22.10.2008 | 22:01
Orða er vant til að lýsa hlaupi
Ef kjötið sem ég notaði í spaghettísósuna mína í kvöld var af nauti þá skal ég hundur heita. Pakkningin var merkt "ungnautahakk" - en ég þekki ungnautahakk og þetta var ekki ungnautahakk. Pakki keyptur í Bónus og þar á bæ kunna menn að bjarga sér. EF þetta var hestur þá er ég ánægður - en get ég verið viss? Minnir mig á það þegar frænka mín, sveitakonan á Syðra-Velli, eiginkona Þorsteins, bróður Guðna frá Brúnastöðum, fór í bæinn í heimsókn, kom við í Bónus að kaupa sér góða nautasteik. Þegar hún steikti kjötið fann hún gamalkunnugan ilminn af hesti, þarfasta þjóninum, og hún ætti að vita ef einhver. En eins og ég segi, þessi missirin reyna menn að bjarga sér eins og þeir bezt geta. Öruggast er að halda sig bara við Melabúðina og treysta því að Frikki plati okkur ekki.
Ekki mjög margir mættir í hlaup dagsins. Það bar helzt til tíðinda í útiklefa að Björn uppgötvaði að hann var buxnalaus. Fór í stuttbuxur í þeirri von að einhver góð sál (t.d. Þorvaldur) myndi lána sér síðbuxur. En Þorvaldur mætti ekki. Pétur ekki á staðnum til þess að redda málum. Björn eins og grár köttur út um allt að reyna að bjarga þessu. En komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði að hlaupa í stuttbuxum, eða réttara sagt, í sundskýlu, ef maður á að vera nákvæmur. Annað eins hefur nú gerst: Bjarni hljóp ber að ofan í sumar. Það var ekki fögur sjón. En það var í sumar. Nú er kominn nístingskaldur vetur. Og þar munar. Félagar Björns hlógu innilega að ástandinu og höfðu greinilega mikla ánægju af þessum vanda hans. Á endanum lét þó Birgir tilleiðast og léði Birni stuttbuxur, sem björguðu því sem bjargað varð.
Mættir: Flosi, Björn, Bjarni, Ágúst, Ólafur ritari, Benedikt, Rúnar, Birgir, Margrét, Una, Ósk, Hjálmar og ein stúlka í viðbót sem mig vantar nafnið á. Þokkaleg mæting, en þó minni en marga óveðursdaga. Það er eins og það sé vinsælla að hlaupa þegar veður eru válynd. Snjór á jörðu eins og menn vita, kalt en ekki mikill vindur. Enn er bjart þegar við leggjum í hann, en orðið dimmt þegar komið er tilbaka og því eru sumir hlauparar í endurskinsfatnaði. Það mátti hlaupa varlega því víða var hált og það tefur alltaf för að þurfa að huga að undirlagi. Úti á stétt var þjálfari í einhvers konar afneitun eða mórölskum vanda - hann var beðinn um leiðbeiningar, en sagði bara: til hvers, þið farið ekkert eftir þessu! Hvaða vitleysa, sögðu menn, og heimtuðu leiðbeiningar. Féllst þá þjálfari á að gera tillögu um hlaupaleið. Þriggja brúa hlaup varð niðurstaðan, sláandi líkindi með Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Svona á sinn hátt.
Það er jafnan lagt í hann á rólegu nótunum. Samt var einhver æðibunugangur í Reyni og Benedikt, og Flosa, þeir voru langt á undan öðrum þegar á Ægisíðu. Sjálfur var ég ekki vel upplagður fyrir hlaup, fann fyrir einhverju í kálfa og saknaði þess andlega styrks sem maður bjó að í aðdraganda maraþonhlaups. Nú eru hlaupin bara raun, og maður vill helst sleppa þeim. En það má ekki bugast, það verður að halda úti starfsemi Hlaupasamtakanna. Líklega þarf að fara að blása til félagslegrar samkomu og þétta raðirnar.
Leiðir skildi við Kringlumýrarbraut, við vorum sjö sem héldum áfram og stefndum á Brýrnar þrjár, aðrir fóru Suðurhlíðar. Við sem héldum áfram fórum upp hjá Borgarspítala, yfir Bústaðaveg og inn í Háaleitishverfi, þaðan hjá Kringlu, yfir Miklubraut, hjá Fram-heimili (hélt niðri í mér andanum), út að Kringlumýrarbraut og þá leið niður á Sæbraut. Hér var mér farið að líða bærilega og hélt í við hitt liðið án þess að hafa mikið fyrir því. Sæbrautin var breið og greið, en dimm, og fólk á ferli. Hér var heldur bætt í og farið á góðu tempói.
Það var tekið á því í þessu hlaupi og menn vel heitir er komið var til Laugar. Þá voru Suðurhlíðingar að hypja sig heim og vildu ekki deila með okkur menningarstund í potti. Svo að það voru aðeins Benedikt, Flosi, Ágúst og ritari sem áttu gæðastund í barnapottinum. Þar kom góð saga. Hún er svona: Kona nokkur var slæm í mjöðmum og átti erfitt um svefn. Hún gat hvorki sofið á hægri né vinstri hlið. Ráðagóður vinur spurðu hví hún svæfi þá ekki á bakinu: Ja, þá er hann (við skulum segja maður hennar heiti Guðjón) Guðjón minn kominn um leið. En, geturðu þá ekki bara sofið á maganum. Þá brosti konan góðlátlega og sagði: Þú þekkir greinilega ekki hann Guðjón minn. Þessa sögu sagði okkur prófessor Fróði. Og í beinu framhaldi voru rifjaðar upp sögur sem voru sagðar hér á hlaupum á árum áður og voru svo grófar að forhertir karlmenn bliknuðu eins og fermingardrengir. Hér varð nostalgíu vart. Einnig var rætt af upplýsingu um einelti. Þar erum við félagar í Hlaupasamtökum Lýðveldisins sérfræðingar.
Ágúst stefnir á maraþon á laugardag. Maraþon er ræst við Elliðaár um kl. 9. Hlaupaleiðin er með endemum óintressant: fram og aftur blindgötuna. Frá Elliðaám að Hofsvallagötu, sömu leið tilbaka, og svo aftur sama rútt. Þannig geta menn reiknað út hvenær þeir vilja vera staddir við Hofsvallagötuhorn til þess að hvetja Ágúst áfram. Fyrst rétt fyrir 10, svo aftur kl. 12. Ef menn nenna að bíða. Sem við hljótum að vera reiðubúnir að gera fyrir félaga okkar. Tala ekki um ef svo skyldi fara að Birgir okkar tekst á við þetta verkefni líka.
En venjulegir hlauparar hlaupa næst á föstudag kl. 16:30. Vel mætt.
Ekki mjög margir mættir í hlaup dagsins. Það bar helzt til tíðinda í útiklefa að Björn uppgötvaði að hann var buxnalaus. Fór í stuttbuxur í þeirri von að einhver góð sál (t.d. Þorvaldur) myndi lána sér síðbuxur. En Þorvaldur mætti ekki. Pétur ekki á staðnum til þess að redda málum. Björn eins og grár köttur út um allt að reyna að bjarga þessu. En komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði að hlaupa í stuttbuxum, eða réttara sagt, í sundskýlu, ef maður á að vera nákvæmur. Annað eins hefur nú gerst: Bjarni hljóp ber að ofan í sumar. Það var ekki fögur sjón. En það var í sumar. Nú er kominn nístingskaldur vetur. Og þar munar. Félagar Björns hlógu innilega að ástandinu og höfðu greinilega mikla ánægju af þessum vanda hans. Á endanum lét þó Birgir tilleiðast og léði Birni stuttbuxur, sem björguðu því sem bjargað varð.
Mættir: Flosi, Björn, Bjarni, Ágúst, Ólafur ritari, Benedikt, Rúnar, Birgir, Margrét, Una, Ósk, Hjálmar og ein stúlka í viðbót sem mig vantar nafnið á. Þokkaleg mæting, en þó minni en marga óveðursdaga. Það er eins og það sé vinsælla að hlaupa þegar veður eru válynd. Snjór á jörðu eins og menn vita, kalt en ekki mikill vindur. Enn er bjart þegar við leggjum í hann, en orðið dimmt þegar komið er tilbaka og því eru sumir hlauparar í endurskinsfatnaði. Það mátti hlaupa varlega því víða var hált og það tefur alltaf för að þurfa að huga að undirlagi. Úti á stétt var þjálfari í einhvers konar afneitun eða mórölskum vanda - hann var beðinn um leiðbeiningar, en sagði bara: til hvers, þið farið ekkert eftir þessu! Hvaða vitleysa, sögðu menn, og heimtuðu leiðbeiningar. Féllst þá þjálfari á að gera tillögu um hlaupaleið. Þriggja brúa hlaup varð niðurstaðan, sláandi líkindi með Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Svona á sinn hátt.
Það er jafnan lagt í hann á rólegu nótunum. Samt var einhver æðibunugangur í Reyni og Benedikt, og Flosa, þeir voru langt á undan öðrum þegar á Ægisíðu. Sjálfur var ég ekki vel upplagður fyrir hlaup, fann fyrir einhverju í kálfa og saknaði þess andlega styrks sem maður bjó að í aðdraganda maraþonhlaups. Nú eru hlaupin bara raun, og maður vill helst sleppa þeim. En það má ekki bugast, það verður að halda úti starfsemi Hlaupasamtakanna. Líklega þarf að fara að blása til félagslegrar samkomu og þétta raðirnar.
Leiðir skildi við Kringlumýrarbraut, við vorum sjö sem héldum áfram og stefndum á Brýrnar þrjár, aðrir fóru Suðurhlíðar. Við sem héldum áfram fórum upp hjá Borgarspítala, yfir Bústaðaveg og inn í Háaleitishverfi, þaðan hjá Kringlu, yfir Miklubraut, hjá Fram-heimili (hélt niðri í mér andanum), út að Kringlumýrarbraut og þá leið niður á Sæbraut. Hér var mér farið að líða bærilega og hélt í við hitt liðið án þess að hafa mikið fyrir því. Sæbrautin var breið og greið, en dimm, og fólk á ferli. Hér var heldur bætt í og farið á góðu tempói.
Það var tekið á því í þessu hlaupi og menn vel heitir er komið var til Laugar. Þá voru Suðurhlíðingar að hypja sig heim og vildu ekki deila með okkur menningarstund í potti. Svo að það voru aðeins Benedikt, Flosi, Ágúst og ritari sem áttu gæðastund í barnapottinum. Þar kom góð saga. Hún er svona: Kona nokkur var slæm í mjöðmum og átti erfitt um svefn. Hún gat hvorki sofið á hægri né vinstri hlið. Ráðagóður vinur spurðu hví hún svæfi þá ekki á bakinu: Ja, þá er hann (við skulum segja maður hennar heiti Guðjón) Guðjón minn kominn um leið. En, geturðu þá ekki bara sofið á maganum. Þá brosti konan góðlátlega og sagði: Þú þekkir greinilega ekki hann Guðjón minn. Þessa sögu sagði okkur prófessor Fróði. Og í beinu framhaldi voru rifjaðar upp sögur sem voru sagðar hér á hlaupum á árum áður og voru svo grófar að forhertir karlmenn bliknuðu eins og fermingardrengir. Hér varð nostalgíu vart. Einnig var rætt af upplýsingu um einelti. Þar erum við félagar í Hlaupasamtökum Lýðveldisins sérfræðingar.
Ágúst stefnir á maraþon á laugardag. Maraþon er ræst við Elliðaár um kl. 9. Hlaupaleiðin er með endemum óintressant: fram og aftur blindgötuna. Frá Elliðaám að Hofsvallagötu, sömu leið tilbaka, og svo aftur sama rútt. Þannig geta menn reiknað út hvenær þeir vilja vera staddir við Hofsvallagötuhorn til þess að hvetja Ágúst áfram. Fyrst rétt fyrir 10, svo aftur kl. 12. Ef menn nenna að bíða. Sem við hljótum að vera reiðubúnir að gera fyrir félaga okkar. Tala ekki um ef svo skyldi fara að Birgir okkar tekst á við þetta verkefni líka.
En venjulegir hlauparar hlaupa næst á föstudag kl. 16:30. Vel mætt.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Í hlaupi dagsins heyrðist millum samanbitinna tanna, þegar vandamál heimsins bar á góma: "Ef ég er á hlaupum, skortir mig ekkert."
Benedikt (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.