Langt (eða sagan ótrúlega af því hvernig Birgir ákvað að fara 22 km í stað 5 km eymingja)

Það var farið langt í dag. Fjöldi hlaupara mættir, ekki færri en 20. Gefinn kostur á mismunandi vegalengdum, frá aumingja upp í Goldfinger og Stíbblu. Auglýst var eftir þeim sem vildu fara langt, fáeinar hjáróma raddir heyrðust staðfesta áhuga. Allmargir vildu fara Threebridges, og einhverjir styttra.

Upphaflega voru það Ágúst, Einar blómasali og Ólafur ritari sem stefndu á langt, ég man ekki hvað Jörundur sagði, en tel að hann hafi verið kominn í hvíld fyrir Laugaveginn, var að reyna nýja skó. Biggi var meiddur og ætlaði bara að fara stutt, 5 km eða svo, og ekki vitað hvaða náttúrumerki í Vesturbænum innramma svo stutta vegalengd.

Lagt í hann og farið hægt í einni hrúgu inn í Nauthólsvík. Það slitnaði á milli, en við sem stefndum á lengra vorum rólegir og létum þau hin ekki æsa okkur. En svo kom í ljós hvað menn gátu, einhvers staðar eftir Nauthólsvík kom í ljós að blómasalinn var að guggna, en Biggi var að eflast. Endaði það svo að við Ágúst og Birgir fórum áfram í Fossvoginn. Þar mættum við galvöskum og upplitsdjörfum Laugaskokkurum sem aldrei hefur verið bjartara yfir.

Áfram í Fossvoginn, upp í hæðirnar í Kópavogi, inn hjá Goldfinger, Ágúst athugaði samvizkusamlega hurðina sem var Hér var mikið glens í gangi milli okkar þriggja um alls kyns sjónvarpsefni sem við erum að uppgötva að má sjá á skjánum hjá okkur eftir að konurnar eru sofnaðar. En ekki meira um það!

Við komum við á Olís-stöðinni í Mjódd og bættum á okkur vatni og héldum svo áfram framhjá Mömmu og upp að Stíbblu. Rákumst á vegalausa hlaupara, sem líklega hafa tilheyrt Árbæjarskokki.  Svo skelltum við okkur niðurúr á feiknarhraða. Á þessum kafla hef ég líklega tapað einum af vatnsbrúsunum mínum, en uppgötvaði það ekki fyrr en miklu seinna.

Svo var farið aftur í Fossvoginn og sem leið lá til sjóbaðs í Nauthólsvík. Birgir hafði áhyggjur af hælsærinu, en við hinir töldum að hann myndi læknast af því að fara í sjóinn. Skelltum okkur í svala ölduna og syntum út á flóa, slógumst þar við óða hákarla sem vildu éta okkur, og svömluðum að því búnu tilbaka. Birgir var sammála því að líklega hefði sjósundið læknað sig, alla vega fyndi hann ekkert til.

Við uppúr og héldum áfram, fljótlega fór Birgir að kvarta yfir því að deyfingin væri að hverfa og saltið farið að þrengja sér inn í hælinn. Við lukum síðustu 4 km svona nokkurn veginn með viðunandi hætti, en vorum þungir og slapppir. Þess vegna féllu þessi orð á Plani að við værum aumingjar.

Allir farnir þegar komið var tilbaka og við sátum þrír í potti innanum um útlendinga, konur og börn og vorum harðla utanveltu. En allsælir þrátt fyrir allt. Nú er spurningin: erum við nægilega undirbúnir fyrir maraþon í ágúst. Ágúst sagði að manni ætti að líða illa þegar toppað væri, þreyttur og þunglyndur. Þannig að horfur eru góðar um maraþon í ár.

Við Ágúst, Birgir og ritari fórum 22,3 km.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband