10.3.2008 | 21:26
Með blóðbragð í munni...
Mánudagar eru dagar hlaupa. Alvöruhlaupa. Þá mætir þjálfarinn og les okkur pistilinn, skammar okkur fyrir ólifnað helgarinnar og leti, en hvetur jafnframt til átaka, segir að aldrei megi gefa menn upp á bátinn, sama hversu vonlaust verkefnið virðist. Það var hnípinn hópur í vanda sem lét umvandanir þjálfara yfir sig ganga - en einnig voru nokkrar Helgur sem sjást öðru hverju. Þarna voru kunnugleg andlit: próf. Fróði, dr. Jóhanna, Villi, Magnús, Bjössi, Bjarni, Eiríkur, Una, Þorbjörg, og ritari. Einar blómasali kom eins og venjulega um það leyti sem við ætluðum að leggja í hann - nú þarf einhver góð manneskja að fara að kenna þessum manni á klukku. Þetta er ekki fyndið lengur!
Það voru lagðar línur og gefin fyrirmæli, sem mig minnir að hafi hljómað upp á sama ofstopann og venjulega, nema hvað það átti að láta staðar numið í Öskjuhlíð. Að þessu sinni var þessi hlaupari í góðum gír, búinn að byggja upp fótinn um helgina, og gat nú fylgt fremstu hlaupurum fyrstu þrjá kílómetrana á vitlausu tempói, mig minnir Ágúst hafi talað um 4:45. Hann talaði líka um hlaupara sem ekki skilja hlaup eða vita hvað þau ganga út á. Menn sem hlaupa þegjandi, fara hratt yfir, en fara ekki langt, fara stutt og hratt og sprengja sig, og segja ekkert af viti á meðan, þó stutt sé farið. Svona menn vita ekki hvað gæði hlaupa eru, góð hlaup eru hlaup þegar menn fara langt, 30 km, hægt, í kvöldsólinni og andvarinn leikur um andlit manns, og við hlið manns hleypur annar gáfaður prófessor og samkjaftar ekki alla leiðina, heldur ræðir um mólikúl og efnafræðijöfnur. Það eru gæði, sagði prófessorinn.
Meira að segja blómasalinn var sprækur í dag, og mér leist eiginlega ekki á þetta, tempóið var hratt og ég ákveðinn í að fylgja fremstu hlaupurum, en vissi ekki hvort mér entist erindi. Þrátt fyrir allt hélt ég í við mannskapinn eina þrjá km - eða allt þar til kom að þessari stofnun í Skerjafirði sem menn kalla ýmist Dælustöðina eða Skítastöðina, en mér skilst að það gegni einu: stöðin dælir víst skít hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. En hér sprakk blómasalinn, hann sem hafði hlaupið eins og hann ætti lífið að leysa og talað um gengishrun og fermingarveizlur - hann hætti allt í einu og grunaði mig strax að það væri í einhverju sambandi við hádegisverðinn - meira um það seinna. Við Maggi héldum kompaní um þessar slóðir, og stutt undan voru Bjarni og Þorbjörg. Það er upplifun að hlaupa með Magga, hann æjar og kvíar alla leiðina, eins og hann sé að gefast upp: Æ, æ, æ! En svo gefur hann bara í og skilur mann eftir. Ég þurfti að stoppa öðru hverju til að fjarlægja steina úr skúum mínum og tafðist af þeim sökum.
Þrátt fyrir að rætt hefði verið um Öskjuhlíð héldu allir áfram um Flanir og Lúpínuvelli og þaðan austurúr, alla leið út að Suðurhlíðum. Þar beið þjálfarinn eftir mannskapnum og sá til þess að menn svindluðu ekki, færu áfram upp úr og sú leið var erfið, en hlauparar tóku á því og það var ekkert gefið eftir. Enginn stoppaði eða gekk - það var bara haldið áfram, þótt mótdrægt væri. Mikill léttir að komast upp að Perlu og þaðan niður Stokkinn. Maggi og Bjarni á undan mér og hélt ég í við þá, þótt þeir væru um 100 m á undan. Við Njarðargötu var beygt til vinstri og farið hjá Náttúrufræðihúsi, Norræna húsinu og sunnan við Árnagarð, hjá Háskólabíói, Ungdómsakademíunni við Hagatorg, Melaskóla og um Melhaga til Laugar. Skilst mér að leiðin sé um 10,7 km - og fórum við Þorbjörg lengra en aðrir hlauparar í dag, aðrir styttu um Hringbraut, 10,3 km. Fólk var í teygjum í Móttökusal er okkur bar að garði.
