16.11.2007 | 21:32
Where have all the flowers gone?
Nei, bara pæling. Og nostalgía. Veður með eindæmum gott, 10 stiga hiti, regnúði í lofti og lognstilla. Það var tíðindalítið í Brottfararsal enda var Vilhjálmur Bjarnason ekki mættur, og ekki Þorvaldur. Hins vegar komu þessir: Gísli, Denni, Magnús, ritari, Rúna, Hjörleifur, Einar blómasali, Helmut og Birgir. Segja má að liðið hafi verið fullskipað, ef horft er framhjá fjarveru fyrrgreindra tveggja dánumanna. Það flugu glósur af ýmsu tagi meðan staldrað var við og beðið eftir þeim sem seinir voru, aldrei þessu vant var Helmut síðastur að mæta, nema auðvitað Birgir, sem ávallt reynir á þanþol tímatakmarka og kemur rétt um það bil sem menn og konur eru reiðubúin að leggja í hann.
Rúna var með rafmagnslausan Garmin og þar með gagnslausan. Af hverju fólk mætir með rafmagnslaus leiðsagnartæki í hlaup er mér hulið, en við hughreystum Rúnu með að farnar yrðu kunnar leiðir og engin hætta á að villast. Er komið var út á stétt fóru menn strax að tala um að líklega yrði norðangarri á Sæbrautinni og því skynsamlegt að fara aðrar leiðir, stytta og fara í skjóli milli húsi. Ég, verandi fulltrúi hugsýnar prófessors Fróða um dugmikla hlaupara og öflug Hlaupasamtök, reyndi að blása hug og metnaði í hjörtu hlaupara, en með misjöfnum árangri. Farið hratt út og get ég með góðri samvizku sagt að ég var í hópi fremstu hlaupara sem fóru hratt yfir, líklega á 5 mín. tempói, þar voru auk mín Magnús, Denni og Hjörleifur. Þetta eru allt afbragðshlauparar og fara hratt yfir, eru léttir á sér. Við inntum Denna eftir fregnum af Nesi og fengum að heyra að til hafi staðið að reka Friðbjörn formann fyrir að hlaupa með Hlaupasamtökunum, og staðið hafi trúarbragðastyrjöld og nornaveiðar vikum saman meðan verstu hryðjurnar gengu yfir.
Öftustu menn voru blómasali og Birgir jógi og fleiri, og alla leiðina heyrði maður í Birgi, hann þagnaði ekki eitt augnablik. Ekki var nú talað af viti þar, það var bullað og bullað og merkilegt hvað menn geta haldið áfram að prjóna við vitleysuna. Áhyggjur af vinslitum milli ónefnds álitsgjafa og þekkts velunnara hlaupa og útivistar í Vesturbæ, frænda ritara, en ég fullyrti að allt það væri orðum aukið og ekkki til að vera að velta sér upp úr. Frændi minn væri slíkt valmenni að hann væri fljótur að gleyma úlfúð og misgjörð. Á kúrsi út í Skerjafjörð lentu Gísli og Denni í miklum ættfræðisamræðum sem snerust um einhverja Gísla, Kjartana og Ragnara - og fór viðstöddum fljótt að blöskra orðræðan.
Þessi sterki hópur hefur það sér til ágætis að hann vill gjarnan þétta raðirnar, enginn skilinn eftir, beðið eftir seinkomnum og seinhlaupnum. Þannig fórum við nokkurn veginn samtímis upp Hi-Lux og brekkuna, tímajafnað er upp var komið. Beðið extra eftir blómasalanum sem var extra-seinn. Þannig áfram um Veðurstofuhálendið, MH og Klambra. Það togaðist á í okkur að gefa í og slaka á og bíða eftir þeim sem sein voru, vissum ekki alveg hvernig við áttum að hegða okkur. Hins vegar má það segja okkur til hróss að við fórum nokkuð hratt yfir - eftir á sagði Hjörleifur að við hefðum verið á sæmilegu tempói, en ég vil meina að við hefðum farið nokkuð hratt yfir og verið á góðum hraða.
Hér urðu vonbrigðin, á Klömbrum. Þar tóku menn sig saman um að forðast Norðurhliðina, völdu Laugaveginn, ég var djúpt í frásögn af merkilegum mönnum á Rauðarárstíg, var að leiðbeina Birgi um eitthvað, þegar ég lenti á járnstólpa við fortóið með hnéð mitt og hef sennilega maskað hnéskelina, en lét ekki á neinu bera og hélt áfram hlaupinu. Ég var ósáttur við að stytta um Laugaveginn, en það vildi svo til að í hópnum í dag voru slíkir opinberunarsinnar og gjallhyrningar að ekki var við neitt ráðið, það átti að sýna sig og opinbera á helztu verzlunargötu Reykvíkinga í von um að hitta fyllibittur, verzlunarsjúka Íslendinga, veðsjúka menn og fleira í þeim dúr.
