12.3.2008 | 22:05
Vor í lofti
Það var vor í lofti er ritari kom á Brottfararplan Vesturbæjarlaugar í kvöld, blankalogn og kjörveður til hlaupa. Eftirvænting ríkti í Brottfararsal því búið var að gefa út skipun um langt hlaup - 69 að minnsta kosti. Sumir töldu sig hafa heyrt orð eins og Goldfinger og Stíbblu, en það gæti hafa verið misheyrn. Óvæntur gestahlaupari birtist neðan úr kjallara, Sjúl mættur á ný eftir fjarveru allan veturinn, hann virtist vel á sig kominn, enda búinn að hlaupa á bretti upp á síðkastið. Aðrir mættir: Ágúst, Bjarni, Björn kokkur, Friðrik læknir, Kári, Helmut og dr. Jóhanna, ritari og þjálfari. Í afgreiðslunni beið enn viðurkenningin fyrir Hlaupara febrúar ósótt - greinilegt að ekki er mikill áhugi á henni hjá viðkomandi.
Hálfur hópurinn stóð úti á stétt að ná tungli. Þjálfarinn hafði á orði að miðað við hlaupahóp sem tæki hvorki tíma né púls væri merkilegt að annar hver maður væri með mælitæki á handleggnum sem væri tíu sinnum dýrara en Hagkaupsúrið sem hann á. Ég sagðist mundu aldrei nenna að eiga Garmin, ég nennti ekki að lesa leiðbeiningar, gæti ekki lært á það og myndi aldrei nota það. Áfram rætt um kosti þess að eiga Garmin, Björn er búinn að setja sitt í hleðslu, sem er fyrsta skref.
Hver skilar sér þá á Brottfararplan í rauðum jakka ef ekki þögli hlauparinn sem bara hleypur og segir ekkert. Mönnum var brugðið, en létu þó ekki á neinu bera. Bækur bornar saman og lagðar línur. Lagt í hann rólega enda löng leið framundan. Það teygðist fljótlega á hópnum, en ekki kom til þess að neinn setti í hraðagírinn, Benni var bara rólegur í sínum rauða jakka.
Ég hélt mig við Sjúl, dr. Jóhönnu og Helmut framan af, á tempóinu 5:40 - en svo var það orðið of erfitt og við Helmut vorum skildir eftir. Þau hin héldu áfram fjaðurmögnuð í hreyfingum og höfðu ekkert fyrir að halda þessu tempói. Ég var þungur á mér og verkjaði í skrokkinnn svo að ég var að hugsa um að stytta og fara upp á Stokk við Bústaðakirkju, en lét Helmut telja mér hughvarf og það var haldið áfram um Fossvoginn og yfir Elliðaárnar, aftur undir Breiðholtsbraut og upp hjá Fáksheimilinu gamla. Við fórum hefðbundið eftir þetta þar til við komum gegnum Laugardalinn og að Kringlumýrarbraut - þá snerum við í norður og fórum yfir Sæbraut og á stíginn þar meðfram sjónum, þetta var lenging upp á allnokkra metra. Það skal þó viðurkennt að hlaupið reyndist mér slík raun að ég varð að ganga öðru hverju og Helmut gekk þá líka mér til samlætis.
Það tók ofurmannlegan viljastyrk og kraft að fara um Hafnarsvæðið og út á Ægisgötu, þar gekk ég upp en hljóp svo síðasta spölinn niður Hofsvallagötu. 18 km á að gizka. Ágúst kom stuttu á eftir mér og hafði farið bæði Goldfinger og upp að Stíbblu - yfir 20 km, hann ætlar að senda okkur leiðarlýsingu í powerpoint. Bjössi fór 69 og það hratt, en Benni bara stutt - ekki víst að það mælist. Teygt í Móttökusal og rætt um hlaup dagsins. Menn voru sammála um að hlaupið var yndislegt, og finna mátti á leiðinni að vorið er á leiðinni.
Hálfur hópurinn stóð úti á stétt að ná tungli. Þjálfarinn hafði á orði að miðað við hlaupahóp sem tæki hvorki tíma né púls væri merkilegt að annar hver maður væri með mælitæki á handleggnum sem væri tíu sinnum dýrara en Hagkaupsúrið sem hann á. Ég sagðist mundu aldrei nenna að eiga Garmin, ég nennti ekki að lesa leiðbeiningar, gæti ekki lært á það og myndi aldrei nota það. Áfram rætt um kosti þess að eiga Garmin, Björn er búinn að setja sitt í hleðslu, sem er fyrsta skref.
Hver skilar sér þá á Brottfararplan í rauðum jakka ef ekki þögli hlauparinn sem bara hleypur og segir ekkert. Mönnum var brugðið, en létu þó ekki á neinu bera. Bækur bornar saman og lagðar línur. Lagt í hann rólega enda löng leið framundan. Það teygðist fljótlega á hópnum, en ekki kom til þess að neinn setti í hraðagírinn, Benni var bara rólegur í sínum rauða jakka.
Ég hélt mig við Sjúl, dr. Jóhönnu og Helmut framan af, á tempóinu 5:40 - en svo var það orðið of erfitt og við Helmut vorum skildir eftir. Þau hin héldu áfram fjaðurmögnuð í hreyfingum og höfðu ekkert fyrir að halda þessu tempói. Ég var þungur á mér og verkjaði í skrokkinnn svo að ég var að hugsa um að stytta og fara upp á Stokk við Bústaðakirkju, en lét Helmut telja mér hughvarf og það var haldið áfram um Fossvoginn og yfir Elliðaárnar, aftur undir Breiðholtsbraut og upp hjá Fáksheimilinu gamla. Við fórum hefðbundið eftir þetta þar til við komum gegnum Laugardalinn og að Kringlumýrarbraut - þá snerum við í norður og fórum yfir Sæbraut og á stíginn þar meðfram sjónum, þetta var lenging upp á allnokkra metra. Það skal þó viðurkennt að hlaupið reyndist mér slík raun að ég varð að ganga öðru hverju og Helmut gekk þá líka mér til samlætis.
Það tók ofurmannlegan viljastyrk og kraft að fara um Hafnarsvæðið og út á Ægisgötu, þar gekk ég upp en hljóp svo síðasta spölinn niður Hofsvallagötu. 18 km á að gizka. Ágúst kom stuttu á eftir mér og hafði farið bæði Goldfinger og upp að Stíbblu - yfir 20 km, hann ætlar að senda okkur leiðarlýsingu í powerpoint. Bjössi fór 69 og það hratt, en Benni bara stutt - ekki víst að það mælist. Teygt í Móttökusal og rætt um hlaup dagsins. Menn voru sammála um að hlaupið var yndislegt, og finna mátti á leiðinni að vorið er á leiðinni.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.