Ekki frá mörgu að segja

Nei, þetta er orðið heldur magurt. Fólk hugsar bara um hlaup og undirbúning fyrir hlaup. Allnokkur hópur einstaklinga mættur - þjálfari Reynisson í borgaralegum klæðum. Aðrir góðborgarar mættir: dr. Friðrik, Þorvaldur, Flosi, Magnús, Benedikt, Birgir, Einar blómasali, Una, Rúna, Hjálmar, Ósk, Helmut, ritari, Margrét þjálfari - og svo tveir nýir hlauparar, annar þýzkur, hinn íslenzkur, og svo próf. dr. Fróði og ætlaði langt.

Boð gekk út um að hlaupa út að "dælu" - menn hváðu. Jæja, þá, Skítastöð, sagði þjálfari. Fara rólega, en taka svo 3-8 spretti 300 m langa. Í þetta skiptið voru allir rólegir nema Flosi, sem fór í fylkingarbrjósti og vaknaði grunur um að hann ætlaði að teygja Benedikt á hratt skeið. Það gekk ekki eftir, því að Kaupþingskappinn var bara stilltur.

Ákveðið að fara Hlíðarfót og taka sprettina frá Skítastöð. Menn tóku sæmilega á því og náðum við átta góðum þéttingum. Rætt um að fasta um kvöldið v. snemms hlaups næsta morgun. "Já, ég ætla líka að fá mér pasta í kvöld" sagði blómasalinn. Þegar menn gerðu honum ljóst að dagsskipunin væri fasta og ekki pasta, þyrmdi yfir hann og hann lagðist í þunglyndi. Hálfur tómatur með hálffylltu vatnsglasi. Vigtun í fyrramálið. Eftir hlaup sem hefst kl. 6:25. Í gvuðs friði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband