30.11.2009 | 21:30
Mánudagssprettir
Þegar aldurinn fer að segja til sín verður æ erfiðara að mæta kröfum þjálfaranna um spretti. Af þeirri ástæðu láta sumir hinir eldri hlaupara sér nægja að hlaupa eitthvað hefðbundið, meðan við hinir sprækari tökum spretti. Meira um það seinna.
Það var sumsé mánudagur og fremur kalt í veðri, komið frost. Það snjóaði um helgina, en sem betur fer var búið að ryðja hlaupaleið Samtaka Vorra á Sólrúnarbraut og alla leið út í Nauthólsvík, meira þurftum við helztu hlauparar ekki þennan daginn. Það átti að spretta úr spori. Mæting góð, margir hinna mætari félaga mættir, svo sem Jörundur, Kalli kokkur, S. Ingvarsson, próf. Fróði, Flosi, Magnús, Þorvaldur og þannig mætti lengi telja.
Rólega út að Skítastöð og svo yrði tilkynnt um prógramm. Stóðst þetta nokkurn veginn, nema sumir eiga ávallt erfitt með að hemja sig þegar þeir eru komnir af stað. Við Skítastöð stanzaði góður hópur hlaupara, en aðrir hlupu áfram og stefndu ýmist á Hlíðarfót eða Þriggjabrúa. Þjálfarar ætluðu að hafa sama hátt á og seinasta mánudag, 1 km og 500 m sprettir. En þegar upp var staðið tókum við hinir lakari hlauparar áskoruninni og fórum kílómetraspretti með þeim hinum, þótt eitthvað værum við seinni í förum. ´
Ég slóst í för með þeim Sirrý og Þorbjörgu K. Héldum við hópinn fyrstu fjóra sprettina, en svo bættum við Sirrý við tveimur sprettum til viðbótar, fórum létt með það og vorum stolt af sjálfum okkur á eftir. Hinir fóru ýmist 6 eða 8 spretti og voru sneggri í förum en við. Fórum svo á hægu tölti tilbaka, sem endaði á tempói í kringum 5 mínúturnar. Svona getur Sirrý pískað mann miskunnarlaust áfram. Rætt um þau jólahlaðborð sem framundan eru, eigi ófá.
Teygt vel og lengi í Brottfarararsal. Pottur heitur og þéttur, þar var ekki töluð vitleysan fremur en endranær. Minnt er á skráningu í hið hefðbundna jólahlaðborð Hlaupasamtakanna, sem lýkur á hádegi á morgun.
Það var sumsé mánudagur og fremur kalt í veðri, komið frost. Það snjóaði um helgina, en sem betur fer var búið að ryðja hlaupaleið Samtaka Vorra á Sólrúnarbraut og alla leið út í Nauthólsvík, meira þurftum við helztu hlauparar ekki þennan daginn. Það átti að spretta úr spori. Mæting góð, margir hinna mætari félaga mættir, svo sem Jörundur, Kalli kokkur, S. Ingvarsson, próf. Fróði, Flosi, Magnús, Þorvaldur og þannig mætti lengi telja.
Rólega út að Skítastöð og svo yrði tilkynnt um prógramm. Stóðst þetta nokkurn veginn, nema sumir eiga ávallt erfitt með að hemja sig þegar þeir eru komnir af stað. Við Skítastöð stanzaði góður hópur hlaupara, en aðrir hlupu áfram og stefndu ýmist á Hlíðarfót eða Þriggjabrúa. Þjálfarar ætluðu að hafa sama hátt á og seinasta mánudag, 1 km og 500 m sprettir. En þegar upp var staðið tókum við hinir lakari hlauparar áskoruninni og fórum kílómetraspretti með þeim hinum, þótt eitthvað værum við seinni í förum. ´
Ég slóst í för með þeim Sirrý og Þorbjörgu K. Héldum við hópinn fyrstu fjóra sprettina, en svo bættum við Sirrý við tveimur sprettum til viðbótar, fórum létt með það og vorum stolt af sjálfum okkur á eftir. Hinir fóru ýmist 6 eða 8 spretti og voru sneggri í förum en við. Fórum svo á hægu tölti tilbaka, sem endaði á tempói í kringum 5 mínúturnar. Svona getur Sirrý pískað mann miskunnarlaust áfram. Rætt um þau jólahlaðborð sem framundan eru, eigi ófá.
Teygt vel og lengi í Brottfarararsal. Pottur heitur og þéttur, þar var ekki töluð vitleysan fremur en endranær. Minnt er á skráningu í hið hefðbundna jólahlaðborð Hlaupasamtakanna, sem lýkur á hádegi á morgun.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.