Hrekkjusvín

Ritari hjólaði sem leið lá út í Nauthólsvík um miðjan dag og fór í sjóinn, synti fram og aftur um Flóann. Á leið tilbaka mætti hann hlaupurum í Hlaupasamtökum Lýðveldisins með blómasalann og prófessor Fróða í broddi fylkingar. Eftir á var þetta niðurstaðan:

1. Kári hljóp út í Nauthólsvík - fór í sjóinn - hljóp tilbaka og varð samferða Benedikt.

2. Blómasalinn hljóp í óþvegnum hlaupafatnaði sem ilmaði ekki beinlínis. Formlegri kvörtun var komið á framfæri.

3. Í hópnum voru þrjú hrekkjusvín sem heita Einar, Ágúst og Friðrik - þeir hrekktu Kára með því að fjarlægja hjól af reiðhjóli hans þar sem það hékk á rekkverkinu við inngang Laugar.

4. Sif er vinur sem afhjúpar hrekki. Hún varð ekki vinsæl af framtakinu.

Hlaupið í fyrramálið kl. 9:30 frá VBL. Langt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband