18.9.2008 | 19:59
I am not feeling too well myself...
Nei, þetta var sagt í mesta þunglyndi, God is dead, Nietzsche is dead and... Nema hvað, þar sem ritari ekur heim tröðina að Vesturbæjarlaug til fundar við vin sinn, Helmut, til skrafs og ráðagjörða fyrir Berlín, mætir honum óvænt sjón: hópur glæsilegra og vaskra hlaupara leggur upp frá Lauginni, hvar kennzl mátti bera á eftirtalda: Flosa, Margréti, Benna, Eirík Ö. Dressmann, Bigga, Unu - en þó ekki Einar blómasala, sem betur fer. Og einhverja fleiri sem ég man ekki í svipinn. Ég skrúfaði niður rúðuna á farkosti mínum og hrópaði ókvæðisorðum að þeim, ók síðan sem leið lá í stæði.
Ég lá í potti í klukkutíma og beið þess að Helmut kæmi til skrafs og ráðagjörða - en hann kom ekki. Mér leið eins og strákunum sem voru að bíða eftir Godot, bara fáránlegar. Sem betur fer lá ég í heitu vatni. Við brottför sá ég Flosa koma tilbaka, og aðeins fjær, á Hringbraut sá ég Benna, Eirík og Margréti hlaupa líkt og þau hefðu ekki farið neitt mjög langt á klukkutíma. Hvað er að fólki? Er von maður spyrji? Hefðbundið á morgun. Í gvuðsfriði, ritari.
Ég lá í potti í klukkutíma og beið þess að Helmut kæmi til skrafs og ráðagjörða - en hann kom ekki. Mér leið eins og strákunum sem voru að bíða eftir Godot, bara fáránlegar. Sem betur fer lá ég í heitu vatni. Við brottför sá ég Flosa koma tilbaka, og aðeins fjær, á Hringbraut sá ég Benna, Eirík og Margréti hlaupa líkt og þau hefðu ekki farið neitt mjög langt á klukkutíma. Hvað er að fólki? Er von maður spyrji? Hefðbundið á morgun. Í gvuðsfriði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.