28.10.2009 | 21:05
Hvernig geta þeir þetta? Hvers vegna gera þeir þetta?
Er von menn spyrji þegar afreksmenn fara langa vegu á 4:30 mín. tempói? Meira um það seinna. Nema hvað, fjöldi góðra hlaupara voru mættir í Brottfararsal nýopnaðrar Vesturbæjarlaugar á miðvikudegi, þegar veður var ekki þesslegt að trekkja að, nokkur vindur á norðaustan, þungbúið, en 11 stiga hiti. Báðir þjálfarar voru mættir og valinkunnir félagar í Hlaupasamtökunum, m.a. Magnús tannlæknir nýkominn frá Boston.
Lagt í hann samkvæmt fyrirmælum þjálfara um að fara rólega að Skítastöð, trappa upp eftir það og fara á hröðu skeiði Þriggjabrúahlaup, ríflega 13,7 km. Vegna mótvinds á Ægisíðu og nánast alla leið inn að Borgarspítala var raunverulega staðið við fyrirætlanir um hraða, utan hvað Benni og báðir þjálfarar tóku á sprett og skildu okkur hin eftir. Á þessum kafla vorum við Flosi, Ágúst og Bjössi orðnir samferða og héldum kompaní það sem eftir lifði hlaups. Menn furðuðu sig á kyrrðinni og skildu ekki alveg hvað vantaði, en svo sagði Ágúst: Bigga! Já, sögðum við hin, og enginn hvítlaukur. Svo spurðum við dömurnar sem sóttu jógatímana hjá jóganum hvernig hann væri. Bara rólegur sögðu þær. Enginn hávaði.
Fórum að auka hraðann og fórum brekkuna hjá Bogganum á þéttu tempói, yfir hjá Veðurstofu, yfir Miklubraut og svo hófst alvara lífsins, farið að bæta í. Bjössi spurði hvort við værum farnir að bæta í, enginn svaraði honum, þess þurfti ekki, þetta var augljóst. Niður Kringlumýrarbraut og svo vestur Sæbraut á tempói sem fór í 4:30 á beztu köflum. Einhverjir hefðu sjálfsagt spurt hvernig við gætum þetta; hvers vegna við gerðum þetta. Svarið liggur í augum uppi: vegna þess að við gátum það og vildum.
Einhvers staðar á eftir okkur hlupu í náttmyrkrinu Einar blómasali og húsmæður úr Vesturbænum. Var tilhugsunin nóg til að halda manni við efnið og slaka hvergi á. Það var tekið rækilega á því og menn vel sveittir við komu á Plan. Teygt vel og lengi og rætt um veraldarmálin. Magga ánægð með eigin frammistöðu og lét okkur heyra allar tölur. Pottur heitur og þéttur. Nú líður að því að þau Helmut og Jóhanna hverfi til heitari héraða og verða þar fram á næsta vor. En fyrst er að taka Manhattan með trompi - ásamt Friðriki kaupmanni og Rúnu. Verður fróðlegt að fylgjast með þeim þar og fylgja þeim okkar beztu árnaðaróskir um gott gengi.
Lagt í hann samkvæmt fyrirmælum þjálfara um að fara rólega að Skítastöð, trappa upp eftir það og fara á hröðu skeiði Þriggjabrúahlaup, ríflega 13,7 km. Vegna mótvinds á Ægisíðu og nánast alla leið inn að Borgarspítala var raunverulega staðið við fyrirætlanir um hraða, utan hvað Benni og báðir þjálfarar tóku á sprett og skildu okkur hin eftir. Á þessum kafla vorum við Flosi, Ágúst og Bjössi orðnir samferða og héldum kompaní það sem eftir lifði hlaups. Menn furðuðu sig á kyrrðinni og skildu ekki alveg hvað vantaði, en svo sagði Ágúst: Bigga! Já, sögðum við hin, og enginn hvítlaukur. Svo spurðum við dömurnar sem sóttu jógatímana hjá jóganum hvernig hann væri. Bara rólegur sögðu þær. Enginn hávaði.
Fórum að auka hraðann og fórum brekkuna hjá Bogganum á þéttu tempói, yfir hjá Veðurstofu, yfir Miklubraut og svo hófst alvara lífsins, farið að bæta í. Bjössi spurði hvort við værum farnir að bæta í, enginn svaraði honum, þess þurfti ekki, þetta var augljóst. Niður Kringlumýrarbraut og svo vestur Sæbraut á tempói sem fór í 4:30 á beztu köflum. Einhverjir hefðu sjálfsagt spurt hvernig við gætum þetta; hvers vegna við gerðum þetta. Svarið liggur í augum uppi: vegna þess að við gátum það og vildum.
Einhvers staðar á eftir okkur hlupu í náttmyrkrinu Einar blómasali og húsmæður úr Vesturbænum. Var tilhugsunin nóg til að halda manni við efnið og slaka hvergi á. Það var tekið rækilega á því og menn vel sveittir við komu á Plan. Teygt vel og lengi og rætt um veraldarmálin. Magga ánægð með eigin frammistöðu og lét okkur heyra allar tölur. Pottur heitur og þéttur. Nú líður að því að þau Helmut og Jóhanna hverfi til heitari héraða og verða þar fram á næsta vor. En fyrst er að taka Manhattan með trompi - ásamt Friðriki kaupmanni og Rúnu. Verður fróðlegt að fylgjast með þeim þar og fylgja þeim okkar beztu árnaðaróskir um gott gengi.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Þið eruð schnillingar! Öll schömul.
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 29.10.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.