29.8.2008 | 21:28
Aðeins fyrir karlmenni
Veður var með slíkum ólíkindum í dag að aðeins hörðustu hlauparar voru mættir til hlaups: Flosi, Þorvaldur, Helmut, ritari, dr. Jóhanna, dr. Sigurður Ingv., og Rúna. Það blekkti fólk að vindur var ekki mikill á plani, en reyndir hlauparar vissu að það yrði mikill mótvindur á Ægisíðu. Af þeirri ástæðu var hlaupið um garða framan af. En um síðir var ekki undan því vikist að fara út í óveðrið. Í Skerjafirði var slíkur mótvindur að við stóðum nánast í stað og höfu vér skjaldan lent í slíkum mótbyr. Fólk fór að tína tölunni og var ekki vitað hvað um það varð. Rætt um morgundaginn, þegar við eigum að fara langt. Ákveðið að hafa þetta stutt í dag, fara um Hlíðarfót til þess að tryggja gott hlaup á morgun.
Á leiðinni tilbaka var sett í fluggírinn og farið á meðaltempói kringum 4:50 - og á köflum á 4:20 eða þar um bil. Tekið vel á því. Nú bíða menn bara spenntir eftir morgundeginum.
Á leiðinni tilbaka var sett í fluggírinn og farið á meðaltempói kringum 4:50 - og á köflum á 4:20 eða þar um bil. Tekið vel á því. Nú bíða menn bara spenntir eftir morgundeginum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.