Hér féll sprengjan. Einar blómasali hafði lokið hlaupi og var á heimleið að elda ofan í mannskapinn. Hann var spurður hvað hefði gerst. Hann horfði merkingarþrungnu tilliti yfir hópinn og sagði: ég gleymdi að borða í hádeginu. Boba, segi og skrifa: BOBA. Einar blómasali gleymdi að borða! Hvað er um að ske? Glöggir menn töldu þetta vera fyrstu merki um Alzheimir hjá vini vorum, og vandséð hvað til bragðs væri að taka.
Nú bar það til tíðenda að Vilhjálmur var óvenjulengi í potti og héld ádíens. Hann sagði alla vega þrjár sögur af kaþólskum, lúterskum og gyðingum, sem verða ekki hafðar eftir hér, enda eru þær of langar, og ein þeirra þegar til bókar færð á spjöldum þessum. Meginatriðið er að gæði þessarar kvöldstundar voru slík að menn áttu í basli með að rífa sig upp og halda heim. Rætt um 100 km hlaup sem stendur fyrir dyrum næsta sumar og er skipulagt af Ágústi og fleiri ofurhlaupurum, hlaupið "loop" um Fossvogsdal og yfir í Bryggjuhverfi með Miðstöð á Stokknum, þar verður fjör og stuð og bjór ef marka má skipuleggjandann. Síðan var rætt um miðvikudaginn, þá er stemmning fyrir löngu hlaupi, Goldfinger, upp að Stíbblu, og 69 á eftir. Með mikið af orkudrykkjum spenntum um belginn. Klassi.
Við vigtun kom í ljós að ritari var búinn að léttast um ein 3 kg frá s.l. fimmtudegi og á réttri leið. Ágúst er víst eitthvað að þyngjast, en það er sjálfsagt bara tímabundið. Vel mætt n.k. miðvikudag, og vonandi fer Febrúarlöberinn að láta sjá sig, hans bíður viðurkenningarskjal og dós með gæsalifur í Brottfararsal. Í gvuðs friði, ritari.
Það voru lagðar línur og gefin fyrirmæli, sem mig minnir að hafi hljómað upp á sama ofstopann og venjulega, nema hvað það átti að láta staðar numið í Öskjuhlíð. Að þessu sinni var þessi hlaupari í góðum gír, búinn að byggja upp fótinn um helgina, og gat nú fylgt fremstu hlaupurum fyrstu þrjá kílómetrana á vitlausu tempói, mig minnir Ágúst hafi talað um 4:45. Hann talaði líka um hlaupara sem ekki skilja hlaup eða vita hvað þau ganga út á. Menn sem hlaupa þegjandi, fara hratt yfir, en fara ekki langt, fara stutt og hratt og sprengja sig, og segja ekkert af viti á meðan, þó stutt sé farið. Svona menn vita ekki hvað gæði hlaupa eru, góð hlaup eru hlaup þegar menn fara langt, 30 km, hægt, í kvöldsólinni og andvarinn leikur um andlit manns, og við hlið manns hleypur annar gáfaður prófessor og samkjaftar ekki alla leiðina, heldur ræðir um mólikúl og efnafræðijöfnur. Það eru gæði, sagði prófessorinn.
