2.1.2008 | 21:52
Hressandi sjóbað - og ekki seinna vænna...!
Það var við hæfi að á fyrsta hlaupadegi í Hlaupasamtökum Lýðveldisins hinn annan janúar 2008 væru mættir ekki færri en seytján - já segi og skrifa: seytján - vaskir hlauparar, átján ef eftirlegukindur úr stétt blómasala eru taldar með, sem liggur alls ekki í augum uppi að eigi að gera. Ekki er rúm hér til þess að telja alla viðstadda upp, en nefna má að báðir þjálfarar voru mættir, ein ný kona, en ég náði ekki nafninu (spurði að vísu ekki að nafni heldur). Ritari var með eintak af heimsfrægu norsku hlaupatímariti, Kondis, jólaheftinu, sem greinir frá ógleymanlegri dvöl norskra kollega hér í sumar. Er þar m.a. greint frá sunnudagshlaupi hefðbundna leið, með viðkomu í Nauthólsvík, þar sem þeir Birgir, ritari og Kári, skelltu sér í svala síðsumarölduna, hinum norsku frænkum til ánægjuauka. Orðspor Republikkens löpergruppe er þannig farið að berast út fyrir landsteinana, ágætur undirbúningur fyrir Berlín í haust.
Geysilega góð stemmning var í Brottfararsal fyrir hlaup, enda mættir margir af Nestorum Samtakanna sem ekki hafa sézt lengi að hlaupum, svo sem próf. Fróði og Gísli. Einnig dr. Friðrik, nýkominn af skíðum í Þýzkalandi. Nú brá svo við að þjálfarar lögðu mönnum einfaldar línur um hlaup, fara hefðbundið, Hlíðarfót eða Suðurhlíðar, 3-4 þéttinga, en taka því annars rólega. Einhverjir höfðu á orði að tímabært væri að fara í sjóinn, upp væri runninn annar dagur hins herlega árs Drottins 2008, og enn væri ekki búið að fara í sjóinn! Þetta gengi ekki. Prófessorinn byrjaði strax með úrtölur og kjökur um að þetta gæti nú ekki verið skynsamlegt, en menn hristu orð hans af sér og létu sér ekki segjast.
Lagt í hann í kjörveðri, stillu, 4 stiga lofthita, 3,9 stiga sjávarhita, þurru, en undirlag hált víða á leiðinni. Það er segin saga með suma menn, þeir hafa bara eina stillingu: hratt áfram. Benedikt og Ágúst horfnir snemma á Ægisíðu og einhverjir með þeim. Að þessu sinni höfðu þjálfarar litlar áhyggjur af öftustu mönnum: ritara, Magnúsi, dr. Friðriki og Bjarna. Einhverra hluta vegna dóluðum við okkur þetta í rólegheitunum og höfðum litlar áhyggjur af þeim sem fremstir fóru. Fréttum eftir á að e-r hefðu farið Suðurhlíðar eða því sem næst, aðrir Hlíðarfót - á leiðinni rákust menn á skömmustulegan syndasel (og þó ég noti orðið "selur" er ég á engan hátt að vísa til líkamsástands téðs hlaupara) úr stétt blómasala sem mætti seint til hlaups, líklega vegna viðskipta dagsins. Við helztu strákarnir vorum hins vegar með ráðagjörð á prjónunum: við hlupum sem leið liggur niður á ramp, ásamt með dr. Jóhönnu (vitni) og rifum okkur þar úr hverri spjör, eða því sem næst, skelltum okkur í sjóinn og syntum áleiðis til Bessastaða. Þetta voru Gísli, Helmut, dr. Friðrik og ritari. Vitni voru dr. Jóhanna og Bjarni. Sjóbaðið var hressandi, sem og sú vitneskja að enn saxast á forskot próf. Fróða. Hér var haft á orði að hagræði gæti verið af því að færa ábyrgð á skráningu sjóbaða yfir á ritara, hann væri hvort eð er sískrifandi, og oftar en ekki væri aðeins með eftirgangsmunum hægt að særa prófessorinn til þess að standa sig í sagnfræðinni.
Nema hvað, þarna hlupum við áfram, og vildi ég gjarnan halda um Suðurhlíðar, en hlaut engar undirtektir (sagði þetta að vísu svo lágt að ekki er öruggt að margir viðstaddra hafi heyrt það), svo að það var farið um stórhættulegan stíg vestan við Öskjuhlíðina, bara svellbunki á svellbunka ofan. Ekki urðum við vör við aðra hlaupara fyrr en komið var tilbaka, þá var hópur fólks að teygja í Móttökusal. Upplýst að búið er að opna á skráningu í Berlínarmaraþon í haust og tók blómasalinn að sér að skrá hópinn. Rúnar tilbúinn með æfingaprógramm sem hefst í marz (er það ekki óþarflega snemmt? - prófessorinn byrjaði bara mánuði fyrir hlaup). Teygt og togað og skrafað. Helmut og dr. Jóhanna komin heim frá Flórída, brún og sælleg, hlupu töluvert ytra, og höfðu frá mörgu að segja. Töldu dvölina þar ógleymanlega, þótt Bandaríkin hefðu átt í hlut.
Setið í fjörutíu mínútur í potti. Þar mætti gamall hlaupari sem ég kann ekki nafnið á, maður sem hljóp með Samtökunum á árum áður. Mikið rætt um mat og drykk sem vonlegt er og var stemmningin líkust því að saman væri kominn hópur templara, sem lýsti yfir að hann væri kominn í afeitrun: ekkert áfengi, ekkert reykt kjöt, ekkert... o.s.frv. Björn kynnti rauðvínið sem hann flytur inn, blómasalinn pantaði kassa á staðnum, en Björn virtist eitthvað vantrúaður á að þetta væru gróðavænleg viðskipti. Rætt um að hafa rauðvínskynningu með völdu fingrafæði - hér færðust viðstaddir í aukana og virtust hafa gleymt öllum fyrirætlunum um afeitrun: hvenær? Getum við ekki frestað afeitrun og tekið rauðvínskynningu fyrst? Strax! Strax! Strax! var hrópað. Ja, fólk er svei mér fljótt að gleyma heitstrengingum.
Á föstudaginn er kemur er Fyrsti Föstudagur. Og ef einhver í vorum hópi velkist enn í vafa um hvað Fyrsti Föstudagur er, þá skal upplýst að Fyrsti Föstudagur er Fyrsti Föstudagur í hverjum mánuði. Af því tilefni að steðjað að hlaupi loknu á Mímis Bar (Mimmann) og þar er drukkið límonaði í tilefni dagsins - en eins og menn vita er það ekki sæmandi hlaupurum að aka bifreið eftir að hafa innbyrt áfenga drykki - núll-tólerans er skipun dagsins! Einhverjir húmorslausir menn gætu spurt: af hverju Mímis Bar - af hverju ekki bara í Melabúðina, kaupa þar límonaði og standa svo úti á stétt og súpa á þar? Já, svona löguðu anzar maður ekki.
(Ritari vill taka það fram að í svo fjölmennu hlaupi sem farið var í kvöld er óhjákvæmilegt að óvandaðir menn og einkennilega þenkjandi reyni að gauka einu og öðru frásagnarverðu að ritara og fara fram á að það verði birt - en eins og pistillinn ber með sér er viðhöfð ströng sjálfsskoðun, sjálfsgagnrýni og sjálfsagi á þessum bæ - enginn sóðaskapur hafður eftir sem ekki er hafandi eftir.)
Í gvuðs friði - þangað til á föstudag. Ritari.
Geysilega góð stemmning var í Brottfararsal fyrir hlaup, enda mættir margir af Nestorum Samtakanna sem ekki hafa sézt lengi að hlaupum, svo sem próf. Fróði og Gísli. Einnig dr. Friðrik, nýkominn af skíðum í Þýzkalandi. Nú brá svo við að þjálfarar lögðu mönnum einfaldar línur um hlaup, fara hefðbundið, Hlíðarfót eða Suðurhlíðar, 3-4 þéttinga, en taka því annars rólega. Einhverjir höfðu á orði að tímabært væri að fara í sjóinn, upp væri runninn annar dagur hins herlega árs Drottins 2008, og enn væri ekki búið að fara í sjóinn! Þetta gengi ekki. Prófessorinn byrjaði strax með úrtölur og kjökur um að þetta gæti nú ekki verið skynsamlegt, en menn hristu orð hans af sér og létu sér ekki segjast.
Lagt í hann í kjörveðri, stillu, 4 stiga lofthita, 3,9 stiga sjávarhita, þurru, en undirlag hált víða á leiðinni. Það er segin saga með suma menn, þeir hafa bara eina stillingu: hratt áfram. Benedikt og Ágúst horfnir snemma á Ægisíðu og einhverjir með þeim. Að þessu sinni höfðu þjálfarar litlar áhyggjur af öftustu mönnum: ritara, Magnúsi, dr. Friðriki og Bjarna. Einhverra hluta vegna dóluðum við okkur þetta í rólegheitunum og höfðum litlar áhyggjur af þeim sem fremstir fóru. Fréttum eftir á að e-r hefðu farið Suðurhlíðar eða því sem næst, aðrir Hlíðarfót - á leiðinni rákust menn á skömmustulegan syndasel (og þó ég noti orðið "selur" er ég á engan hátt að vísa til líkamsástands téðs hlaupara) úr stétt blómasala sem mætti seint til hlaups, líklega vegna viðskipta dagsins. Við helztu strákarnir vorum hins vegar með ráðagjörð á prjónunum: við hlupum sem leið liggur niður á ramp, ásamt með dr. Jóhönnu (vitni) og rifum okkur þar úr hverri spjör, eða því sem næst, skelltum okkur í sjóinn og syntum áleiðis til Bessastaða. Þetta voru Gísli, Helmut, dr. Friðrik og ritari. Vitni voru dr. Jóhanna og Bjarni. Sjóbaðið var hressandi, sem og sú vitneskja að enn saxast á forskot próf. Fróða. Hér var haft á orði að hagræði gæti verið af því að færa ábyrgð á skráningu sjóbaða yfir á ritara, hann væri hvort eð er sískrifandi, og oftar en ekki væri aðeins með eftirgangsmunum hægt að særa prófessorinn til þess að standa sig í sagnfræðinni.
Nema hvað, þarna hlupum við áfram, og vildi ég gjarnan halda um Suðurhlíðar, en hlaut engar undirtektir (sagði þetta að vísu svo lágt að ekki er öruggt að margir viðstaddra hafi heyrt það), svo að það var farið um stórhættulegan stíg vestan við Öskjuhlíðina, bara svellbunki á svellbunka ofan. Ekki urðum við vör við aðra hlaupara fyrr en komið var tilbaka, þá var hópur fólks að teygja í Móttökusal. Upplýst að búið er að opna á skráningu í Berlínarmaraþon í haust og tók blómasalinn að sér að skrá hópinn. Rúnar tilbúinn með æfingaprógramm sem hefst í marz (er það ekki óþarflega snemmt? - prófessorinn byrjaði bara mánuði fyrir hlaup). Teygt og togað og skrafað. Helmut og dr. Jóhanna komin heim frá Flórída, brún og sælleg, hlupu töluvert ytra, og höfðu frá mörgu að segja. Töldu dvölina þar ógleymanlega, þótt Bandaríkin hefðu átt í hlut.
Setið í fjörutíu mínútur í potti. Þar mætti gamall hlaupari sem ég kann ekki nafnið á, maður sem hljóp með Samtökunum á árum áður. Mikið rætt um mat og drykk sem vonlegt er og var stemmningin líkust því að saman væri kominn hópur templara, sem lýsti yfir að hann væri kominn í afeitrun: ekkert áfengi, ekkert reykt kjöt, ekkert... o.s.frv. Björn kynnti rauðvínið sem hann flytur inn, blómasalinn pantaði kassa á staðnum, en Björn virtist eitthvað vantrúaður á að þetta væru gróðavænleg viðskipti. Rætt um að hafa rauðvínskynningu með völdu fingrafæði - hér færðust viðstaddir í aukana og virtust hafa gleymt öllum fyrirætlunum um afeitrun: hvenær? Getum við ekki frestað afeitrun og tekið rauðvínskynningu fyrst? Strax! Strax! Strax! var hrópað. Ja, fólk er svei mér fljótt að gleyma heitstrengingum.
Á föstudaginn er kemur er Fyrsti Föstudagur. Og ef einhver í vorum hópi velkist enn í vafa um hvað Fyrsti Föstudagur er, þá skal upplýst að Fyrsti Föstudagur er Fyrsti Föstudagur í hverjum mánuði. Af því tilefni að steðjað að hlaupi loknu á Mímis Bar (Mimmann) og þar er drukkið límonaði í tilefni dagsins - en eins og menn vita er það ekki sæmandi hlaupurum að aka bifreið eftir að hafa innbyrt áfenga drykki - núll-tólerans er skipun dagsins! Einhverjir húmorslausir menn gætu spurt: af hverju Mímis Bar - af hverju ekki bara í Melabúðina, kaupa þar límonaði og standa svo úti á stétt og súpa á þar? Já, svona löguðu anzar maður ekki.
(Ritari vill taka það fram að í svo fjölmennu hlaupi sem farið var í kvöld er óhjákvæmilegt að óvandaðir menn og einkennilega þenkjandi reyni að gauka einu og öðru frásagnarverðu að ritara og fara fram á að það verði birt - en eins og pistillinn ber með sér er viðhöfð ströng sjálfsskoðun, sjálfsgagnrýni og sjálfsagi á þessum bæ - enginn sóðaskapur hafður eftir sem ekki er hafandi eftir.)
Í gvuðs friði - þangað til á föstudag. Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.