7.12.2008 | 14:11
Hlaupið á aðventunni
Það var hefðbundinn sunnudagsmorgunn á aðventunni og mættir til hlaups í Hlaupasamtökum Lýðveldisins voru Flosi, Jörundur, Þorvaldur, Einar blómasali, ritari, Ólafur þýzki, og svo maður úr Flóanum sem nýfluttur er í bæinn, Ingimundur að nafni. Menn stóðu fullklæddir og tilbúnir stundvíslega kl. 10:10 og ekki fleiri í augsýn. Ekki var eftir neinu að bíða með að leggja í hann. Snjóföl á jörðu, en ekki kalt. Ritari var þungur á sér og ekki hlaupalegur eftir langt úthald, og auk þess slæmur í baki. Ekki leit vel út með að hann færi langt. Við svona skilyrði er gott að hafa traustan hlaupara eins og Jörund með sér, hann fer hægt yfir framan af og hitar sig vel upp áður en hann fer að taka á því.
Mikið rætt um mynd sem birtist í Reykjavíkurbréfi Dödens avis í dag með texta undir þar sem rætt var um litla fjárfesta í hópi stóru strákanna. Við erum náttúrlega ánægð með okkar mann og þarf raunar ekki að hafa frekari orð umfram téða mynd til stuðnings þeirri skoðun ritara að þarna fari maður ársins 2008!
Þegar komið var fyrir flugvöll og hópurinn nálgaðist Nauthólsvík birtist á stígnum fyrir framan okkur kunnugleg vera með kunnuglegan göngustíl og rauðsvartröndótta línu niður undan jakkanum. Jú, mikið rétt! Þar fór Ó. Þorsteinsson, formaður til lífstíðar, og hafði farið á undan okkur út að hlaupa. Fagnaðarfundir urðu þarna á stígnum og fögnuðu allir formanni sínum. Þegar upphófst umræða um Reykjavíkurbréfið og þann lærdóm sem draga mætti af því. Ekki staldrað lengi við til söguflutnings en haldið áfram.
Á Veðurstofuhálendi voru Jörundur og Ó. Þorsteinsson farnir að ganga meira en góðu hófi gegndi að mati undirritaðs og því var ekkert annað að gera en að skilja þá eftir og halda áfram hlaupandi. Það var ekki mikill hraði á hópnum, en þó skárra en að ganga. Á Sæbraut er enn vatn að hafa sem svalar þyrstum hlaupurum. ritara tókst með herkjum að ljúka hlaupi þrátt fyrir dapurlegt ástand.
Það fór svo á endanum að þeir Jörundur og Ólafur skiluðu sér ekki í pott á tilsettum tíma og varð umræða því öll með frábrugðnum hætti. Það breyttist þó ekki að rætt var um mat og þau matarboð sem framundan eru, m.a. jólahlaðborð í Turninum n.k. laugardag. Dr. Baldur með áhyggjur af staðsetningunni, erfitt yrði að rata þangað og enn erfiðara að rata þaðan.
Mikið rætt um mynd sem birtist í Reykjavíkurbréfi Dödens avis í dag með texta undir þar sem rætt var um litla fjárfesta í hópi stóru strákanna. Við erum náttúrlega ánægð með okkar mann og þarf raunar ekki að hafa frekari orð umfram téða mynd til stuðnings þeirri skoðun ritara að þarna fari maður ársins 2008!
Þegar komið var fyrir flugvöll og hópurinn nálgaðist Nauthólsvík birtist á stígnum fyrir framan okkur kunnugleg vera með kunnuglegan göngustíl og rauðsvartröndótta línu niður undan jakkanum. Jú, mikið rétt! Þar fór Ó. Þorsteinsson, formaður til lífstíðar, og hafði farið á undan okkur út að hlaupa. Fagnaðarfundir urðu þarna á stígnum og fögnuðu allir formanni sínum. Þegar upphófst umræða um Reykjavíkurbréfið og þann lærdóm sem draga mætti af því. Ekki staldrað lengi við til söguflutnings en haldið áfram.
Á Veðurstofuhálendi voru Jörundur og Ó. Þorsteinsson farnir að ganga meira en góðu hófi gegndi að mati undirritaðs og því var ekkert annað að gera en að skilja þá eftir og halda áfram hlaupandi. Það var ekki mikill hraði á hópnum, en þó skárra en að ganga. Á Sæbraut er enn vatn að hafa sem svalar þyrstum hlaupurum. ritara tókst með herkjum að ljúka hlaupi þrátt fyrir dapurlegt ástand.
Það fór svo á endanum að þeir Jörundur og Ólafur skiluðu sér ekki í pott á tilsettum tíma og varð umræða því öll með frábrugðnum hætti. Það breyttist þó ekki að rætt var um mat og þau matarboð sem framundan eru, m.a. jólahlaðborð í Turninum n.k. laugardag. Dr. Baldur með áhyggjur af staðsetningunni, erfitt yrði að rata þangað og enn erfiðara að rata þaðan.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.