16.4.2008 | 20:00
"Vassily, you go first!"
Jörundur varð ævur er hann sté út á Brottfararplan á mínútunni 17:30 í dag, miðvikudag, íklæddur hlaupagalla og reiðubúinn að láta gamminn geisa. Ekki kjaft að sjá svo langt sem augað eygði, hlauparar í Hlaupasamtökum Lýðveldisins höfðu ekki sýnt það sólídaritet, sem Jörundur hefur reynt svo mjög að rækta með okkur, að bíða eftir því að allir væru komnir út. Nei, það var bara rásað í veg eins og hópur af rollum þegar fór að koma hreyfing á forystusauðina.
Hann lýsti því yfir í vitna viðurvist að hann væri hættur að hlaupa með Hlaupasamtökum Lýðveldisins, en kvartaði jafnframt yfir því að ritari væri ekki viðstaddur til þess að skjalfesta yfirlýsinguna. En ég segi eins og frændi minn og vinur, Ó. Þorsteinsson: Reuter er með fréttirnar, hann er alls staðar og sefur aldrei! Hér með er þessari frétt komið á framfæri og hlutaðeigandi bent á að hegða sér í samræmi.
Oss er lofað gullkornum af hlaupi dagsins og bíðum spennt.
Hann lýsti því yfir í vitna viðurvist að hann væri hættur að hlaupa með Hlaupasamtökum Lýðveldisins, en kvartaði jafnframt yfir því að ritari væri ekki viðstaddur til þess að skjalfesta yfirlýsinguna. En ég segi eins og frændi minn og vinur, Ó. Þorsteinsson: Reuter er með fréttirnar, hann er alls staðar og sefur aldrei! Hér með er þessari frétt komið á framfæri og hlutaðeigandi bent á að hegða sér í samræmi.
Oss er lofað gullkornum af hlaupi dagsins og bíðum spennt.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.