Hlaupasamtökin fara í loftið.

Hlaupasamtök Lýðveldisins, einnig þekkt undir nafninu "Vesturbæjarhópurinn", eru hópur vaskra meyja og sveina sem hlaupa 3-4 sinnum í viku frá Vesturbæjarlaug. Tilgangur hlaupanna er að byggja upp þrek og þol, bæta heilsu og laga ástand sálar. Þeim er einnig ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um ýmis mál er á góma ber hverju sinni, fræðast um náungann, efla málþroska og breiða út þjóðlegan fróðleik. Þátttaka er öllum frjáls, farið er mishratt yfir og áhersla ekki lögð á að ljúka hlaupi sem fyrst. Hlaupi hefur af ónefndum félögum í hópi vorum verið líkt við kynlíf, "það er best meðan á því stendur".

Ætlunin með þessari bloggsíðu er að kynna framsækið starf Hlaupasamtakanna, birta myndir og frásagnir af hlaupum og láta vita af viðburðum sem samtökin standa fyrir. 


Dagskrá hlaupa

Við hlaupum frá Vesturbæjarlaug :

  • Mánudaga    17:30
  • Miðvikudaga  17:30
  • Föstudaga    16:30
  • Sunnudaga   10:10

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband