6.9.2008 | 16:08
Toppað fyrir Berlín - hlaupið kringum Elliðavatn
Það var komið að hefðbundnu Elliðavatnshlaupi Hlaupasamtakanna, en það er jafnan þreytt síðsumars í aðdraganda maraþonhlaups. Í þetta skiptið var það ekki RM heldur Berlín og af þeirri ástæðu var það heldur seinna en alla jafna. Mæting var við Vesturbæjarlaug kl. 9 í morgun og voru þessir mættir: Rúnar, Margrét, Birgir, Bjössi, blómasalinn, Flosi á hjóli með drykki, vaselín, plástur og ferðaklósett á bögglaberanum, Benedikt, Rúna, Friðrik, Hjálmar, Ósk, ritari - og einn aukahlaupari sem mig vantar nafnið á. Tólf hlauparar og einn á hjóli. Vitað var að Helmut og dr. Jóhanna hlupu í gærmorgun til þess að geta verið í sumarbústað um helgina. Hér reyndi á hvort menn hefðu æft nægilega vel til þess að geta lokið 35 km hlaupi eða svo - sem jafnframt er prófsteinn á undirbúning fyrir maraþon. Ritari er þeirrar skoðunar að menn verði að komast skammlaust í gegnum 35 km ef þeir ætla að ljúka maraþoni blygðunarlaust.
Mikill hugur í fólki - lögð áhersla á að menn mynduðu hópa og héldu sig í þeim, enda vitað fyrirfram að sumir færu hraðar en aðrir. Það er þægilegra að verða samferða öðrum upp á það að halda uppi tempói og rata rétta leið. Lagt í hann á hægum hraða. Veður var hreint með eindæmum, logn, hiti 10 stig, bjart - en regn hékk í loftinu. Gerist ekki betra. Við héldum hópinn framan af, en svo var fólk orðið óþolinmótt og það slitnaði á milli. Fremst fóru Rúnar, Margrét, Benedikt, Bjössi, Biggi og hinn nýi hlaupari. Þar á eftir vorum við Friðrik á góðu róli. Á eftir okkur komu svo blómasalinn, Rúna, Ósk og Hjálmar. Flosi hjólaði svo milli hópa og bar drykki í menn.
Þetta urðu nokkurn veginn hóparnir sem mynduðust og héldust, með smávægilegum tilfærzlum þó. Friðrik er sprettharður hlaupari og það var erfitt að halda í við hann, þó gerði ég það inn Fossvog, inn í Elliðaárdal og upp úr dalnum, í Víðidalinn. Er við komum að Breiðholtsbraut mættum við Bigga. Bjössi hafði skilið hann eftir með þeim orðum að hann ætlaði hægt, "þú nærð mér". Biggi var vatnslaus og orðinn þyrstur, hafði treyst á að aðrir björguðu sér með vatn, annað hvort Flosi eða Bjössi. En það er erfitt að treysta á aðra en sjálfa sig í hlaupi, það getur verið góður spotti í vatn þegar maður er orðinn þyrstur.
Við Birgir vorum með gel og punduðum á okkur, ég var búinn með tvo pakka um mitt hlaup. Um það leyti sáum við einkennilega sjón: Bjössi stóð kyrr á vegi og talaði í telefón sem Flosi hafði léð honum. Okkur heyrðist hann vera að panta akstur. Í ljós kom að hann hafði að eigin mati tognað og var ófær um að halda áfram. Hér voru meiðsli á ferð sem settu þátttöku í Berlín í fullkomna óvissu. Vonandi nær Björn að fá úrlausn sinna mála og kemst á rétt ról aftur með aðstoð góðs sjúkraþjálfara. Við skildum við hann og héldum áfram ferð okkar með vatninu.
Byggð er orðin mikil við austanvert vatnið, þar verður villugjarnt af þeim sökum, því umhverfið er breytt frá því við vorum þar síðast. Því tók við þvælingur þegar við ætluðum að skella okkur aftur niður í Víðidalinn, en það hafðist á endanum, og við settum á fullt stím niður í Elliðaárdal, farið allhratt, þeir Friðrik og Birgir á undan mér. Við hittumst svo aftur við Árbæjarlaug þar sem við stoppuðum fyrir teygjur, vatn og gel. Aftur haldið áfram og farið á tempóinu 5:13 niður Elliðaárdal - við vorum knúnir áfram af tilhugsuninni um sjóbað sem ákvörðun var tekin um að bjóða upp á við komu í Nauthólsvík. Sem fyrr var ég skrefinu á eftir þeim kumpánum - en Friðrik viðurkenndi eftir á að tempóið hefði verið fullhratt.
Ritari viðurkennir að hann er í mun betra formi nú en fyrir maraþonið í fyrra - fór alla leið án þess að finna til þreytu eða orkuleysis. Áður þurfti hann iðulega að stoppa og ganga langa speli sökum þreytu eða vegna þess að hann hafði ekki þrek til að halda áfram. Nú er allt annað upp á teningnum. Ekki leikur vafi á því að þetta er vegna þess að hann hefur getað æft án truflunar í allt sumar og að hann hefur við æfingar að einhverju marki haft hliðsjón af leiðbeiningum þjálfara og ekki að öllu leyti verið með mótþróa eða andóf þegar settar hafa verið hugmyndir um æfingar.
Það var sama stímið inn Fossvoginn og verulega ljúft að finna að maður átti enn heilmikið eftir á batteríunum. Stoppað í Nauthólsvík, þar stripluðu Birgir og Friðrik á plani og nutu hins svala sjávar. Ég skellti mér einnig í svala ölduna og leið vel. Svo var haldið áfram - við eins og spýtukallar fyrstu metrana vegna kælingarinnar, en svo var bara sett í fluggírinn og farið á 5:10 tilbaka, sem sýnir betur en nokkuð annað hvers konar formi maður er í. Er kom á Ægisíðu leið Birgi ekki nægilega illa svo að hann, trúr hugsjónum Samtaka Vorra, setti á fullt og reif sig fram úr okkur og endaði með fantagóðum þéttingi.
Við hittum nokkra hlaupara í Laug. Þau Einar og kompaní höfðu villst við vatnið og breyttu leiðinni, fóru 32 á endanum, en þó skal það sagt Einari til hróss og til staðfestingar á karaktér hans, að hann lengdi er komið var til Laugar og fór á endanum 35 km. Við hittum einnig Rúnar sem virtist býsna ánægður með frammistöðuna í dag.
Legið í potti um sinn og mál rædd. Nú er erfiðasta undirbúningi fyrir Berlín lokið, menn eru sáttir og tilbúnir að þreyta raunina. Birgir lofaði að semja lofrullu um ritara og verður hún birt jafnskjótt og hún berst.
Mikill hugur í fólki - lögð áhersla á að menn mynduðu hópa og héldu sig í þeim, enda vitað fyrirfram að sumir færu hraðar en aðrir. Það er þægilegra að verða samferða öðrum upp á það að halda uppi tempói og rata rétta leið. Lagt í hann á hægum hraða. Veður var hreint með eindæmum, logn, hiti 10 stig, bjart - en regn hékk í loftinu. Gerist ekki betra. Við héldum hópinn framan af, en svo var fólk orðið óþolinmótt og það slitnaði á milli. Fremst fóru Rúnar, Margrét, Benedikt, Bjössi, Biggi og hinn nýi hlaupari. Þar á eftir vorum við Friðrik á góðu róli. Á eftir okkur komu svo blómasalinn, Rúna, Ósk og Hjálmar. Flosi hjólaði svo milli hópa og bar drykki í menn.
Þetta urðu nokkurn veginn hóparnir sem mynduðust og héldust, með smávægilegum tilfærzlum þó. Friðrik er sprettharður hlaupari og það var erfitt að halda í við hann, þó gerði ég það inn Fossvog, inn í Elliðaárdal og upp úr dalnum, í Víðidalinn. Er við komum að Breiðholtsbraut mættum við Bigga. Bjössi hafði skilið hann eftir með þeim orðum að hann ætlaði hægt, "þú nærð mér". Biggi var vatnslaus og orðinn þyrstur, hafði treyst á að aðrir björguðu sér með vatn, annað hvort Flosi eða Bjössi. En það er erfitt að treysta á aðra en sjálfa sig í hlaupi, það getur verið góður spotti í vatn þegar maður er orðinn þyrstur.
