Velheppnað jólahlaðborð að Loftleiðum

Jú, sá óheiðarlegi blómasali hafði pantað hjá frú Marentzu Poulsen að Hlíðarfæti, sunnudaginn 2. desember. Þrjátíu góðar sálir mættu til áts og drykkju og var það vel heppnað og mæltist vel fyrir, eins og sjá má af myndum af heimasíðu vorri. Trúlega mun það slá viðstadda að ritari lýsir með fjarveru sinni, og skrifast það á reikning prófessors Fróða, sem á í samfelldri baráttu gegn ritara vegna einlægrar sjóbaðsnáttúru og -tilhneigingar. Af þeim sökum var beðið með að ljósmynda viðstadda þar til ritari var horfinn til mikilvægra embættisstarfa í Brussel, eftir það var brennt af í allar áttir og miklu meira en ástæða var til..

Á staðnum voru útnefndir nýir níðingar Samtakanna: Einar blómasali útnefndur hinn óheiðarlegi, Ólafur ritari hlaut hið hæðilega viðurnefni "baktalari"., sbr búktalari. Vilhjálmur Bjarnason lét ekki sjá sig í veizlunni, sagði að próvíanturinn væri of "óhollur"  - menn horfðu hver á annan og spurðu: var það ekki svoldið meiningin?

Þegar hér er komið er ritari mættur á sléttur Uppsalaauðs, vel haldinn að mat og drykk, búinn að heyra í blómasala sem staddur er í Sönderborg og drekkur þar jólaöl, en lítið er um hlaup, ja svei, bumban vex. Í gvuðs friði, ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband