Nokkuð um liðið, þ.e. langt frá síðasta hlaupi

Það var mánudagur, fjöldi hlaupara mættur samkvæmt hefð í Brottfararsal Vesturbæjarlaugar. Fyrst ber að geta Sirrýjar sem rak augun í ritara þar sem hann sat út við glugga og virtist ekki fyllilega í lagi. Ástæðan var sú að Þorvaldur Gunnlaugsson var búinn að breiða úr sér við borðið við gluggann þar sem jafnan er setið, með einhverjar absúrd teygjuæfingar og hleypti engum til sætis. Það flugu einhverjar glósur af þessu tilefni, en engin illindi uppstóðu. Síðan bættust fleiri hlauparar í hópinn og verður enginn nefndur öðrum fremur, nema sérstakt tilefni gefist til slíks.

Þegar í upphafi kom fram að allmargir hlauparar stefna á Jónsmessuhlaup á morgun og því var hlaupið tvískipt, einhverjir ætluðu stutt og rólegt, aðrir vildu taka aðeins meira á því. Ennfremur var upplýst að Einar blómasali hefði misst sig í áti í hádeginu. Að honum voru réttir tveir Hlöllabátar með kjöti og meðlæti - "og hvað átti ég að gera? Segja Nei?" Það urðu tveir Hlöllabátar og þungur blómasali varð niðurstaðan.

Hlaupið af stað og farið rólega. Einhver var í óhreinum hlaupafatnaði og angaði illa. Einhverra hluta vegna endaði ritari með blómasala sem fór hægt sökum þyngsla. Það endaði með þremur meginhópum, hraðförum sem kunna sér ekki hóf, okkur blómasala, og svo einhverjum á eftir okkur.

Þetta varð nokkuð hefðbundið, en beðið um stopp í Nautholsvík. Farið um Hlíðarfót og hjá Gvuðsmönnum, áfram rólega tilbaka. Teygt á plani. Farið í pott. Sögustund, Biggi með ádíens. Vakti mismikla lukku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband