Manni fer bara aftur...

Ritari mættur til hlaups í dag, laugardag, kl. 11:30 og hugði á 16 km. Vel birgur af drykk. Veður virtist hið ákjósanlegasta á Plani. Reyndin varð önnur er komið var niður á Ægisíðu - þar var stífur austanstrengur alla leið austur að Kringlumýrarbraut. Ég var gjörsamlega búinn er þangað var komið og ákvað að fara upp Suðurhlíðar í stað þess að fara Fossvoginn og inn að Víkingsheimili. Ekki tók betra við þegar maður þurfti að keyra upp brekkuna alla leið upp að Perlu, en það tókst nokkurn veginn. Svo lagaðist þetta eftir Perluna, þá hallaði landslagið meira niður á við og ég hljóp í skjóli. Ég var eins og undin tuska þegar komið var til Laugar - mun hvíla á morgun, sunnudag. Það fréttist af öðrum hlaupurum kl. 10 - alla vega Rúnar og Björn, þeir fóru líka stutt, 11 km að sögn Björns. Í gvuðs friði þar til næst verður hlaupið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband