Fámennt á miðvikudegi fyrir Himnaferðardag

Ekki margir mættir þegar veður bauð upp á forlátahlaup. Þessir voru: Magnús, Kalli, Flosi, Eiríkur, Ólafur ritari, Bjössi, Hjálmar, Ósk, Dagný, Einar Gunnar, Margrét og Rúnar. Sumir ætluðu í Powerade-hlaup sem fram fer á morgun í einhverri útkjálkabyggð í efri hverfum Reykjavíkur. Enginn sýndi áhuga á Svínaskarðshlaupi, Kalli varaði beinlínis við því sökum stórgrýtis, þar væri vart fært. Þannig að það voru nokkrir sem fóru Hlíðarfót, sumir ætluðu Þriggjabrúahlaup, einhverjar raddir voru jafnvel um 69.

Það var ekkert sérstakt sagt í upphafi hlaups, bara lagt í hann. Ég hljóp með Bjössa og við ræddum um sameiginlegan kunningja sem oft á eftirminnilega spretti í mannlegu félagi. Björn og Eiríkur styttu í Nauthólsvík, það var haldið áfram út að Borgarspitala og ég sá enn fremstu hlaupara. Flosi hélt áfram í 69. Ritari hélt einn upp brekkuna og upp hjá Ríkisútvarpi. Skrýtið að maður skuli alltaf vera einn að puða þetta.

Ekkert frásagnarvert gerðist á leiðinni, en haldið góðu tempói. Mætti á Plan nokkru á eftir þeim hinum og hlaut að launum glósur um að ég væri reglulega snöggur í ferðum. Rifjuð upp næstu hlaup, m.a. langt á laugardag kl. 9:30. Enn fremur hefur verið ákveðið að skjóta inn einum ónýttum Fyrsta Föstudegi n.k. föstudag til þess að heiðra Ágúst stórhlaupara og stolt Samtaka Vorra. Í því sambandi var minnst á Rauða Ljónið, en verður til frekari skoðunar.

Þar sem við sitjum í potti og eigum náðuga stund kemur blómasalinn hlaupandi og kveðst hafa farið 11 km - engin vitni eru þó að þessu. Það var rætt um áfengi og mat.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband