Þorbjörg K. og einhver með henni, en þar á eftir blómasalinn og einhverjir fleiri með honum.
Fyrst gerð úttekt á fyrirætlunum manna um kvöldmat. Svo var spáð áfram í afmælið. Mikill áhugi meðal viðstaddra í potti og stefnir í mikla þátttöku.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.