28.1.2009 | 21:01
Hlaupasamtökin eru hlaupahópur ársins 2008
Mættur í Brottfararsal Laugar Vorrar var Gunnar Páll Jóakimsson, bróðir Bigga jóga. Erindið var að afhenda viðurkenningarvott Framfara Hlaupasamtökunum til handa fyrir það að vera hlaupahópur ársins 2008, að mati dómbærra aðila. Flutti hann snjalla tölu þar sem hann tíundaði ágæti Samtakanna, markvissa þjálfun á árinu, góðar framfarir, mikla þátttöku í Berlín og góðan félagsanda í hópnum. Kom það í hlut Aðalritara að taka móti viðurkenningunni af hjartans lítillæti. Varð honum starsýnt á Gunnar Pál þar sem hann var ekki mjög líkur Bigga: lægri vexti, með hár og hélt þræði í ræðu sinni lengur en í tvær mínútur. Ljósmyndablossar fylltu Brottfararsal og var smellt af í bak og fyrir. Þó var mæting engan veginn viðunandi miðað við svo hátíðlegt tilefni og voru mun fleiri mættir s.l. mánudag þegar veður var alvitlaust og menn eins og hundar af sundi dregnir í lok hlaups.
Hvað um það, viðurkenningin var skilin eftir í afgreiðslu og vonandi fæst heimild til að hengja hana upp á góðum stað í Brottfararsal. En aðalerindið var að hlaupa og af þeirri ástæðu flykktust menn út á Plan og biðu þess spenntir að þjálfarar gæfu út leiðarlýsingu. Rúnar fór með tölu um mikilvægi þess að þurrka vel blauta skó að hlaupi loknu, taka innleggið úr og þurrka aðskilið, helzt undir ofni. Að öðrum kosti gæti komið upp mygla og það er ekki skemmtilegt. Að öðru leyti var hlaupaleið og -aðferð frjáls og virtust helztu hlauparar vera pollrólegir. Af þeirri ástæðu var ritari grunsamlega lengi í fremstu röð og bara brattur. Aðrir frískir voru Þorvaldur, Helmut, dr. Jóhanna og Bjarni. Bjössi og Biggi eru meiddir og hafa ekki sézt að hlaupum í nokkra daga.
Færð var sæmileg þrátt fyrir snjókomu og altént var ekki það hált að það var óhætt að spretta úr spori. Á Ægisíðu varð vart við kampavínslita koníaksstofu á hjólum er ók framhjá og flautaði, nánar tiltekið R-158. Að því kom að hefðbundnir hraðfarar sigu fram úr ritara og í Nauthólsvík var hann orðinn algjörlega einn og yfirgefinn. Þá var bara að fara Hlíðarfót. Aðrir fóru lengra, sumir jafnvel Þriggjabrúahlaup, 13,6 km.
Á Plani var fólk fullt skynsemi, skilnings og náðar. Björn mætti í pott með bólginn fótinn og ætlar að reyna að hlaupa bólguna úr sér. Mikil umræða um kjötkaup Íslendinga, slæmt skynbragð þeirra á gæði kjöts og öll trikkin sem kaupmenn beita til þess að blekkja kaupendur. Affarasælast að halda sig við ónefnda kaupmenn í hverfisverzlun Vesturbæjarins - þá er tryggt að menn fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Vonumst til að geta birt fljótlega myndir á bloggi af athöfninni nú síðdegis.
Hvað um það, viðurkenningin var skilin eftir í afgreiðslu og vonandi fæst heimild til að hengja hana upp á góðum stað í Brottfararsal. En aðalerindið var að hlaupa og af þeirri ástæðu flykktust menn út á Plan og biðu þess spenntir að þjálfarar gæfu út leiðarlýsingu. Rúnar fór með tölu um mikilvægi þess að þurrka vel blauta skó að hlaupi loknu, taka innleggið úr og þurrka aðskilið, helzt undir ofni. Að öðrum kosti gæti komið upp mygla og það er ekki skemmtilegt. Að öðru leyti var hlaupaleið og -aðferð frjáls og virtust helztu hlauparar vera pollrólegir. Af þeirri ástæðu var ritari grunsamlega lengi í fremstu röð og bara brattur. Aðrir frískir voru Þorvaldur, Helmut, dr. Jóhanna og Bjarni. Bjössi og Biggi eru meiddir og hafa ekki sézt að hlaupum í nokkra daga.
Færð var sæmileg þrátt fyrir snjókomu og altént var ekki það hált að það var óhætt að spretta úr spori. Á Ægisíðu varð vart við kampavínslita koníaksstofu á hjólum er ók framhjá og flautaði, nánar tiltekið R-158. Að því kom að hefðbundnir hraðfarar sigu fram úr ritara og í Nauthólsvík var hann orðinn algjörlega einn og yfirgefinn. Þá var bara að fara Hlíðarfót. Aðrir fóru lengra, sumir jafnvel Þriggjabrúahlaup, 13,6 km.
Á Plani var fólk fullt skynsemi, skilnings og náðar. Björn mætti í pott með bólginn fótinn og ætlar að reyna að hlaupa bólguna úr sér. Mikil umræða um kjötkaup Íslendinga, slæmt skynbragð þeirra á gæði kjöts og öll trikkin sem kaupmenn beita til þess að blekkja kaupendur. Affarasælast að halda sig við ónefnda kaupmenn í hverfisverzlun Vesturbæjarins - þá er tryggt að menn fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Vonumst til að geta birt fljótlega myndir á bloggi af athöfninni nú síðdegis.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 21:04 | Facebook
Athugasemdir
myndir komnar til Ólafs.
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 28.1.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.