Við skeiðuðum eftir Laugaveginum, og tókum eftir því að við höfðum götuna út af fyrir okkur, það komu einfaldlega engir bílar! Það var ljúft, um þetta leyti hafði Rúna blandað sér í hóp fremstu manna og lék grunur á að hún ætlaði að reyna að trekkja menn upp á síðustu metrunum. Menn héldu tempói og slógu ekki af - nema blómasalinn sem týndist eftir Klambra og sást ekki aftur fyrr en nokkuð var liðið á pott. Svo var bara gefið í, Laugavegur, Bankastræti, Austurstræti, Ingólfstorg, Kvosin og upp Túngötu, niður Hofsvallagötu, við hús númer 16 sagði Magnús: "Náum ljósunum!" en þau voru að breytast í grænt. Hann gaf í og náði ljósum, við hin urðum að játa okkur sigruð. Sem var allt í lagi og breytti litlu. Komum nokkuð jafnsnemma á plan. Teygðum vel og ræddum málin. Mættur Þorleifur Borgarstjóri, að beiðni Birgis bukkuðum við okkur og beygðum, fórum nánast á hnén í fullkominni lotningu, svo var haldið í skýli. Þar hélt leikritið áfram, gvuð veit hvar þetta endar.
Í potti beið dr. Anna Birna, það fyrsta sem hún sagði þegar ritari birtist var: "Æ, nú man ég, að ég á eftir að panta mér gistingu í Brussel." Gvuð má vita hvaða hugrennningatengsl þar búa að baki. Síðan komu öðlingarnir hver af öðrum. Stefnir í vandræði með heimilissátt hjá þeim feðgum Helmut, Teiti og Tuma; þeir bræður lýstu yfir að þeir ætluðu að styðja MR í Morfís-keppni kvöldsins, en Helmut mun vilja styða FÁ. Birgir hélt áfram að bulla í potti, makalaust hvað hann endist til þess að bulla, vitleysan veltur upp úr honum án þess að nokkurn enda virðist að sjá á henni. Menn sátu gáttaðir og hlustuðu - en svo hafa þeir líklega hugsað sem svo: Er ég virkilega hérna ennþá að hlusta á þetta? NEI! Menn steðjuðu úr potti og héldu til sinna verka í Lýðveldinu.
Fyrirsögnin vísar til þess að fjarverandi voru margir góðir hlauparar og félagar sem menn sakna, og mega gjarnan fara að sýna sig, nefnum engin nöfn, að góðum sið frænda míns, Ó. Þorsteinssonar, sem aldrei segir nafnlausar sögur. Ritari.
Rúna var með rafmagnslausan Garmin og þar með gagnslausan. Af hverju fólk mætir með rafmagnslaus leiðsagnartæki í hlaup er mér hulið, en við hughreystum Rúnu með að farnar yrðu kunnar leiðir og engin hætta á að villast. Er komið var út á stétt fóru menn strax að tala um að líklega yrði norðangarri á Sæbrautinni og því skynsamlegt að fara aðrar leiðir, stytta og fara í skjóli milli húsi. Ég, verandi fulltrúi hugsýnar prófessors Fróða um dugmikla hlaupara og öflug Hlaupasamtök, reyndi að blása hug og metnaði í hjörtu hlaupara, en með misjöfnum árangri. Farið hratt út og get ég með góðri samvizku sagt að ég var í hópi fremstu hlaupara sem fóru hratt yfir, líklega á 5 mín. tempói, þar voru auk mín Magnús, Denni og Hjörleifur. Þetta eru allt afbragðshlauparar og fara hratt yfir, eru léttir á sér. Við inntum Denna eftir fregnum af Nesi og fengum að heyra að til hafi staðið að reka Friðbjörn formann fyrir að hlaupa með Hlaupasamtökunum, og staðið hafi trúarbragðastyrjöld og nornaveiðar vikum saman meðan verstu hryðjurnar gengu yfir.
Öftustu menn voru blómasali og Birgir jógi og fleiri, og alla leiðina heyrði maður í Birgi, hann þagnaði ekki eitt augnablik. Ekki var nú talað af viti þar, það var bullað og bullað og merkilegt hvað menn geta haldið áfram að prjóna við vitleysuna. Áhyggjur af vinslitum milli ónefnds álitsgjafa og þekkts velunnara hlaupa og útivistar í Vesturbæ, frænda ritara, en ég fullyrti að allt það væri orðum aukið og ekkki til að vera að velta sér upp úr. Frændi minn væri slíkt valmenni að hann væri fljótur að gleyma úlfúð og misgjörð. Á kúrsi út í Skerjafjörð lentu Gísli og Denni í miklum ættfræðisamræðum sem snerust um einhverja Gísla, Kjartana og Ragnara - og fór viðstöddum fljótt að blöskra orðræðan.