Meira að segja blómasalinn var sprækur í dag, og mér leist eiginlega ekki á þetta, tempóið var hratt og ég ákveðinn í að fylgja fremstu hlaupurum, en vissi ekki hvort mér entist erindi. Þrátt fyrir allt hélt ég í við mannskapinn eina þrjá km - eða allt þar til kom að þessari stofnun í Skerjafirði sem menn kalla ýmist Dælustöðina eða Skítastöðina, en mér skilst að það gegni einu: stöðin dælir víst skít hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. En hér sprakk blómasalinn, hann sem hafði hlaupið eins og hann ætti lífið að leysa og talað um gengishrun og fermingarveizlur - hann hætti allt í einu og grunaði mig strax að það væri í einhverju sambandi við hádegisverðinn - meira um það seinna. Við Maggi héldum kompaní um þessar slóðir, og stutt undan voru Bjarni og Þorbjörg. Það er upplifun að hlaupa með Magga, hann æjar og kvíar alla leiðina, eins og hann sé að gefast upp: Æ, æ, æ! En svo gefur hann bara í og skilur mann eftir. Ég þurfti að stoppa öðru hverju til að fjarlægja steina úr skúum mínum og tafðist af þeim sökum.
Þrátt fyrir að rætt hefði verið um Öskjuhlíð héldu allir áfram um Flanir og Lúpínuvelli og þaðan austurúr, alla leið út að Suðurhlíðum. Þar beið þjálfarinn eftir mannskapnum og sá til þess að menn svindluðu ekki, færu áfram upp úr og sú leið var erfið, en hlauparar tóku á því og það var ekkert gefið eftir. Enginn stoppaði eða gekk - það var bara haldið áfram, þótt mótdrægt væri. Mikill léttir að komast upp að Perlu og þaðan niður Stokkinn. Maggi og Bjarni á undan mér og hélt ég í við þá, þótt þeir væru um 100 m á undan. Við Njarðargötu var beygt til vinstri og farið hjá Náttúrufræðihúsi, Norræna húsinu og sunnan við Árnagarð, hjá Háskólabíói, Ungdómsakademíunni við Hagatorg, Melaskóla og um Melhaga til Laugar. Skilst mér að leiðin sé um 10,7 km - og fórum við Þorbjörg lengra en aðrir hlauparar í dag, aðrir styttu um Hringbraut, 10,3 km. Fólk var í teygjum í Móttökusal er okkur bar að garði.
Hér féll sprengjan. Einar blómasali hafði lokið hlaupi og var á heimleið að elda ofan í mannskapinn. Hann var spurður hvað hefði gerst. Hann horfði merkingarþrungnu tilliti yfir hópinn og sagði: ég gleymdi að borða í hádeginu. Boba, segi og skrifa: BOBA. Einar blómasali gleymdi að borða! Hvað er um að ske? Glöggir menn töldu þetta vera fyrstu merki um Alzheimir hjá vini vorum, og vandséð hvað til bragðs væri að taka.
Nú bar það til tíðenda að Vilhjálmur var óvenjulengi í potti og héld ádíens. Hann sagði alla vega þrjár sögur af kaþólskum, lúterskum og gyðingum, sem verða ekki hafðar eftir hér, enda eru þær of langar, og ein þeirra þegar til bókar færð á spjöldum þessum. Meginatriðið er að gæði þessarar kvöldstundar voru slík að menn áttu í basli með að rífa sig upp og halda heim. Rætt um 100 km hlaup sem stendur fyrir dyrum næsta sumar og er skipulagt af Ágústi og fleiri ofurhlaupurum, hlaupið "loop" um Fossvogsdal og yfir í Bryggjuhverfi með Miðstöð á Stokknum, þar verður fjör og stuð og bjór ef marka má skipuleggjandann. Síðan var rætt um miðvikudaginn, þá er stemmning fyrir löngu hlaupi, Goldfinger, upp að Stíbblu, og 69 á eftir. Með mikið af orkudrykkjum spenntum um belginn. Klassi.
Við vigtun kom í ljós að ritari var búinn að léttast um ein 3 kg frá s.l. fimmtudegi og á réttri leið. Ágúst er víst eitthvað að þyngjast, en það er sjálfsagt bara tímabundið. Vel mætt n.k. miðvikudag, og vonandi fer Febrúarlöberinn að láta sjá sig, hans bíður viðurkenningarskjal og dós með gæsalifur í Brottfararsal. Í gvuðs friði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.