4.7.2008 | 23:13
Góð endurkoma...
Það var flótti, það var strok. Ritari sá mann með slæma samvizku aka bíl sínum, HY-060, bláum Toyota Landcruiser, niður Reynimelinn, inn á Hagamel, taka beygjuna í vestur, með tjaldvagn í eftirdragi, kl. 14:30 í dag, hlaupadag, tveimur tímum fyrir brottför hlaupahóps frá Laug. Maðurinn skimaði til allra átta, samt svo óglöggur að hann fór á mis við sívakandi auga ritara, þar sem það gaumgæfði ferðir manna í Vesturbænum, horfandi frá hliði Vesturborgar. Ritari velti fyrir sér hvort þetta þýddi fjarveru frá hlaupum, maður sem þarf meira en aðrir á því að halda að hreyfa sig. Meira af því seinna.
Föstudagur. Fyrsti Föstudagur. Ritari er fjölskyldumaður og setur skyldur við fjölskylduna ofar öllu. Af þeirri ástæðu ók hann syni sínum á Bikarmót í Kebbblavík og systur sinni til flugvallar í sömu ferð. Þess vegna var óljóst um hlaup - hann sendi út aðvörun í pósti og kvaðst hugsanlega geta mætt kl. 17. En vegna hagstæðra skilyrða á Reykjanesbraut kom hann til Laugar rétt um það bil sem Hlauparar voru að leggja í hann; þóttist bera kennsl á Þorvald og Vilhjálm meðal annarra hlaupara. Er hann gekk inn á Móttökuplan mætti hann próf. Fróða. Hann spurði hver ég væri. Ég sagðist verða tilbúinn eftir stutta stund. Fór í útiklefa og klæddist á mettíma, kom út aftur og sá að Planið var tómt. Ég hafði verið yfirgefinn - enn einu sinni. En fyrr um daginn hafði ég sent út skilaboð um að ég myndi ná þeim aftasta og feitasta.
Mér var það mótdrægt að leggja í hann, aleinn, feitur, þungur og óhlaupinn síðustu vikuna. En ekki var undan því vikist að hlaupa. Veður hið ákjósanlegasta, ekki meira um það. Ákvað að freista þess að ná öftustu hlaupurum og fór því af stað á töluverðu tempói, en fann að þetta yrði sennilega of erfitt. Hægði ferðina og sætti mig við að fara bara hefðbundinn föstudag, það yrði þá bara Bónus að ná hinum hægari hlaupurum. Gerði allt rétt og hélt vel áfram, náði Kára við kirkjugarð og sá Vilhjálm og Þorvald skammt undan. Kári meiddur og skildi ég hann eftir slíkan, áfram um Veðurstofuhálendi. Hitti Villa og Þorvald aftur í Hlíðunum - en skildi líka við þá og hélt áfram um Hlemm og niður á Sæbraut.
Hugleiddi að lengja til þess að ergja próf. Fróða - en ákvað að vera skynsamur og fór um Ægisgötu. Hugsaði sem svo að prófessorinn væri með eintómar blekkingar þegar hann "lengdi" - hann var í rauninni að forðast hækkanir og þar með að gera sér ferðina auðveldari.
Náði félögum mínum við Laug. Þar voru Helmut, dr. Jóhanna, Birgir, Denni, og þeir Friðbjörn og Ólafur Darri af Nesi. Teygt og togað, upplýst að Fyrsti Föstudagur yrði á Verönd að Vallarbraut. Hér voru góð ráð dýr, því að ritari þurfti að úthugsa strategíu til þess að komast til embættisverka. Á endanum varð til brilljant flétta til þess að villa um fyrir heimilisfólki og gera mögulega þátttöku á Nesinu. Spurning hver staða hlaupara er - tæpir þrír mánuðir í Berlín. Ekkert bólar á prógrammi - hver gerir prógramm, þjálfararnir eða Þjálfarinn? Í gvuðs friði. Ritari.
Föstudagur. Fyrsti Föstudagur. Ritari er fjölskyldumaður og setur skyldur við fjölskylduna ofar öllu. Af þeirri ástæðu ók hann syni sínum á Bikarmót í Kebbblavík og systur sinni til flugvallar í sömu ferð. Þess vegna var óljóst um hlaup - hann sendi út aðvörun í pósti og kvaðst hugsanlega geta mætt kl. 17. En vegna hagstæðra skilyrða á Reykjanesbraut kom hann til Laugar rétt um það bil sem Hlauparar voru að leggja í hann; þóttist bera kennsl á Þorvald og Vilhjálm meðal annarra hlaupara. Er hann gekk inn á Móttökuplan mætti hann próf. Fróða. Hann spurði hver ég væri. Ég sagðist verða tilbúinn eftir stutta stund. Fór í útiklefa og klæddist á mettíma, kom út aftur og sá að Planið var tómt. Ég hafði verið yfirgefinn - enn einu sinni. En fyrr um daginn hafði ég sent út skilaboð um að ég myndi ná þeim aftasta og feitasta.
Mér var það mótdrægt að leggja í hann, aleinn, feitur, þungur og óhlaupinn síðustu vikuna. En ekki var undan því vikist að hlaupa. Veður hið ákjósanlegasta, ekki meira um það. Ákvað að freista þess að ná öftustu hlaupurum og fór því af stað á töluverðu tempói, en fann að þetta yrði sennilega of erfitt. Hægði ferðina og sætti mig við að fara bara hefðbundinn föstudag, það yrði þá bara Bónus að ná hinum hægari hlaupurum. Gerði allt rétt og hélt vel áfram, náði Kára við kirkjugarð og sá Vilhjálm og Þorvald skammt undan. Kári meiddur og skildi ég hann eftir slíkan, áfram um Veðurstofuhálendi. Hitti Villa og Þorvald aftur í Hlíðunum - en skildi líka við þá og hélt áfram um Hlemm og niður á Sæbraut.
Hugleiddi að lengja til þess að ergja próf. Fróða - en ákvað að vera skynsamur og fór um Ægisgötu. Hugsaði sem svo að prófessorinn væri með eintómar blekkingar þegar hann "lengdi" - hann var í rauninni að forðast hækkanir og þar með að gera sér ferðina auðveldari.
Náði félögum mínum við Laug. Þar voru Helmut, dr. Jóhanna, Birgir, Denni, og þeir Friðbjörn og Ólafur Darri af Nesi. Teygt og togað, upplýst að Fyrsti Föstudagur yrði á Verönd að Vallarbraut. Hér voru góð ráð dýr, því að ritari þurfti að úthugsa strategíu til þess að komast til embættisverka. Á endanum varð til brilljant flétta til þess að villa um fyrir heimilisfólki og gera mögulega þátttöku á Nesinu. Spurning hver staða hlaupara er - tæpir þrír mánuðir í Berlín. Ekkert bólar á prógrammi - hver gerir prógramm, þjálfararnir eða Þjálfarinn? Í gvuðs friði. Ritari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.