Þessi sterki hópur hefur það sér til ágætis að hann vill gjarnan þétta raðirnar, enginn skilinn eftir, beðið eftir seinkomnum og seinhlaupnum. Þannig fórum við nokkurn veginn samtímis upp Hi-Lux og brekkuna, tímajafnað er upp var komið. Beðið extra eftir blómasalanum sem var extra-seinn. Þannig áfram um Veðurstofuhálendið, MH og Klambra. Það togaðist á í okkur að gefa í og slaka á og bíða eftir þeim sem sein voru, vissum ekki alveg hvernig við áttum að hegða okkur. Hins vegar má það segja okkur til hróss að við fórum nokkuð hratt yfir - eftir á sagði Hjörleifur að við hefðum verið á sæmilegu tempói, en ég vil meina að við hefðum farið nokkuð hratt yfir og verið á góðum hraða.
Hér urðu vonbrigðin, á Klömbrum. Þar tóku menn sig saman um að forðast Norðurhliðina, völdu Laugaveginn, ég var djúpt í frásögn af merkilegum mönnum á Rauðarárstíg, var að leiðbeina Birgi um eitthvað, þegar ég lenti á járnstólpa við fortóið með hnéð mitt og hef sennilega maskað hnéskelina, en lét ekki á neinu bera og hélt áfram hlaupinu. Ég var ósáttur við að stytta um Laugaveginn, en það vildi svo til að í hópnum í dag voru slíkir opinberunarsinnar og gjallhyrningar að ekki var við neitt ráðið, það átti að sýna sig og opinbera á helztu verzlunargötu Reykvíkinga í von um að hitta fyllibittur, verzlunarsjúka Íslendinga, veðsjúka menn og fleira í þeim dúr.
Við skeiðuðum eftir Laugaveginum, og tókum eftir því að við höfðum götuna út af fyrir okkur, það komu einfaldlega engir bílar! Það var ljúft, um þetta leyti hafði Rúna blandað sér í hóp fremstu manna og lék grunur á að hún ætlaði að reyna að trekkja menn upp á síðustu metrunum. Menn héldu tempói og slógu ekki af - nema blómasalinn sem týndist eftir Klambra og sást ekki aftur fyrr en nokkuð var liðið á pott. Svo var bara gefið í, Laugavegur, Bankastræti, Austurstræti, Ingólfstorg, Kvosin og upp Túngötu, niður Hofsvallagötu, við hús númer 16 sagði Magnús: "Náum ljósunum!" en þau voru að breytast í grænt. Hann gaf í og náði ljósum, við hin urðum að játa okkur sigruð. Sem var allt í lagi og breytti litlu. Komum nokkuð jafnsnemma á plan. Teygðum vel og ræddum málin. Mættur Þorleifur Borgarstjóri, að beiðni Birgis bukkuðum við okkur og beygðum, fórum nánast á hnén í fullkominni lotningu, svo var haldið í skýli. Þar hélt leikritið áfram, gvuð veit hvar þetta endar.
Í potti beið dr. Anna Birna, það fyrsta sem hún sagði þegar ritari birtist var: "Æ, nú man ég, að ég á eftir að panta mér gistingu í Brussel." Gvuð má vita hvaða hugrennningatengsl þar búa að baki. Síðan komu öðlingarnir hver af öðrum. Stefnir í vandræði með heimilissátt hjá þeim feðgum Helmut, Teiti og Tuma; þeir bræður lýstu yfir að þeir ætluðu að styðja MR í Morfís-keppni kvöldsins, en Helmut mun vilja styða FÁ. Birgir hélt áfram að bulla í potti, makalaust hvað hann endist til þess að bulla, vitleysan veltur upp úr honum án þess að nokkurn enda virðist að sjá á henni. Menn sátu gáttaðir og hlustuðu - en svo hafa þeir líklega hugsað sem svo: Er ég virkilega hérna ennþá að hlusta á þetta? NEI! Menn steðjuðu úr potti og héldu til sinna verka í Lýðveldinu.
Fyrirsögnin vísar til þess að fjarverandi voru margir góðir hlauparar og félagar sem menn sakna, og mega gjarnan fara að sýna sig, nefnum engin nöfn, að góðum sið frænda míns, Ó. Þorsteinssonar, sem aldrei segir nafnlausar sögur. Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.