26.9.2008 | 10:35
Á leið til Berlínar
Nú eru 16 félagar í Hlaupasamtökum Lýðveldisins sem óðast að ferðbúast og munu fljúga, eða eru flognir, til Berlínar, þar sem maraþon verður þreytt n.k. sunnudag kl. 9:00. Eðlilega eru menn spenntir og hlakka til viðburðarins. Við verðum þar í hópi 70 annarra Íslendinga, og 40.000 hlaupara annars staðar af jarðarkringlunni. Áætlað er að um ein milljón Berlínarbúa muni raða sér upp meðfram hlaupaleiðinni og hvetja hlaupara áfram. Þetta hlaup er víst engu líkt og verður sagt frá því í smáatriðum hér á bloggsíðu Hlaupasamtakanna þegar svo ber undir og við hæfi er.
En hlaup falla ekki niður. Í svo fjölmennum hópi sem vorum eru enn hlauparar sem vilja spretta úr spori og þeir hittast við VBL í dag stundvíslega kl. 16:30 og af nýju á sunnudagsmorgun kl. 10:10 - en á þeirri stundu verðum við á lokasprettinum í Berlín. Ekki væri verra þá að finna fyrir góðum hug og hlýjum bænum úr Norðrinu. Í gvuðs friði. Ritari.
En hlaup falla ekki niður. Í svo fjölmennum hópi sem vorum eru enn hlauparar sem vilja spretta úr spori og þeir hittast við VBL í dag stundvíslega kl. 16:30 og af nýju á sunnudagsmorgun kl. 10:10 - en á þeirri stundu verðum við á lokasprettinum í Berlín. Ekki væri verra þá að finna fyrir góðum hug og hlýjum bænum úr Norðrinu. Í gvuðs friði. Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.