21.1.2009 | 21:25
Ritari á Brennu
Þrátt fyrir að hlaupið hafi verið í kvöld var ritari ekki mættur til hlaupa. Til þess liggja margar skynsamlegar skýringar. M.a. sú að hann var ekki boðlegur til hlaupa sökum meiðsla, ennfremur vegna þess að hann var í alla undanliðna nótt að mótmæla á Austurvelli, berja löggur, kveikjandi í öllu tiltæku og syngjandi byltingarsöngva. Er nú frá því að segja að ritari gekk sinn vanabundna gang til ónefndrar hverfisverzlunar í Vesturbæ að kaupa fiskinn sinn, veit hann ekki fyrri til en upp á gangstétt rennir kapítalískur burgeis á blárri jeppabifreið trúðajeppa á dekkjkum í yfirstærð og þekur alla gangstéttina með nærveru sinni, sér þar framan í grínandi smettið á ónefndum blómasala sem með yfirgangi og frekju ætlar að loka farveginum að hverfisverzluninni. Ritari lætur sem hann sjái
ekki fyrirbærið, gengur til verzlunar og nær sínu fram með efitrgangsmunum. Áður en til þessa kemur hefur hann þó náð fundum með eftirtöldum:
´
Kára: sprækur, segir gött af dvöl sinni meður frönskum, lýsir vel matseðli, ekta skinku, frönsku brauði, rauðvíni etv. Áttum við gott og langt spjall sem m.a. náði til afreka á menntabrautinni og ýmissa sjúkdóma sem oss hrella þessi missirin,
Ben.: mættur sveittur, mæddur, þreyttur, eftir 6 km sprett og náði vart andanum sökum mæði. Beygður. Játaði að hann hefði átt hlut að máli þegar Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknar, fylgt honum á fundi og undirbúið framkomu. Væri þó enginn Framsóknarmaður. Hafði aldrei trúað því að afskipti sín gætu endað með þessum ósköpum. Sýnir þetta glöggt til hvílíkra örþrifaráða menn geta gripið í atvinnuleysi, og enda gildir enn hið gullna ákall: Öreigar allra landa, sameinist!
Nú er ritari á leiðinni á Austurvöll og vonar að hann eigi afturkvæmt!
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.