Gjallarhornssýkin grefur um sig

Brunahringing kl. 9:03. Er ekki veriđ ađ hlusta? Samvizka ţjóđarinnar og álitsgjafi á eternum. "Já, Vilhjálmur minn, ţađ má ekki skrúfa frá útvarpsviđtćki hvort heldur er morgun, kvöld eđa um miđjan dag - alltaf skal mađur heyra í rödd ţinni. Og ţarna um daginn komstu allt í einu inn í Síđasta lag fyrir fréttir - međ rangt svar!" Skellt á. Uppi eru áhyggjur af gjallarhornssýki sem bara ágerist.

Fáeinir góđir menn mćttir til hlaups á sunnudagsmorgni: Ólafur Ţorsteinsson, Ţorvaldur, Magnús Júlíus og Ólafur ritari. Sagt frá viđburđum umliđinna daga, ráđstefnum á Nordica og í Háskólabíói, veizlur í framhaldinu, kappleikur hjá Knattspyrnuliđi Vesturbćjarins í ausandi regni. Menn voru bara rólegir í Brottfararsal og ekki lagt í hann fyrr en 10:15. Jafnskjótt og komiđ var á Ćgisíđu brast á međ slíku óveđri ađ jafnast á viđ ţađ versta sem viđ ţekkjum, međ roki í fangiđ og rigningu.

Svo illa lagđist ţetta veđur í hlaupara ađ viđ lá uppgjöf - en öngu ađ síđur var haldiđ áfram. Hins vegar var ritari eitthvađ ţungur og stirđur á sér eftir 25 km hlaup gćrdagsins svo ađ hann ákvađ ađ hafa ţetta bara stutt í dag, líta á ţetta sem létta upphitun. Ţessi tillaga hlaup hljómgrunn hjá öđrum og var farinn Hlíđarfótur og um leiđ var komin slík blíđa, sólskin og logn. Viđ liđum um nýja háskólahverfiđ sem sprettur upp viđ Öskjuhlíđina og fórum hjá Gvuđsmönnum. Ţannig vestur úr.

Viđ tók löng seta í potti međ miklu mannvali, allt frá Óla Björgvins til Einars blómasala - og allt ţar á milli. Langt er síđan ţeir hafa sézt, próf. dr. Einar Gunnar og dr. Baldur Símonarson. Vegna ţess hversu ört skipti um fólk í potti ţurfti Ó. Ţorsteinsson ađ segja helztu sögur nokkrum sinnum, og taldii ég mig heyra eina söguna í fimmta sinn áđur en lauk. Menn setji daginn 15. desember á sig og búi sig undir heimbođ. Meira um ţađ seinna.

Hefđbundiđ hlaup á morgun kl. 17:30 stundvíslega.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband