Ekki fyrir aumingja...

Ritari reis árla úr rekkju til þess að ná hlaupi áður en haldið verður úr landi eftir hádegið að gegna mikilvægum embættisverkum á erlendri grund. Farið frá Vesturbæjarlaug kl. 9:05 og haldið út á steppuna. Norðaustan blindöskubylur og skafrenningur á Sólrúnarvöllum, ökkladjúpur snjór framan af, en þegar kom að flugvelli sökk maður upp að knjám. Þetta var ekki fyrir aumingja, hérna komst maður vart áfram. Áfram var þó haldið, meira af þrjósku, en vilja eða getu. Fór um Hliðarfót og þá leið til baka. Hitti félaga mína, Ó. Þorsteinsson og Magnús, er þeir héldu til hlaupa á hefðbundnum tíma. Fleiri voru þeir nú ekki, hlaupararnir, þennan sunnudagsmorgininn.

Ég skráði hlaupið í Hlaupadagbókina og skaust upp fyrir Helmut, hvar endar þetta? Í gvuðs friði, ritari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri fróðlegt að heyra hvort ritari hafi skotist upp fyrir Helmut á viku-, mánaðar-, eða ársgrundvelli? Eða allt í senn?

Sigurður Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband