11.7.2009 | 16:09
Stöðugt farið lengra
Öflugustu hlauparar Hlaupasamtaka Lýðveldisins voru saman komnir á þessum laugardagsmorgni til þess að hlaupa langt. Þar mátti þekkja blómasalann og ritara, Bjössa, Rúnar, Möggu, Þorbjörgu (Rúnars), Dagnýju, Hjálmar og Ósk, Pawel, Kalla, Frikka í Melabúðinni og e.t.v. einhverja sem mig vantar nafnið á. En það er ekkert nýtt!
Ekki var ég að nenna þessu, en lét mig samt hafa það. Maður setti kompásinn á Stíbbblu ef ekki hreinlega Árbæjarlaug og sá landslagið fyrir sér í huganum. Ákveðið að fara Kársnes. Veður með miklum ágætum, skýjað og 14 stiga hiti, logn. Verður ekki mikið betra.
Þol er að byggjast upp smásaman og maður fer þetta áreynslulaust. Stoppað í Lækjarhjallanum þar sem Ágúst og Ólöf voru að búa sig undir ferð í Skagafjörðinn. Við Einar vorum drifnir inn og gefinn drykkur. Eftir skamma stund var kominn pollur á gólfið eftir ritara og hann beðinn um að fjarlægja persónu sína af svæðinu. Við áfram og fórum upp að Stíbblu - lengra var það nú ekki í þetta skiptið, enda sá maður að það yrði svolítið extremt að fara upp að Laug þegar við vorum sem mest búnir að fara 22 km.
Ég skyggndist um eftir brúsa mínum sem ég tapaði á miðvikudaginn var, en sá ekki. Það er of lítið að vera aðeins með tvo brúsa í svona löngu hlaupi, enda þótt maður nái að bæta á sig á leiðinni. Á seinni hluta leiðarinnar var Einar orðinn þreyttur og dróst nokkuð aftur úr. Ritari skellti sér í sjóinn í Nauthólsvík og svamlaði um á baksundi. Einar sleppti því, kvaðst vera orðinn stressaður, eiginkonan biði hans heima með keflið reitt því að hann átti að vera byrjaður að skrapa gamla málningu af húsveggjum. Ég sagði honum að slaka á og njóta lífsins, njóta þess sem íslenzka sumarið hefði upp á að bjóða. Hann var stressaður.
Komið til Laugar eftir 2 tíma og 41 mín, 26,5 km. Þetta var erfitt en hafðist. Nú var veður orðið fagurt, sól búin að brjótast i gegnum skýjaþykknið og fólk þarafleiðandi komið í sólbað í lauginni. Þau hin höfðu farið 24 km - alltof hratt að mati Frikka, sem alltaf lætur sig hafa það að djöflast með þeim hröðustu og er alveg búinn eftir hlaup.
Næst er hlaup hjá Hlaupasamtökunum sunnudaginn 12. júlí kl. 10:10. Í gvuðs friði, ritari.
Ekki var ég að nenna þessu, en lét mig samt hafa það. Maður setti kompásinn á Stíbbblu ef ekki hreinlega Árbæjarlaug og sá landslagið fyrir sér í huganum. Ákveðið að fara Kársnes. Veður með miklum ágætum, skýjað og 14 stiga hiti, logn. Verður ekki mikið betra.
Þol er að byggjast upp smásaman og maður fer þetta áreynslulaust. Stoppað í Lækjarhjallanum þar sem Ágúst og Ólöf voru að búa sig undir ferð í Skagafjörðinn. Við Einar vorum drifnir inn og gefinn drykkur. Eftir skamma stund var kominn pollur á gólfið eftir ritara og hann beðinn um að fjarlægja persónu sína af svæðinu. Við áfram og fórum upp að Stíbblu - lengra var það nú ekki í þetta skiptið, enda sá maður að það yrði svolítið extremt að fara upp að Laug þegar við vorum sem mest búnir að fara 22 km.
Ég skyggndist um eftir brúsa mínum sem ég tapaði á miðvikudaginn var, en sá ekki. Það er of lítið að vera aðeins með tvo brúsa í svona löngu hlaupi, enda þótt maður nái að bæta á sig á leiðinni. Á seinni hluta leiðarinnar var Einar orðinn þreyttur og dróst nokkuð aftur úr. Ritari skellti sér í sjóinn í Nauthólsvík og svamlaði um á baksundi. Einar sleppti því, kvaðst vera orðinn stressaður, eiginkonan biði hans heima með keflið reitt því að hann átti að vera byrjaður að skrapa gamla málningu af húsveggjum. Ég sagði honum að slaka á og njóta lífsins, njóta þess sem íslenzka sumarið hefði upp á að bjóða. Hann var stressaður.
Komið til Laugar eftir 2 tíma og 41 mín, 26,5 km. Þetta var erfitt en hafðist. Nú var veður orðið fagurt, sól búin að brjótast i gegnum skýjaþykknið og fólk þarafleiðandi komið í sólbað í lauginni. Þau hin höfðu farið 24 km - alltof hratt að mati Frikka, sem alltaf lætur sig hafa það að djöflast með þeim hröðustu og er alveg búinn eftir hlaup.
Næst er hlaup hjá Hlaupasamtökunum sunnudaginn 12. júlí kl. 10:10. Í gvuðs friði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.