Við Birgir vorum með gel og punduðum á okkur, ég var búinn með tvo pakka um mitt hlaup. Um það leyti sáum við einkennilega sjón: Bjössi stóð kyrr á vegi og talaði í telefón sem Flosi hafði léð honum. Okkur heyrðist hann vera að panta akstur. Í ljós kom að hann hafði að eigin mati tognað og var ófær um að halda áfram. Hér voru meiðsli á ferð sem settu þátttöku í Berlín í fullkomna óvissu. Vonandi nær Björn að fá úrlausn sinna mála og kemst á rétt ról aftur með aðstoð góðs sjúkraþjálfara. Við skildum við hann og héldum áfram ferð okkar með vatninu.
Byggð er orðin mikil við austanvert vatnið, þar verður villugjarnt af þeim sökum, því umhverfið er breytt frá því við vorum þar síðast. Því tók við þvælingur þegar við ætluðum að skella okkur aftur niður í Víðidalinn, en það hafðist á endanum, og við settum á fullt stím niður í Elliðaárdal, farið allhratt, þeir Friðrik og Birgir á undan mér. Við hittumst svo aftur við Árbæjarlaug þar sem við stoppuðum fyrir teygjur, vatn og gel. Aftur haldið áfram og farið á tempóinu 5:13 niður Elliðaárdal - við vorum knúnir áfram af tilhugsuninni um sjóbað sem ákvörðun var tekin um að bjóða upp á við komu í Nauthólsvík. Sem fyrr var ég skrefinu á eftir þeim kumpánum - en Friðrik viðurkenndi eftir á að tempóið hefði verið fullhratt.
Ritari viðurkennir að hann er í mun betra formi nú en fyrir maraþonið í fyrra - fór alla leið án þess að finna til þreytu eða orkuleysis. Áður þurfti hann iðulega að stoppa og ganga langa speli sökum þreytu eða vegna þess að hann hafði ekki þrek til að halda áfram. Nú er allt annað upp á teningnum. Ekki leikur vafi á því að þetta er vegna þess að hann hefur getað æft án truflunar í allt sumar og að hann hefur við æfingar að einhverju marki haft hliðsjón af leiðbeiningum þjálfara og ekki að öllu leyti verið með mótþróa eða andóf þegar settar hafa verið hugmyndir um æfingar.
Það var sama stímið inn Fossvoginn og verulega ljúft að finna að maður átti enn heilmikið eftir á batteríunum. Stoppað í Nauthólsvík, þar stripluðu Birgir og Friðrik á plani og nutu hins svala sjávar. Ég skellti mér einnig í svala ölduna og leið vel. Svo var haldið áfram - við eins og spýtukallar fyrstu metrana vegna kælingarinnar, en svo var bara sett í fluggírinn og farið á 5:10 tilbaka, sem sýnir betur en nokkuð annað hvers konar formi maður er í. Er kom á Ægisíðu leið Birgi ekki nægilega illa svo að hann, trúr hugsjónum Samtaka Vorra, setti á fullt og reif sig fram úr okkur og endaði með fantagóðum þéttingi.
Við hittum nokkra hlaupara í Laug. Þau Einar og kompaní höfðu villst við vatnið og breyttu leiðinni, fóru 32 á endanum, en þó skal það sagt Einari til hróss og til staðfestingar á karaktér hans, að hann lengdi er komið var til Laugar og fór á endanum 35 km. Við hittum einnig Rúnar sem virtist býsna ánægður með frammistöðuna í dag.
Legið í potti um sinn og mál rædd. Nú er erfiðasta undirbúningi fyrir Berlín lokið, menn eru sáttir og tilbúnir að þreyta raunina. Birgir lofaði að semja lofrullu um ritara og verður hún birt jafnskjótt og hún berst.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.