17.11.2008 | 21:28
Minningaleiftur úr mánudagshlaupi
Mæting góð. Pottþéttur hópur í útiklefa þótt kominn væri vetur. Þorvaldur enn með bundið um putta. Mættur dr. Friðrik og kvartaði yfir heilsuleysi sem líklega væri að kenna því að menn væru hættir að fara í sjóinn, líklega tvisvar á árinu. Er ekki orðið tímabært að fara að endurnýja gamla siði og hefja sjóböð til vegs og virðingar á ný, þegar kvenfólk af Alþingi er farið að fara í sjóinn og synda. Mæting almennt góð - hátt í tuttugu manns.
Þetta var dagurinn þegar Guðni Ágústsson sagði af sér formennsku í Framsóknarflokki og jafnframt þingmennsku. Farinn til útlanda og talar ekki við fjölmiðla. Ríkisstjórn kynnir samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en lýsir jafnframt yfir fullum stuðningi við ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis.
Það var hefðbundið út að Skítastöð þjálfari virtist í góðu skapi. Próf. Fróði með hausband sem hann virtist hafa stolið af leikskólabarni. Veður gott og kallaði ekki á sérstakan útbúnað. Það var Víðimelur og Suðurgata. Ritari þungur. Hádegisverður: tvær pylsur með öllu. Ekki góð undirstaða fyrir hlaup. Maður var bara skilinn eftir í myrkrinu. Hafði félagsskap af Magnúsi og saman fórum við aumingja. Aðrir skilst mér hafi farið út að Hagkaupum, en helztu hlaupanördar farið austurúr, Suðurhlíðar, eða jafnvel inn á Grensásveg og Stokk.
Samþykkt var í potti að halda árshátíð Hlaupasamtakanna snemma í janúar og stefna á Skólabæ. Dr. Jóhanna mun senda út póst og auglýsa eftir þátttöku. Dr. Baldur minntur á að fara að leggja í. Kostnaði haldið í lágmarki, hver leggur til einn rétt og drykki með, svo og skemmtiatriði.
Þetta var dagurinn þegar Guðni Ágústsson sagði af sér formennsku í Framsóknarflokki og jafnframt þingmennsku. Farinn til útlanda og talar ekki við fjölmiðla. Ríkisstjórn kynnir samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en lýsir jafnframt yfir fullum stuðningi við ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis.
Það var hefðbundið út að Skítastöð þjálfari virtist í góðu skapi. Próf. Fróði með hausband sem hann virtist hafa stolið af leikskólabarni. Veður gott og kallaði ekki á sérstakan útbúnað. Það var Víðimelur og Suðurgata. Ritari þungur. Hádegisverður: tvær pylsur með öllu. Ekki góð undirstaða fyrir hlaup. Maður var bara skilinn eftir í myrkrinu. Hafði félagsskap af Magnúsi og saman fórum við aumingja. Aðrir skilst mér hafi farið út að Hagkaupum, en helztu hlaupanördar farið austurúr, Suðurhlíðar, eða jafnvel inn á Grensásveg og Stokk.
Samþykkt var í potti að halda árshátíð Hlaupasamtakanna snemma í janúar og stefna á Skólabæ. Dr. Jóhanna mun senda út póst og auglýsa eftir þátttöku. Dr. Baldur minntur á að fara að leggja í. Kostnaði haldið í lágmarki, hver leggur til einn rétt og drykki með, svo og skemmtiatriði.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Við komum heim 3.jan svo vonandi náum við árshátíð.
Kári Harðarson, 20.11.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.