Útivist og heilbrigðir lífshættir í Vesturbæ

Þrír voru mættir í hlaup dagsins: Ólafur Þorsteinsson, Jörundur og Ólafur ritari.  Við fengum rapport af samtali morgunsins, en brunahringing var upp úr 8. Það var gefinn mætingarfrestur en fleiri bættust ekki í hópinn svo að við lögðum bara af stað. Vindur allnokkur á sunnan, en annars bærilegt.

Hlaup í alla staði hefðbundið en stoppin þó heldur fleiri en alla jafna. Upplýst var um heilbrigðisdaga í akademíunni og um hlaup sem Ó. Þorsteinsson er að undirbúa í því samhengi 2. apríl næstkomandi. Þetta mun vera fimmtudagur og eru hlaupnir 7 km - og hefst hlaup kl. 15. Eins og sést á tímasetningunni er hlaupið einkum ætlað akademíunni, ríkisstarfsmönnum og atvinnulausum. Svo skemmtilega vill til að 2. apríl er hvíldardagur í Saharahlaupi Ágústs og vel við hæfi að spretta úr spori honum til heiðurs og hvatningar. Ekki er verra að sjálfur viðskiptaráðherra mun ræsa hlaupið, alls staðar koma Hlaupasamtökin sínu fólki að!

Nýtt hlaup á morgun kl. 17:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband