14.9.2008 | 13:34
Gjallarhornssýkin grefur um sig
Brunahringing kl. 9:03. Er ekki verið að hlusta? Samvizka þjóðarinnar og álitsgjafi á eternum. "Já, Vilhjálmur minn, það má ekki skrúfa frá útvarpsviðtæki hvort heldur er morgun, kvöld eða um miðjan dag - alltaf skal maður heyra í rödd þinni. Og þarna um daginn komstu allt í einu inn í Síðasta lag fyrir fréttir - með rangt svar!" Skellt á. Uppi eru áhyggjur af gjallarhornssýki sem bara ágerist.
Fáeinir góðir menn mættir til hlaups á sunnudagsmorgni: Ólafur Þorsteinsson, Þorvaldur, Magnús Júlíus og Ólafur ritari. Sagt frá viðburðum umliðinna daga, ráðstefnum á Nordica og í Háskólabíói, veizlur í framhaldinu, kappleikur hjá Knattspyrnuliði Vesturbæjarins í ausandi regni. Menn voru bara rólegir í Brottfararsal og ekki lagt í hann fyrr en 10:15. Jafnskjótt og komið var á Ægisíðu brast á með slíku óveðri að jafnast á við það versta sem við þekkjum, með roki í fangið og rigningu.
Svo illa lagðist þetta veður í hlaupara að við lá uppgjöf - en öngu að síður var haldið áfram. Hins vegar var ritari eitthvað þungur og stirður á sér eftir 25 km hlaup gærdagsins svo að hann ákvað að hafa þetta bara stutt í dag, líta á þetta sem létta upphitun. Þessi tillaga hlaup hljómgrunn hjá öðrum og var farinn Hlíðarfótur og um leið var komin slík blíða, sólskin og logn. Við liðum um nýja háskólahverfið sem sprettur upp við Öskjuhlíðina og fórum hjá Gvuðsmönnum. Þannig vestur úr.
Við tók löng seta í potti með miklu mannvali, allt frá Óla Björgvins til Einars blómasala - og allt þar á milli. Langt er síðan þeir hafa sézt, próf. dr. Einar Gunnar og dr. Baldur Símonarson. Vegna þess hversu ört skipti um fólk í potti þurfti Ó. Þorsteinsson að segja helztu sögur nokkrum sinnum, og taldii ég mig heyra eina söguna í fimmta sinn áður en lauk. Menn setji daginn 15. desember á sig og búi sig undir heimboð. Meira um það seinna.
Hefðbundið hlaup á morgun kl. 17:30 stundvíslega.
Fáeinir góðir menn mættir til hlaups á sunnudagsmorgni: Ólafur Þorsteinsson, Þorvaldur, Magnús Júlíus og Ólafur ritari. Sagt frá viðburðum umliðinna daga, ráðstefnum á Nordica og í Háskólabíói, veizlur í framhaldinu, kappleikur hjá Knattspyrnuliði Vesturbæjarins í ausandi regni. Menn voru bara rólegir í Brottfararsal og ekki lagt í hann fyrr en 10:15. Jafnskjótt og komið var á Ægisíðu brast á með slíku óveðri að jafnast á við það versta sem við þekkjum, með roki í fangið og rigningu.
Svo illa lagðist þetta veður í hlaupara að við lá uppgjöf - en öngu að síður var haldið áfram. Hins vegar var ritari eitthvað þungur og stirður á sér eftir 25 km hlaup gærdagsins svo að hann ákvað að hafa þetta bara stutt í dag, líta á þetta sem létta upphitun. Þessi tillaga hlaup hljómgrunn hjá öðrum og var farinn Hlíðarfótur og um leið var komin slík blíða, sólskin og logn. Við liðum um nýja háskólahverfið sem sprettur upp við Öskjuhlíðina og fórum hjá Gvuðsmönnum. Þannig vestur úr.
Við tók löng seta í potti með miklu mannvali, allt frá Óla Björgvins til Einars blómasala - og allt þar á milli. Langt er síðan þeir hafa sézt, próf. dr. Einar Gunnar og dr. Baldur Símonarson. Vegna þess hversu ört skipti um fólk í potti þurfti Ó. Þorsteinsson að segja helztu sögur nokkrum sinnum, og taldii ég mig heyra eina söguna í fimmta sinn áður en lauk. Menn setji daginn 15. desember á sig og búi sig undir heimboð. Meira um það seinna.
Hefðbundið hlaup á morgun kl. 17:30 stundvíslega.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.