13.9.2008 | 17:04
Mætt í seinna lagi
Auglýst var hlaup í Hlaupasamtökunum á þessum degi, en ritari hefur verið fjarverandi í síðustu hlaupum vegna aðkallandi embættisanna á erlendri grund. Einnig stóð yfir Menntaþing í gær, föstudag, sem krafðist krafta þessa samvizkusama ríkisstarfsmanns, og átti hann þess ekki kost að hlaupa á degi sem lýst hafði verið yfir að væri Fyrsti Föstudagur í september. Frétzt hefur að Flosi hafi móttekið ágústlöberinn við það tækifæri, en að öðru leyti var athöfnin kyrrlát, friðsæl og hátíðleg.
Ritari undi sæll við sitt í morgun þegar Brunahringing glumdi við - á hinum endanum var Der Blumenverkaufer og var eins og himinn og jörðu væru að farast. "Hvar ertu? Ertu ekki að koma í hlaup?" Ég spurði á móti hverjir væru mættir - "allir". Allir er temmilega óljóst svar. Því grunaði mig strax að það væru ekki mjög margir mættir. Kvaðst mundu mæta seinna. Mér er tjáð að það hafi verið slúðrað nokkuð um ástæður fjarveru minnar og allt lagt út á versta veg.
Ég mætti um hálftíu og sá aðeins reyfið af Blómasalanum og Stráknum á Hjólinu í útiklefa og staðfestist þar með vissa mín um fámenni að hlaupum. Ég hafði myndina af Árbæjarlaug í kollinum og þangað skyldi stefnt um Fossvog og Goldfinger. Það er einmanaleg iðja að hlaupa einn. En það þýðir að maður er ekki truflaður af orðagjálfri og hávaðasömum hlaupurum, er út af fyrir sig með hugsanir sínar.
Við Stíbblu mætti ég Flosa, Unu, Hjálmari og Ósk - þó voru á leið tilbaka, fóru eitthvað um 27 km eftir því sem mér skilst. Ég hélt áfram upp úr og gerði stanz við Árbæjarlaug. Svo var þetta bara eftir bókinni niður Elliðaárdalinn, undir Breiðholtsbraut, um Laugardal og Sæbraut tilbaka til Laugar. Þar hitti ég fyrir Blómasalann og þau hin í potti, Benedikt, Hjálmar, Ósk, Flosa og Eirík. Tvær vikur í Berlín, spennan vex, menn spá í tíma. Hvernig verður þetta?
Ritari undi sæll við sitt í morgun þegar Brunahringing glumdi við - á hinum endanum var Der Blumenverkaufer og var eins og himinn og jörðu væru að farast. "Hvar ertu? Ertu ekki að koma í hlaup?" Ég spurði á móti hverjir væru mættir - "allir". Allir er temmilega óljóst svar. Því grunaði mig strax að það væru ekki mjög margir mættir. Kvaðst mundu mæta seinna. Mér er tjáð að það hafi verið slúðrað nokkuð um ástæður fjarveru minnar og allt lagt út á versta veg.
Ég mætti um hálftíu og sá aðeins reyfið af Blómasalanum og Stráknum á Hjólinu í útiklefa og staðfestist þar með vissa mín um fámenni að hlaupum. Ég hafði myndina af Árbæjarlaug í kollinum og þangað skyldi stefnt um Fossvog og Goldfinger. Það er einmanaleg iðja að hlaupa einn. En það þýðir að maður er ekki truflaður af orðagjálfri og hávaðasömum hlaupurum, er út af fyrir sig með hugsanir sínar.
Við Stíbblu mætti ég Flosa, Unu, Hjálmari og Ósk - þó voru á leið tilbaka, fóru eitthvað um 27 km eftir því sem mér skilst. Ég hélt áfram upp úr og gerði stanz við Árbæjarlaug. Svo var þetta bara eftir bókinni niður Elliðaárdalinn, undir Breiðholtsbraut, um Laugardal og Sæbraut tilbaka til Laugar. Þar hitti ég fyrir Blómasalann og þau hin í potti, Benedikt, Hjálmar, Ósk, Flosa og Eirík. Tvær vikur í Berlín, spennan vex, menn spá í tíma. Hvernig verður þetta?
Flokkur: Almennt skraf | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.