Hlaupið með stuðningi vindsins

Nesverjar gera oss skömm til, nema það sé orðinn hlutur, sem sumir hafa sagt fyrir, að búið sé að eyðileggja Hlaupasamtök Lýðveldisins með andstyggðar árásum á einfaldar sálir. Altént voru mættir þrír til hlaupa í kveld, tveir af Nesi, einn úr Lýðveldinu: Magnús, Denni og Rúna. Dapurlegra gat það vart orðið. Þessi hlaupari, ritari Samtakanna, stóð í útréttingum fram eftir degi og missti því af hlaupi, en mætti samvizkusamlega til potts. Hitti þar Magnús og Denna, og voru þeir í góðri sveiflu. Lýstu för sinni um Hlíðarfót þar sem þeir höfðu meðvind alla leið, þótt aðrir Íslendingar hefðu almennt fengið mjög slæmt ferðaveður þennan dag. Við lágum góða stund í potti og ræddum ýmislegar uppskriftir, og m.a.  þörfina fyrir það að ónefndir félagsmenn fengju sér háreyðingu um skrokkinn, menn sem líta út eins og apar. Ekki meira um það. Sunnudagshlaup 10:10. kv. ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband