Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Allt sem oftast...

Þessi missirin dvelst ritari mest í potti. Þangað komu hlauparar sem fóru öfugan hring (að sögn Jörundar) um Nes, fóru í sjó og hlupu ýmist um golfvöll eða skemur. Í pott komu Flosi, Bjössi, Helmut, Jóhanna, Rakel, Biggi, blómasalinn, Bjössi, Jörundur, og Stefán Ingi. Samþykkt að halda Fyrsta Föstudag á Rauða Ljóninu.

Þannig er dagskráin: blómasali og ritari hlaupa langt á morgun, 8. ágúst kl. 8:10. Aðrir fara 9:30.

Að loknu Reykjavíkurmaraþoni 22. ágúst n.k. býður ritari til veizlu að heimili sínu, Bræðraborgarstíg 18, þar sem venjulegu fólki sem tekið hefur þátt í hlaupi dagsins býðst að snæða chili con carne, en viðkvæmum einstaklingum af Óðagotsætt býðst sérstök baka með svörtum ólífum, nautakjötsstrimlum, fetaosti o.fl. mjúklegu meðlæti sem fer vel með innýflin í fólki. Einnig spurning hvort boðið verði upp á flatböku að hætti hússins, svona til ánægjuauka. Salat.

Upplýst að næsti Fyrsti Föstudagur verði að heimili Jörundar. Fyrsti Föstudagur í október verður hjá Jöhönnu og Helmut, sem stefna að því búnu út í heim.

Í gvuðs friði, ritari.

Tveir á ferð í rigningu

Við Jörundur hittumst á Ægisíðu og hlupum  69. Rigning var á og mótvindur nánast alla leið inn að Elliðaám, það gerði hlaupið erfiðara og leiðinlegra, en við létum það ekki stöðva okkur. Í dag skyldi hlaupin 69 og ekkert múður!

Blómasalinn hafði gefið í skyn að hann hygðist hlaupa, en lét ekki sjá sig. Ég var búinn að undirbúa flím til heiðurs honum í ljósi þess að það var happy hour hjá  Vinum Bigga, en ég á þennan brandara bara inni.

Þegar kólnar svona og rignir hefur maður ekki jafnmikla þörf fyrir vökvun, ég var með Powerade með mér en hefði getað sleppt því. Við tókum því rólega framan af en vorum komnir á góðan skrið í Fossvogi og héldum góðu tempói til loka.

Mættum þeim Eiríki og Rúnari á Hofsvallagötu þar sem þeir voru aleinir að fara í eitthvert hare krishna-hlaup í Kvosinni. Ósköp sem þeir voru einmana! Við kenndum í brjósti um þá og tókum þá tali. Jörundur gaukaði einhverjum upplognum tölum um gömul hlaup til að æsa Eirík upp, sjáum til hvort það skilar einhverju.

Ég var aleinn í potti, Jörundur þorði ekki inn þegar hann heyrði að það væri happy hour, ég sá blómasalann tilsýndar þar sem hann kom í heitasta pottinn, en nennti ekki að kalla í hann. Mér virtist hann hafa fitnað mikið síðustu daga.

Fyrsti Föstudagur á morgun, allt í volli heima hjá Jörundi og konan í vinnu svo ekki verður ráðrúm til að undirbúa neitt fyrir félagana. Ætli það verði ekki bara Dauða Ljónið?

Í gvuðs friði, ritari.

Hlauparar mættu í pott

Ritari átti þess ekki kost að hlaupa í dag sökum anna. Hins vegar náði hann potti. Í pott mættu Gísli, Magnús, Flosi, Bjössi og Biggi. Þar urðu til að byrja með miklar umræður um ástand mála í samfélaginu, en smásaman þróuðust þær yfir í anekdótur og skemmtisögur af ýmsu tagi sem menn bognuðu yfir af skemmtun. Ekkert þó hafandi eftir.

Þar eð ritari er í maraþonprógrammi hleypur hann á morgun, millilangt, þó ekki skemur en 17,5 km, e.t.v.  69, frá VBL kl. 17:30. Áhugasömum er boðin þátttaka. Á föstudag er síðan Fyrsti Föstudagur, tilkynnt verður um móttöku í potti að hlaupi loknu þann dag.

Í gvuðs friði, ritari.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband