8.10.2009 | 10:33
Það var hlaupið
Þar sem ritari er í New York skrái ég í hans stað.
Í gær, miðvikudag, hljóp stór hópur frá laug. Sennilega voru mættir 30 manns, of margir til að nefna.
Ég var í hópi öftustu manna eins og venjulega, hljóp með Friðriki aftasta (ekki Friðriki fyrsta frá Melabúð) og Gunnhildi sem er að hugsa um að setjast hér að, nýkomin heim frá Malasíu. Einnig hljóp með okkur Guðmundur heimilislæknir og kórfélagi minn úr Hamrahlíð.
Með okkur var önnur kona, gift starfsmanni í Framsóknarflokknum. Hún hélt hópinn mjög tímabundið en leiddist svo biðin og skeiðaði fram úr okkur í Nauthólsvík. Við tókum Hlíðarfót aftur til laugar en mig grunar að margir hafi farið þriggja brúa hlaup.
Veðrið var ágætt, hæg austanátt en kalt, 1 stigs hiti.
Með bestu kveðju, Kári
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Hlaupaleiðir
- 11.4 km hlaupaleið fyrir golfvöll og nálægt Gróttu 11.4 km hlaupaleið fyrir golfvöll og nálægt Gróttu
- 19.6 km Sextíuogníu plúsplús 19.6 km Sextíuogníu plúsplús
- 18.9 km Sextíuogníu plús 18.9 km Sextíuogníu plús
- 17.4 km Stokkurinn 17.4 km Stokkurinn
- 14.8 km Þriggja brúa hlaup - plús 14.8 km Þriggja brúa hlaup - plús
- 14.3 km Þriggja brúa hlaup 14.3 km Þriggja brúa hlaup
Ljósmyndir
Nýjustu færslur
- 16.1.2022 Sögulegur Sunnudagur
- 25.7.2021 Hlaupið í kyrrþey
- 11.4.2021 Hlaupið á sunnudegi
- 13.12.2020 Glæsileg endurkoma
- 24.11.2020 Hlaupið í garðinum
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Gott framtak, Kári! Megi sem flestir skeiða fram á ritvöllinn í þágu upplýsingar og mennta í Samtökum Vorum. Ég færi ykkur kveðjur gvuðs og mínar héðan frá Nýju Jórvík. Ég hleyp ekkert, raða í mig kræsingum, en horfi hins vegar á marga hlaupara sem eru að undirbúa New York maraþon.
Ólafur Grétar Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.