1.3.2009 | 14:48
Einsemdin
Ritari hlakkaði til hlaups dagsins. Hann hlakkaði til að hitta félaga sína og deila með þeim fréttum, fróðleik, greiningu og gamni. Svo mjög hlakkaði hann til að konan hafði orð á því við hann, hvort hann væri svona spenntur að fara að hlaupa. Já, rétt til getið. Það verður gaman að spretta úr spori í kátra sveina hópi á sunnudagsmorgni.
Mættur tímanlega en sá enga félaga. Það var allt í lagi, klukkan var bara tíu. Komin ný stúlka í afgreiðsluna, ættuð frá Kúbu og talar ágætlega íslenzku eftir aðeins árs dvöl á landinu. Klukkan varð tíu mínútur yfir tíu og enn var enginn hlaupari sjáanlegur, ekki einu sinni Magnús. Hvað er að gerast, hugsaði ritari. Þegar klukkan var svo komin tvær mínútur fram yfir hefðbundinn brottfarartíma ákvað ritari að fara einn af stað, það hefur svo sem gerst áður.
Aðstæður tll hlaupa voru hinar ákjósanlegustu, milt veður og hægt. Fáir á ferli. Hefðbundið stopp í Nauthólsvík, en engar sögur sagðar né heldur vísbendingum varpað fram. Áfram í kirkjugarð og upp á hálendið. Ef þetta var ekki vinalaus aumingi - þá skil ég ekki hugtakið.
Talsvert af túrhestum í bænum, heilu hóparnir. Enn rennur vatn á Sæbrautinni, það svalasta í bænum. Hljóp upp Ægisgötuna til heiðurs Vilhjálmi. Gott hlaup og góður undirbúningur fyrir vikuna.
Í potti var upplýst að Ó. Þorsteinsson væri á Túndru, Flosi í Borgarfirðinum, blómasalinn lasinn og annað eftir því. Sá síðastnefndi mætti að vísu í pott, þar sem fyrir voru Mímir og dr. Baldur. Rætt um sjóferðir og siglingar, svo og frama V. Bjarnasonar innan kirkjunnar. Svo bættust fleiri í hópinn og mikill fróðleikur flaut.
Mættur tímanlega en sá enga félaga. Það var allt í lagi, klukkan var bara tíu. Komin ný stúlka í afgreiðsluna, ættuð frá Kúbu og talar ágætlega íslenzku eftir aðeins árs dvöl á landinu. Klukkan varð tíu mínútur yfir tíu og enn var enginn hlaupari sjáanlegur, ekki einu sinni Magnús. Hvað er að gerast, hugsaði ritari. Þegar klukkan var svo komin tvær mínútur fram yfir hefðbundinn brottfarartíma ákvað ritari að fara einn af stað, það hefur svo sem gerst áður.
Aðstæður tll hlaupa voru hinar ákjósanlegustu, milt veður og hægt. Fáir á ferli. Hefðbundið stopp í Nauthólsvík, en engar sögur sagðar né heldur vísbendingum varpað fram. Áfram í kirkjugarð og upp á hálendið. Ef þetta var ekki vinalaus aumingi - þá skil ég ekki hugtakið.
Talsvert af túrhestum í bænum, heilu hóparnir. Enn rennur vatn á Sæbrautinni, það svalasta í bænum. Hljóp upp Ægisgötuna til heiðurs Vilhjálmi. Gott hlaup og góður undirbúningur fyrir vikuna.
Í potti var upplýst að Ó. Þorsteinsson væri á Túndru, Flosi í Borgarfirðinum, blómasalinn lasinn og annað eftir því. Sá síðastnefndi mætti að vísu í pott, þar sem fyrir voru Mímir og dr. Baldur. Rætt um sjóferðir og siglingar, svo og frama V. Bjarnasonar innan kirkjunnar. Svo bættust fleiri í hópinn og mikill fróðleikur flaut.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Skelltum okkur í sveitina eftir stopp og ræðuhöld í afmælisveislu. Komin um miðnætti á föstudag. Laugardagur: Góður göngutúr í brekkum Bjarnardals, við rætur Baulu. Allt á kafi í snjó og spor eftir refi upp um allt. Sunnudagur: Þriggja tíma göngutúr, 10K+, upp að Selvatni, sem liggur norðvestan að Hreðavatni. Komum niður með Kiðá og að Hreðavatni syðst og gengum á ísum eftir endilöngu vatninu og tókum land aðeins austan við Hreðavatnsbæinn. Hreint og heilnæmt loft í Borgarfirðinum!
Flosi Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.