25.4.2008 | 20:22
Hávaðamengunin var nær óbærileg
Þrátt fyrir að Birgir hafi margoft fært það í tal við Sjúl að fá afnot af haugsugunni og láta smúla innan eyrun og sjúga út allan óhroðann sem þar hefur safnast fyrir á langri ævi hefur hann enn ekki látið verða af því. Var þó Sjúl meir en tilbúinn að veita liðsinni endurgjaldslaust, enda hefur hann hagsmuni Hlaupasamtakanna í fyrirrúmi og hyggur ævinlega að velferð hlaupara. Það er nefnilega með endemum hversu hljóð nær lítt að penetrera þykkan massann sem hefur hlaðist innan í hlustina á félaga okkar og veldur því að hann meðtekur alls ekkert af því sem sagt er við hann, og telur sig knúinn til þess að tala mjög hátt svo að fólk heyri örugglega tíðendin sem hann hefur að flytja.
Þetta er eiginlega orðið vandræðalegt því að hlauparar hafa aðeins tvo kosti í stöðunni: hlaupa á undan Birgi eða láta sig síga aftur úr. Birgir er jafnan feitur og þungur er hann kemur undan vetri, svo er og nú. En hann er mikill og kappsfullur hlaupari og fljótur að ná sér á strik. Því er það ekki kostur í stöðunni að detta aftur úr - en það er áskorun að vera á undan honum því helvítið er svo snöggur, þótt feitur sé. En þetta var sumsé málið í dag, hvernig hleypur maður Birgi af sér. Við vorum nokkrir saman í baráttunni félagarnir: Benni og Bjössi fremstir, þeir sluppu við vandann, Benni hljóp fram og tilbaka og lék sér að því að auka hraðann og hægja ferðina, trúlega mest til þess að gera lítið úr okkur eldri og hægari mönnum. Bjössi hélt áfram eins og eimreið og leit hvorki til hægri né vinstri. Ég náði að hanga í próf. dr. Fróða og var nokkuð sáttur við það, í grennd voru Helmut og Jóhanna, aðrir þar fyrir aftan.
Þetta var þungt framan af, tempó 5:25. Svo smá-jukum við hraðann og vorum komnir á stím við flugvöll. Út í Nauthólsvík og upp Hi-Lux, þéttingur upp brekkuna eins og venja er á föstudögum. Hvílt lítillega, haldið áfram í selskap við Helmut og dr. Jóhönnu hjá kirkjugarði, og þá heyrðum við í Birgi og jukum aftur hraðann. Farið sem leið lá upp hjá Veðurstofu, niður hjá MH og svo niður á Miklubraut. Fengum frítt færi yfir hjá ljósunum og engin þörf að hætta lífinu. Sprettur eftir bekkinn á Klambratúni og hvílt á Othar´s Platz. Hér bryddaði prófessorinn upp á einkennilegum umræðum um hvað menn gera á kvöldin, hann sæti við Garmin-tæki sitt og skoðaði leiðir, hraða, vegalengdir, púls, hæð yfir sjávarmáli og fleira í þeim dúr. Við hinir nefndum alternatíva iðju, svo sem lestur góðra bóka, fara á leikrit, eiga uppbyggileg samskipti við maka sína - hér þaggaði prófessorinn niður í okkur eins og við værum argasta klámpakk og krafðist þess að áfram yrði hlaupið: "Erum við komnir hingað til að blaðra eða til að hlaupa?"
Niðri við Sæbraut dundu ósköpin yfir: Birgir náði okkur og byrjaði með sinn orðavaðal, eða líklega hefur hann aldrei hætt honum. Þá var okkur Ágústi alveg lokið og við gáfum í á Sæbraut og létum okkur hverfa. Hin sátu eftir í reykskýi, alveg gáttuð á þessum hraða sem þarna var demonstreraður. Við vorum svo ánægðir með stöðu mála að við ákváðum að lengja - slepptum Ægisgötu og fórum út í Ánanaust og svo í átt að Nesi og tilbaka um Grandaveg. Samtals 12,35 á meðaltempói í kringum 5 mín. km. - hraðast 3.20. Ágúst las upp alla romsuna á plani, meðalpúls, minnsta púls, mesta púls, og fannst þetta ægilega mikil vísindi. Svo var farið inn að teygja og Birgir stóð yfir öllum og leiðbeindi, en líklega hefur hann átt betra með að nema mælt mál hér því að hann var hættur að kalla, og var tiltölulega sæmilegur.
Svo var pottur og þar mættu Kári og Sif Jónsdóttir, langhlaupari. En ég gleymdi að nefna ýmsa hlaupara sem mættir voru, og skulu helztir nefndir dr. Friðrik, Kalli kokkur og sonur, próf. dr. Anna Birna, og Strákurinn á Hjólinu með fyrninga af Magic. Hann er voða duglegur. Svo var Einar blómasali og var bara ánægður með sína frammistöðu í dag. Kannski má hann vera það. Ekki má heldur gleyma félögum úr Neshópi: Rúnu, Brynju og Denna. Setið lengi í potti og lífsgátan krufin.
Þetta er eiginlega orðið vandræðalegt því að hlauparar hafa aðeins tvo kosti í stöðunni: hlaupa á undan Birgi eða láta sig síga aftur úr. Birgir er jafnan feitur og þungur er hann kemur undan vetri, svo er og nú. En hann er mikill og kappsfullur hlaupari og fljótur að ná sér á strik. Því er það ekki kostur í stöðunni að detta aftur úr - en það er áskorun að vera á undan honum því helvítið er svo snöggur, þótt feitur sé. En þetta var sumsé málið í dag, hvernig hleypur maður Birgi af sér. Við vorum nokkrir saman í baráttunni félagarnir: Benni og Bjössi fremstir, þeir sluppu við vandann, Benni hljóp fram og tilbaka og lék sér að því að auka hraðann og hægja ferðina, trúlega mest til þess að gera lítið úr okkur eldri og hægari mönnum. Bjössi hélt áfram eins og eimreið og leit hvorki til hægri né vinstri. Ég náði að hanga í próf. dr. Fróða og var nokkuð sáttur við það, í grennd voru Helmut og Jóhanna, aðrir þar fyrir aftan.
Þetta var þungt framan af, tempó 5:25. Svo smá-jukum við hraðann og vorum komnir á stím við flugvöll. Út í Nauthólsvík og upp Hi-Lux, þéttingur upp brekkuna eins og venja er á föstudögum. Hvílt lítillega, haldið áfram í selskap við Helmut og dr. Jóhönnu hjá kirkjugarði, og þá heyrðum við í Birgi og jukum aftur hraðann. Farið sem leið lá upp hjá Veðurstofu, niður hjá MH og svo niður á Miklubraut. Fengum frítt færi yfir hjá ljósunum og engin þörf að hætta lífinu. Sprettur eftir bekkinn á Klambratúni og hvílt á Othar´s Platz. Hér bryddaði prófessorinn upp á einkennilegum umræðum um hvað menn gera á kvöldin, hann sæti við Garmin-tæki sitt og skoðaði leiðir, hraða, vegalengdir, púls, hæð yfir sjávarmáli og fleira í þeim dúr. Við hinir nefndum alternatíva iðju, svo sem lestur góðra bóka, fara á leikrit, eiga uppbyggileg samskipti við maka sína - hér þaggaði prófessorinn niður í okkur eins og við værum argasta klámpakk og krafðist þess að áfram yrði hlaupið: "Erum við komnir hingað til að blaðra eða til að hlaupa?"
Niðri við Sæbraut dundu ósköpin yfir: Birgir náði okkur og byrjaði með sinn orðavaðal, eða líklega hefur hann aldrei hætt honum. Þá var okkur Ágústi alveg lokið og við gáfum í á Sæbraut og létum okkur hverfa. Hin sátu eftir í reykskýi, alveg gáttuð á þessum hraða sem þarna var demonstreraður. Við vorum svo ánægðir með stöðu mála að við ákváðum að lengja - slepptum Ægisgötu og fórum út í Ánanaust og svo í átt að Nesi og tilbaka um Grandaveg. Samtals 12,35 á meðaltempói í kringum 5 mín. km. - hraðast 3.20. Ágúst las upp alla romsuna á plani, meðalpúls, minnsta púls, mesta púls, og fannst þetta ægilega mikil vísindi. Svo var farið inn að teygja og Birgir stóð yfir öllum og leiðbeindi, en líklega hefur hann átt betra með að nema mælt mál hér því að hann var hættur að kalla, og var tiltölulega sæmilegur.
Svo var pottur og þar mættu Kári og Sif Jónsdóttir, langhlaupari. En ég gleymdi að nefna ýmsa hlaupara sem mættir voru, og skulu helztir nefndir dr. Friðrik, Kalli kokkur og sonur, próf. dr. Anna Birna, og Strákurinn á Hjólinu með fyrninga af Magic. Hann er voða duglegur. Svo var Einar blómasali og var bara ánægður með sína frammistöðu í dag. Kannski má hann vera það. Ekki má heldur gleyma félögum úr Neshópi: Rúnu, Brynju og Denna. Setið lengi í potti og lífsgátan krufin.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Feitur er ég, hávaðasamur, hægur og fullur
aðdáunar á því hve Ólafur riddari… ég meina ritari vor
er orðinn hraðskreiður… kannske er það að hluta til mér að
þakka … eða kenna… stoltr er ek af því .
Hlaupasamtök Lýðveldisins eru að verða hrikalega sterk…
… sterkari en marga grunar.
kv,
Big
Birgir Þorsteinn Jóakimsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.