2.1.2009 | 22:38
Fyrsta hlaup á nýju ári
Hlaupasamtök Lýðveldisins óska hlaupurum nær og fjær gleðilegs nýs árs og velfarnaðar í hlaupum ársins. Fyrsta hlaup á nýju ári var þreytt frá Vesturbæjarlaug í dag, 2. janúar 2009 kl. 16:30. Mættur hreint ótrúlegur fjöldi hlaupara og verða einstakir hlauparar ekki nefndir nema eftir því sem þeir koma við sögu hlaupsins. Þó skal tekið fram að blómasalinn var mættur tímanlega, og svo Gunnlaugur Pétur Nielsen frá Boston. Mikil kurteisi í gangi, fólk óskaði hvað öðru gleðilegs nýs árs og skipst var á kossum. Birgir horfði á Bjössa og velti fyrir sér eitt sekúndubrot hvort hann ætti að..., nei, vond hugmynd.
Helmut og dr. Jóhanna komin frá Spaníá og vel haldin. Menn almennt sáttir við tíma sína í Gamlaárshlaupinu, nema hvað dr. Friðrik óskaði eftir að koma á framfæri leiðréttingu um að hann hefði farið ívið hægar en opinber tími gaf til kynna.
Mikill hugur í fólki og lagt upp í góðu veðri, stefnan sett á hefðbundið, eina spurningin: Fyrsti Föstudagur. Það var Ægisíðan og hlauparar voru greinilega þungir á sér. Fljótlega komu matseðlar jólanna og skýringarnar á því hvers vegna hlaup sóttist svo hægt. Fremstur í flokki upplýsenda um mataræðið var blómasalinn, en Birgir veitti honum harða samkeppni og snörist umræðan þá um súkkulaðihúðaðar rúsínur. Jafnframt um súkkulaðitertu frá Jóa Fel sem boðið var upp á í hádegismat hjá blómasalanum, ásamt með nokkrum kílóum af konfekti. Svo voru menn hissa á hversu hlaup sóttist seint í kvöld!
Ritari var þungur á sér og þreyttur eftir afrek síðustu daga. Sama mátti segja um fleiri hlaupara og fór hlaup hægt af stað. Utan úr myrkrinu birtist Benedikt stórhlaupari með óljóst erindi, en kvaðst hafa þegar farið 10 km. Hlaup erfitt og stefndi í að maður reyndi að þrauka í Hlíðarfót og stytta. En þegar kom í Nauthólsvík var ég á ferð með Helmut sem seiglaðist þetta áfram án þess að líta til hægri eða vinstri og því var haldið áfram. Fljótlega grúppuðu sig saman Magnús Júlíus, Helmut, Birgir, blómasalinn og ritari. Þessi hópur hélt áfram um Veðurstofuhálendi og þá hefðbundnu leið sem heyrir til föstudögum.
Tíðindin gerðust í Hlíðum. Þar hlupum við í myrkri og ritari rak tá í misfellu á gangstéttinni og tók flugið í ágústínskum anda, með þeirri breytingu þó að hann setti hendurnar fyrir sig, snöri líkamanum þannig að hann gæti betur tekið móti árekstrinum við gangstéttina, og allt fór þetta vel. Félagar mínir voru í sjokki, en ég spratt upp eins og fjöður og hélt áfram hlaupi, þeir hlóðu mig lofi og Birgir bað um endursýningu í slow motion, svo tígugleg hefði lendingin verið.
Eftir þetta var hlaup nánast hefðbundið, nema hvað menn voru óvenjuþungir á sér. Sæbrautin valin og við fórum þetta á hörkunni. Ritari stoltur af því að klára hlaup sem virtist ekki fýsilegt í upphafi.
Í potti var tekin ákvörðun um að halda Fyrsta Föstudag 9. jan. n.k. með hátíðlegri athöfn að heimilii verðskuldaðs hlaupara. Ingólfur Margeirsson var að Laugu, sérstakur heiðursmeðlimur Hlaupasamtakanna, forsprakki og forkólfur. Í gvuðs friði - ritari.
Helmut og dr. Jóhanna komin frá Spaníá og vel haldin. Menn almennt sáttir við tíma sína í Gamlaárshlaupinu, nema hvað dr. Friðrik óskaði eftir að koma á framfæri leiðréttingu um að hann hefði farið ívið hægar en opinber tími gaf til kynna.
Mikill hugur í fólki og lagt upp í góðu veðri, stefnan sett á hefðbundið, eina spurningin: Fyrsti Föstudagur. Það var Ægisíðan og hlauparar voru greinilega þungir á sér. Fljótlega komu matseðlar jólanna og skýringarnar á því hvers vegna hlaup sóttist svo hægt. Fremstur í flokki upplýsenda um mataræðið var blómasalinn, en Birgir veitti honum harða samkeppni og snörist umræðan þá um súkkulaðihúðaðar rúsínur. Jafnframt um súkkulaðitertu frá Jóa Fel sem boðið var upp á í hádegismat hjá blómasalanum, ásamt með nokkrum kílóum af konfekti. Svo voru menn hissa á hversu hlaup sóttist seint í kvöld!
Ritari var þungur á sér og þreyttur eftir afrek síðustu daga. Sama mátti segja um fleiri hlaupara og fór hlaup hægt af stað. Utan úr myrkrinu birtist Benedikt stórhlaupari með óljóst erindi, en kvaðst hafa þegar farið 10 km. Hlaup erfitt og stefndi í að maður reyndi að þrauka í Hlíðarfót og stytta. En þegar kom í Nauthólsvík var ég á ferð með Helmut sem seiglaðist þetta áfram án þess að líta til hægri eða vinstri og því var haldið áfram. Fljótlega grúppuðu sig saman Magnús Júlíus, Helmut, Birgir, blómasalinn og ritari. Þessi hópur hélt áfram um Veðurstofuhálendi og þá hefðbundnu leið sem heyrir til föstudögum.
Tíðindin gerðust í Hlíðum. Þar hlupum við í myrkri og ritari rak tá í misfellu á gangstéttinni og tók flugið í ágústínskum anda, með þeirri breytingu þó að hann setti hendurnar fyrir sig, snöri líkamanum þannig að hann gæti betur tekið móti árekstrinum við gangstéttina, og allt fór þetta vel. Félagar mínir voru í sjokki, en ég spratt upp eins og fjöður og hélt áfram hlaupi, þeir hlóðu mig lofi og Birgir bað um endursýningu í slow motion, svo tígugleg hefði lendingin verið.
Eftir þetta var hlaup nánast hefðbundið, nema hvað menn voru óvenjuþungir á sér. Sæbrautin valin og við fórum þetta á hörkunni. Ritari stoltur af því að klára hlaup sem virtist ekki fýsilegt í upphafi.
Í potti var tekin ákvörðun um að halda Fyrsta Föstudag 9. jan. n.k. með hátíðlegri athöfn að heimilii verðskuldaðs hlaupara. Ingólfur Margeirsson var að Laugu, sérstakur heiðursmeðlimur Hlaupasamtakanna, forsprakki og forkólfur. Í gvuðs friði - ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.