17.8.2008 | 17:57
Sunnudagur, sagðar fallegar sögur
Það færist til bókar að á þessum sunnudegi var hlaupið í Hlaupasamtökum Lýðveldisins og mættir óvenjumargir hlauparar, ekki færri en sjö: Ólafur Þorsteinssson, Vilhjálmur Bjarnason, Þorvaldur, Flosi, Bjarni Benz, Eiríkur og ritari. Ekki oft sem Eiríkur kemur til sunnudagshlaupa og nú fékk hann að finna fyrir því hvernig er að hlaupa án þess að menn séu undir þrýstingi að slá einhver met.
Vilhjálmur ávarpaði hópinn af Tröppum við upphaf hlaups og var það tekið sem teikn um gott ástand mála. Fluttar fregnir af því nýjasta í Lýðveldinu, enda Ó. Þorsteinsson ávallt með ferskar fréttir frá Reuter. Menn fylgjast af áhuga með framkvæmdum á Kvisthaga 4, þar sem opna á milli hæða í næstu viku. Af því tilefni fór álitsgjafinn að reikna og komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdirnar væru óréttlætanlegar út frá hagfræðilegu sjónarmiði. Það sló hálfgert í brýnu með þeim fóstbræðrum í kirkjugarðinum þar sem hópurinn var staddur á því augnabliki. En þó var líkt og greri um heilt áður en yfir lauk. Enda gáfust ýmislegt tilefni til að gleðjast, jarðarfarir eru jafnan nokkrar og skiptast þeir félagar á um að bera. Nýjast er að mönnum þykir spölurinn í Dómkirkjunni heldur stuttur; betra að vera í Hallgrímskirkju, þar er gangan löng og góður tími til að njóta stundarinnar.
Menn hafa áhyggjur af þróun Ólympíuleikanna, Ó. Þorsteinsson spáði því að áður en langt um liði yrði farið að keppa í pönnukökubakstri, réttritun og dráttarvélaakstri í þessari merku keppni. Athygli manna væri beint frá karlmannlegum íþróttum eins og rómverskri glímu, knattspyrnu og spretthlaupi. Alls kyns nýjar "íþróttir" væru leiddar til öndvegis á hverjum, nýjum leikum. Við þetta væri ekki unandi. Heimur versnandi fer.
Sumir kunna ekki að hlaupa Sunnudagshlaup. Þeir æða áfram eins og hauslausar hænur og yfirgefa hópinn, sjá sig um hönd, og snúa við, en eru horfnir jafnóðum og taka ekki hin lögbundnu stopp þegar sagðar eru sögur og gefnar vísbendingar. Það gera hins vegar fastir hlauparar og njóta hlaups til hins ýtrasta.
Ég naut þess heiðurs að verða samferða Vilhjálmi og Ólafi frænda mínum, og við rákumst á ónefndan veðurfræðing við Tollhúsið, sem gift er skáldi Lýðveldisins, og var ekki um annað að ræða en gera stuttan stanz og gera úttekt á ástandi mála.
Svo mjög lifðu menn sig inn í hlaupið að við frændur vorum síðastir að renna í hlað og má heita að slíkt sé einsdæmi, en lýsir líka alvöru málsins. Mannval í potti, þó vantaði dr. Einar Gunnar. Nokkuð um persónufræði og áfram sagðar fallegar sögur. Ó. Þorsteinsson náði að æsa Bjarna upp yfir flugvallarmálum og strunsaði sá síðarnefndi úr potti með öskrum, en Teddi horfði í kringum sig og sagði: ég er eins og fermingarstrákur við hliðina á honum þessum!
Framundan róleg vika, hvíld fyrir hálfmaraþon n.k. laugardag. Liðkun lima. Í gvuðs friði, ritari.
Vilhjálmur ávarpaði hópinn af Tröppum við upphaf hlaups og var það tekið sem teikn um gott ástand mála. Fluttar fregnir af því nýjasta í Lýðveldinu, enda Ó. Þorsteinsson ávallt með ferskar fréttir frá Reuter. Menn fylgjast af áhuga með framkvæmdum á Kvisthaga 4, þar sem opna á milli hæða í næstu viku. Af því tilefni fór álitsgjafinn að reikna og komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdirnar væru óréttlætanlegar út frá hagfræðilegu sjónarmiði. Það sló hálfgert í brýnu með þeim fóstbræðrum í kirkjugarðinum þar sem hópurinn var staddur á því augnabliki. En þó var líkt og greri um heilt áður en yfir lauk. Enda gáfust ýmislegt tilefni til að gleðjast, jarðarfarir eru jafnan nokkrar og skiptast þeir félagar á um að bera. Nýjast er að mönnum þykir spölurinn í Dómkirkjunni heldur stuttur; betra að vera í Hallgrímskirkju, þar er gangan löng og góður tími til að njóta stundarinnar.
Menn hafa áhyggjur af þróun Ólympíuleikanna, Ó. Þorsteinsson spáði því að áður en langt um liði yrði farið að keppa í pönnukökubakstri, réttritun og dráttarvélaakstri í þessari merku keppni. Athygli manna væri beint frá karlmannlegum íþróttum eins og rómverskri glímu, knattspyrnu og spretthlaupi. Alls kyns nýjar "íþróttir" væru leiddar til öndvegis á hverjum, nýjum leikum. Við þetta væri ekki unandi. Heimur versnandi fer.
Sumir kunna ekki að hlaupa Sunnudagshlaup. Þeir æða áfram eins og hauslausar hænur og yfirgefa hópinn, sjá sig um hönd, og snúa við, en eru horfnir jafnóðum og taka ekki hin lögbundnu stopp þegar sagðar eru sögur og gefnar vísbendingar. Það gera hins vegar fastir hlauparar og njóta hlaups til hins ýtrasta.
Ég naut þess heiðurs að verða samferða Vilhjálmi og Ólafi frænda mínum, og við rákumst á ónefndan veðurfræðing við Tollhúsið, sem gift er skáldi Lýðveldisins, og var ekki um annað að ræða en gera stuttan stanz og gera úttekt á ástandi mála.
Svo mjög lifðu menn sig inn í hlaupið að við frændur vorum síðastir að renna í hlað og má heita að slíkt sé einsdæmi, en lýsir líka alvöru málsins. Mannval í potti, þó vantaði dr. Einar Gunnar. Nokkuð um persónufræði og áfram sagðar fallegar sögur. Ó. Þorsteinsson náði að æsa Bjarna upp yfir flugvallarmálum og strunsaði sá síðarnefndi úr potti með öskrum, en Teddi horfði í kringum sig og sagði: ég er eins og fermingarstrákur við hliðina á honum þessum!
Framundan róleg vika, hvíld fyrir hálfmaraþon n.k. laugardag. Liðkun lima. Í gvuðs friði, ritari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.