Ég játa, þessir voru...

Myndast hefur kimi hlaupara sem iðkar kyrrsetur í potti, forðast hlaup, og forðast hlaupara. Í kvöld voru þessir í kima: Kári, Anna Birna, ritari og blómasali. Kári er jafnan þreyttur og svangur þessi misserin, Anna Birna að elda, ritari enn meiddur og blómasalinn var einfaldlega þreyttur, eða svo rétt sé með farið: fæturnir á honum voru þreyttir. Þetta fólk var í potti kvöld og sleppti hlaupi. Fylgdust með hlaupurum leggja í hann.

Nú er frá því að segja að ritari ók í kvöld sem leið lá um Sæbraut, ekki það hann væri haldinn sjálfskvalaþörf eða sjálfsásökunum, en það fór ekki framhjá honum að hlauparar voru á ferð: Flosi og Helmut, framar voru Margrét þjálfari og Una, svo einhverjir óviðkomandi aðilar, Bjarni Benzz, Birgir, próf. Fróði, gott ef Melabúðar-Friðrik var ekki þar í nánd og hér var hópur staddur við Hafró. Maður var ekkert að trufla hlaup með því að vekja athygli á sér, flauta eða annað slíkt, eins og þekkt góðmenni í Vesturbæ, eigandi kampavínslitrar koníaksstofu á hjólum (R 158), gerir jafnan þegar hann rekst á hlaupara sína.  

Það setti skammartilfinningu að ritara, hann ók sem greiðast heim til sín, fór inn í skáp og dró eitthvað gamalt yfir sig. Ekki kæmi mér á óvart þótt hlauparar hafi farið 69 í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er það merkilegt að kyrrseta í pottum sé færð til bókar; á sjálfri Hlaupasíðunni. Að kunna ekki að skammast sín er eitt, að klappa það í stein er skrefi of langt gengið.

Benedikt (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Óskum Ólafi góðs bata. Vonum samt að hann fari nú úr potti, í hlaupaskóna… 

… og af stað í hlaupatúra með oss þegar hann verður orðinn góður.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 12.2.2009 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband