6.12.2009 | 14:38
Mannrán um hábjartan dag
Sjö hlauparar mættu til hlaups á sunnudagsmorgni: Ó. Þorsteinsson, Þorvaldur, Magnús, Jörundur, Ólafur ritari, Ósk og Hjálmar. Því segjum vér að mannrán hafi verið framið á þessum degi að þau sömdu sig ekki að sið sunnudagshlaupara Ósk og Hjálmar en héldu sig við sitt hefðbundna tempó, en höfðu Þorvald á millum sín og á brott svo að við getum varla sagst hafa séð reykinn af þeim einu sinni. Aðrir hlauparar voru rólegir og fóru á hefðbundnum hraða með fyrsta stoppi í Nauthólsvík. Þar yfirgaf Magnús okkur til þess að sinna fjölskylduerindum. Eftir vorum við frændur og Jörundur. Til umræðu komu ýmis málefni, m.a. skrjáf í pappír á menningarviðburðum. Svo er mál með vexti að blómasalinn fór á sína Stringfellow sýningu og tók auðvitað Pipp súkkulaði með sér, en einn leikaranna gómaði hann við að skrjáfa í sægætispappírnum og afhjúpaði hann. Ritari varð síðan fyrir viðlíka ónæði á Brennuvörgunum í gærkvöldi og eyðilagði það upplifunina fyrir honum. Guði sé lof að þeir selja ekki poppkorn í leikhúsum á Íslandi, en það kemur kannski næst!
Einnig rætt um draugagöngur um miðbæ Reykjavíkur, teiti sem haldin hafa verið upp á síðkastið, sem eru allnokkur, og fleiri framundan. Ef eitthvað er var stoppað oftar en alla jafna, enda virtist tíminn vart nægja til þess að segja þann fjölda sagna sem í boði var í hlaupi dagsins.
Góðir félagar mættir í pott í dag, þar voru dr. Baldur og dr. Einar Gunnar og Mímir, svo kom blómasalinn óhlaupinn og hafði engar haldbærar afsakanir fyrir fjarveru sinni. Hljóp að vísu í gærmorgun 21 km - en hvað með það? Í dag er nýr dagur og menn lifa ekki endalaust á afrekum gærdagsins.
Framundan sprettir á mánudegi, næsta sunnudag er hefðbundinn julefrukost Hlaupasamtakanna á Hótel Loftleiðum.
Einnig rætt um draugagöngur um miðbæ Reykjavíkur, teiti sem haldin hafa verið upp á síðkastið, sem eru allnokkur, og fleiri framundan. Ef eitthvað er var stoppað oftar en alla jafna, enda virtist tíminn vart nægja til þess að segja þann fjölda sagna sem í boði var í hlaupi dagsins.
Góðir félagar mættir í pott í dag, þar voru dr. Baldur og dr. Einar Gunnar og Mímir, svo kom blómasalinn óhlaupinn og hafði engar haldbærar afsakanir fyrir fjarveru sinni. Hljóp að vísu í gærmorgun 21 km - en hvað með það? Í dag er nýr dagur og menn lifa ekki endalaust á afrekum gærdagsins.
Framundan sprettir á mánudegi, næsta sunnudag er hefðbundinn julefrukost Hlaupasamtakanna á Hótel Loftleiðum.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.