12.8.2009 | 21:01
Trappað niður fyrir maraþon
Sigurður Ingvarsson, Einar Þór Jónsson og Ólafur Grétar Kristjánsson mynda vaska hlaupasveit Hlaupasamtaka Lýðveldisins í Reykjavíkurmaraþoni hinn 22. ágúst nk. Þó nokkrir félagar ætla að hlaupa hálft maraþon. Nú er byrjað að trappa niður fyrir átökin og þjálfari nánast grátbiður menn um að fara stutt og hægt. Góð mæting á miðvikudagsæfingu. Hjörtu hlaupara tóku kippi þegar gamalkunnug andlit birtust neðan úr kjallara og tilheyrðu próf. Fróða og Gísla Ragnarssyni, einnig voru Jörundur, Helmut og Sigurður Ingvarsson mættir. Þá er ekki úr vegi að nefna nafn Kára, sem reyndist býsna sprækur þrátt fyrir að hafa legið í kajak lungann úr sumri.
Það mátti fara Þriggjabrúahlaup, maraþonhlauparar skyldu fara hægt. Ég bað Gísla að skrúfa aðeins upp hitann, en honum fannst þetta fínn hiti að hlaupa við. Það er gaman að hlaupa með þeim Gísla og Gústa á ný, það má bulla og blaðra í það endalausa og segja tóma vitleysu og ekkert veitir þessum hálærðu mönnum meiri ánægju en hlusta á malanda sem hefur lítinn annan tilgang en gefa útslitnum embættismönnum tækifæri til þess að rasa út.
Þannig var það líka að ritari endaði með blómasala, Gísla, Jörundi, Sirrý og Þorbjörgu og héldum við hópinn frá Nauthólsvík og til loka hlaups. Farið upp hjá Borgarspítala (blómasali búinn hér og gekk upp brekkuna) og hér var sagður Wassily-brandarinn til þess að auðvelda þeim stúlkum hlaupið upp brekkuna. Þær kunnu innilega að meta þessa skemmtilegu sögu og voru léttar og kátar á eftir. Hér fór fólk að rifja upp ýmislegt sem drifið hefur á daga þess í hlaupum, svo sem eins og þegar Þorbjörg mætti karli sínum með reiddan hnefa og keyrði hann út af hlaupabrautinni og út í lúpínubeð (þetta gladdi Jörund innilega). Eða einelti það sem viðgengist hefur og hefur sýnt sig í viðurnefnum, blómasali, hortuga, og áfram í þeim dúr. Rifjað upp að eineltissérfræðingur Lýðveldisins taldi "hortuga"-viðurnefnið annað hvort flámæli eða misheyrn, í reynd væri þetta "den hurtige".
Farið afar hægt yfir, meðaltempó 5:50. Góð tilfinning að fara þetta á hægu tölti. Jörundur að velta fyrir sér að fara heilt maraþon í Reykjavík til þess að leiða blómasalann áfram. Við niður á Sæbraut og fengum okkur að drekka á réttum stað. Svo var farið um Kalkofnshornið og út Lækjargötu og um Hljómskálagarð tilbaka. Hér var mikið rætt um Vilhjálm Bjarnason og máttu menn vart á heilum sér taka af söknuði. Gísli taldi sig hafa vissu fyrir því að Vilhjálmur myndi snúa tilbaka til hlaupa í haust. Voru menn sammála um að Vilhjálmur væri einstakt góðmenni og góður félagi.
Núna er bara fyrir okkur maraþonmennina að hvíla að mestu, ætlum eitthvað að gutla fram að stóra deginum.
Menn haldi augum og eyrum opnum fyrir tilkynningu frá Jörundi um hvort gengið verður á Fimmvörðuháls n.k. laugardag.
Það mátti fara Þriggjabrúahlaup, maraþonhlauparar skyldu fara hægt. Ég bað Gísla að skrúfa aðeins upp hitann, en honum fannst þetta fínn hiti að hlaupa við. Það er gaman að hlaupa með þeim Gísla og Gústa á ný, það má bulla og blaðra í það endalausa og segja tóma vitleysu og ekkert veitir þessum hálærðu mönnum meiri ánægju en hlusta á malanda sem hefur lítinn annan tilgang en gefa útslitnum embættismönnum tækifæri til þess að rasa út.
Þannig var það líka að ritari endaði með blómasala, Gísla, Jörundi, Sirrý og Þorbjörgu og héldum við hópinn frá Nauthólsvík og til loka hlaups. Farið upp hjá Borgarspítala (blómasali búinn hér og gekk upp brekkuna) og hér var sagður Wassily-brandarinn til þess að auðvelda þeim stúlkum hlaupið upp brekkuna. Þær kunnu innilega að meta þessa skemmtilegu sögu og voru léttar og kátar á eftir. Hér fór fólk að rifja upp ýmislegt sem drifið hefur á daga þess í hlaupum, svo sem eins og þegar Þorbjörg mætti karli sínum með reiddan hnefa og keyrði hann út af hlaupabrautinni og út í lúpínubeð (þetta gladdi Jörund innilega). Eða einelti það sem viðgengist hefur og hefur sýnt sig í viðurnefnum, blómasali, hortuga, og áfram í þeim dúr. Rifjað upp að eineltissérfræðingur Lýðveldisins taldi "hortuga"-viðurnefnið annað hvort flámæli eða misheyrn, í reynd væri þetta "den hurtige".
Farið afar hægt yfir, meðaltempó 5:50. Góð tilfinning að fara þetta á hægu tölti. Jörundur að velta fyrir sér að fara heilt maraþon í Reykjavík til þess að leiða blómasalann áfram. Við niður á Sæbraut og fengum okkur að drekka á réttum stað. Svo var farið um Kalkofnshornið og út Lækjargötu og um Hljómskálagarð tilbaka. Hér var mikið rætt um Vilhjálm Bjarnason og máttu menn vart á heilum sér taka af söknuði. Gísli taldi sig hafa vissu fyrir því að Vilhjálmur myndi snúa tilbaka til hlaupa í haust. Voru menn sammála um að Vilhjálmur væri einstakt góðmenni og góður félagi.
Núna er bara fyrir okkur maraþonmennina að hvíla að mestu, ætlum eitthvað að gutla fram að stóra deginum.
Menn haldi augum og eyrum opnum fyrir tilkynningu frá Jörundi um hvort gengið verður á Fimmvörðuháls n.k. laugardag.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.