Hlaup halda áfram í Vesturbænum

Ekki svo að ritari hafi frá svo mörgu að segja per se: hann varð vitni að því í kvöld er hlauparar snöru tilbaka frá hefðbundnu hlaupi á miðvikudegi. Flestir höfðu farið 13,6 km og voru þessir til frásagnar um frækilega för: Flosi, Helmut, Björn, Einar blómasali og Hjálmar. Þeir mættu kátir til potts þar sem ritari sat beygður hafandi verið frá hlaupi dögum saman. Spurt var: hví var ekki farið lengra, svo sem t.d. 17,3 km, en um það var ritað á bækur vorar fyrr í dag. Voru við því ýmislegar skýringar sem ekki verða tilgreindar nánar hér.

Það sást til þeirra Eiríks og Benedikts og munu þeir hafa farið 17,3 km hið minnsta, enda menn metnaðarfullir. Ekki fengust frekari fregnir af fólki, nema hvað sást til Þorvaldar og Bjarna Benz og voru vígreifir.

Nú er frá því að segja sem máli skiptir að næsta föstudag er Fyrsti Föstudagur og er haldið upp á hann að heimili blómasalans við Reynimel. Blómasalinn vill að menn staðfesti þátttöku, enda verða dýrar veitingar í boði. Einkum skal þó vakin athygli á því að von er á óvæntum gesti. Ekki meira um það.

Látið vita! Í gvuðs friði. Ritari.

PS - minnt er á embætti vararitara - ef menn skyldu vilja koma á framfæri frásögum að hlaupum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband