22.10.2009 | 11:22
Stór hópur, fáninn bilaður
Þrjátíu manns hið minnsta voru mættir fyrir framan laug. Blankalogn, fáninn lafði. Skýjað og fremur hlýtt, 5-6 stig. Ákjósanlegt hlaupaveður. Þjálfarar sögðu okkur að hlaupa út að dælustöð, gefa þar í og fara suðurhlíðar upp að Perlu, svo stokkinn, og öfugan hlíðarfót út í Nauthólsvík.
Ég (Kári) hljóp með Dr. Kvaran, Jörundi og Þorvaldi, þóttist aldeilis forframaður af þessu fína accompanimenti. Doktorinn er slæmur í Piriformis og reynir að hlífa honum þessa dagana, var þar komin ástæðan fyrir því að ég gat orðið samferða honum.
Við kvöddum hann hjá Nauthól og styttum, tókum Hlíðarfót. Aðrir hljóta að hafa farið eins og fyrir var lagt.
Ég sá Jóhönnu taka snögga byltu, hún skutlaðist til jarðar eins og hún hefði ætlað að forðast byssukúlu. Hún var jafn snögg á fætur og skokkaði áfram eins og ekkert hefði í skorist, rétt rispaðist á hné, sagði hún mér í potti.
(Fært til bókar af mér því Ólafur Grétar er í Bruxelles eins og venjulega).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.