Tveir á ferð í rigningu

Við Jörundur hittumst á Ægisíðu og hlupum  69. Rigning var á og mótvindur nánast alla leið inn að Elliðaám, það gerði hlaupið erfiðara og leiðinlegra, en við létum það ekki stöðva okkur. Í dag skyldi hlaupin 69 og ekkert múður!

Blómasalinn hafði gefið í skyn að hann hygðist hlaupa, en lét ekki sjá sig. Ég var búinn að undirbúa flím til heiðurs honum í ljósi þess að það var happy hour hjá  Vinum Bigga, en ég á þennan brandara bara inni.

Þegar kólnar svona og rignir hefur maður ekki jafnmikla þörf fyrir vökvun, ég var með Powerade með mér en hefði getað sleppt því. Við tókum því rólega framan af en vorum komnir á góðan skrið í Fossvogi og héldum góðu tempói til loka.

Mættum þeim Eiríki og Rúnari á Hofsvallagötu þar sem þeir voru aleinir að fara í eitthvert hare krishna-hlaup í Kvosinni. Ósköp sem þeir voru einmana! Við kenndum í brjósti um þá og tókum þá tali. Jörundur gaukaði einhverjum upplognum tölum um gömul hlaup til að æsa Eirík upp, sjáum til hvort það skilar einhverju.

Ég var aleinn í potti, Jörundur þorði ekki inn þegar hann heyrði að það væri happy hour, ég sá blómasalann tilsýndar þar sem hann kom í heitasta pottinn, en nennti ekki að kalla í hann. Mér virtist hann hafa fitnað mikið síðustu daga.

Fyrsti Föstudagur á morgun, allt í volli heima hjá Jörundi og konan í vinnu svo ekki verður ráðrúm til að undirbúa neitt fyrir félagana. Ætli það verði ekki bara Dauða Ljónið?

Í gvuðs friði, ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband