14.11.2007 | 21:28
Blómasali bilar í baki - ráðgerir stóra hluti
Hlaupafélagar geri sig klára fyrir stórtíðindi úr ranni blómasala í Vesturbænum, frá honum er að vænta stórra tilkynninga sem koma munu á óvart og vekja eftirvæntingu. Í útiklefa mætti Helmut og áttu þeir ritari hljóðlátt skraf um fyrirhuguð hlaup á vori og skemmtanir í framhaldi af því, en stundum hefur verið rætt um að hlaupa á heimaslóðir Helmuts í Mosfellssveitinni, eina 25 km, fara í sund í Varmárlaug og halda svo til fjallaskála Helmuts, eta þar og drekka. Voru lögð fyrstu drög að slíkum viðburði í útiklefa í dag. Svo mætti ónefndur blómasali og var vígreifur. Skipst var á orðum og ónotum.
Vilhjálmur Bjarnason hafði gleymt jakka. Bað mig að útvega sér einn slíkan. Ég fór og talaði við blómasalann, falaðist eftir jakka handa VB. Hann seldi mér í hendur illaþefjandi treyju. "Þetta er ekki jakki" sagði ég. "Þetta er nógu gott í hann Vilhjálm Bjarnason" sagði Kristján Skerjafjarðarskáld, sem mættur var í útiklefa. Ég fór með treyjuna í Brottfararsal og hugðist rétta Vilhjálmi. Honum hryllti greinilega við tilhugsuninni um að draga treyjuna á skrokkinn og þvertók fyrir að þiggja boð blómasalans, rak mig öfugan út í klefa að skila treyjunni. Ég flutti honum kveðju Skerjafjarðarskáldsins. "Já, segðu honum frá mér að hann sé leirskáld!" hrópaði VB. Enn fór ég í útiklefa, grýtti treyjunni í blómasalann, en hafði ekki geð í mér að segja Kristjáni hvað VB vildi segja honum, mér fannst það einum of, sagði bara að Villi hefði efasemdir um skáldaæðina í honum.
Aðrir mættir Friðrik, Jörundur, Þorvaldur, Þorbjörg, Una, ókunn kona, Rúnar þjálfari... Þessi hópur hélt af stað út í myrkrið og hafði þá eina skipun að fylgja þjálfaranum. Vandinn var hins vegar sá að þeir Vilhjálmur og Þorvaldur settu strax í fluggírinn, þjálfarinn á eftir og konurnar. Við hinir vorum fótum seinni að ná upp hraða, og um það bil sem menn komu út á Einimel voru fremstu hlauparar horfnir sjónum okkar. Við fórum sem leið lá út á Ægisíðu og vonuðumst til þess að hitta þau þar, sáum þeim bregða fyrir öðru hverju á einhverjum bakleiðum um Grímsstaðaholtið, Einar blómasali emjandi af samvizkubiti, aðrir vongóðir um að hitta mannskapinn þegar hann sneri niður á Síðuna. Við hlupum áfram í myrkrinu og pössuðum okkur á að rekast ekki á fólk eða reiðhjól, en sem menn muna er mikið myrkur á Ægisíðu á þessum tíma árs. Rákumst öðru hverju á heila hlaupahópa eða einstaka hlaupara sem virtust hafa villst frá hópi sínum; hélt þessu fram allt hlaupið. Rætt um húsnæðisverð og húsnæðiskaup á Ægisíðu og í Skerjafirði, við héldum hópinn fjórir: Jörundur, Friðrik, blómasali og ritari. Einnig um horfur í efnahagsmálum, rekstur fyrirtækja, einnig um heilsufar ónefndra hlaupara.
Eins og menn vita er það helzta skemmtun tiltekinna hlaupara að þrjóskast við að fara í sjóinn á miðvikudögum. Að þessu sinni ráku þeir Helmut og Friðrik harðan áróður fyrir því að farið yrði í sjóinn, erfitt var að standa gegn þessu og varð niðurstaðan sú að tveir framangreindir hlauparar auk ritara fóru í 6 gráðu kaldan sjóinn og þreyttu sund. Fóru að því loknu upp á rampinn og klæddust að nýju. Kemur þá ekki móður og másandi Rúnar þjálfari, búinn að þefa okkur uppi og greinilega ekki búinn að gefa upp alla von um að það mætti fá okkur til þess að taka nokkra spretti. Hann beið eftir að við lykjum okkur af á planinu, svo var haldið um Hlíðarfót, blómasalinn og Jörundur löngu farnir. Við fórum á rólegu tempói og ræddum um maraþonhlaup. Á Hringbrautinni tókum við nokkra góða spretti og tókum allir vel á því. Ótrúlegt var að sjá þessa veiku og gömlu menn spretta svona úr spori. Mættu margir yngri menn taka þá sér til fyrirmyndar. Er þrautseigja, en jafnframt umburðarlyndi, þjálfarans aðdáunarvert og hefur hann góð áhrif á menn, sem maður hefði jafnvel afskrifað sem vonlaus keis.
Við teygðum vel á stétt og rifjuðum upp sögur úr Eyjum, m.a. þegar vinirnir Einar og Ó. Þorsteinsson voru staddir þar á pæjumóti, og Einar yfirgaf vin sinn orðalaust, tók síðasta bát í land, veifandi til Ólafs sem átti leið niður á hafnarbakka. Vilhjálmur forvitnaðist um vinslit sem greint var frá í seinasta pistli, vinslit sem hann vissi ekki að hefðu átt sér stað. Ég greindi eftir minni frá því sem frændi minn sagði um þennan viðburð s.l. mánudag. Fullyrti VB að þetta væri tóm vitleysa, hann hefði einfaldlega leiðrétt ónákvæmar upplýsingar frá Ólafi og væri ekkert nýtt.
Í potti sat Eiríkur Jórvíkurfari, vel hlaupinn hlaupari, og sagði frægðarsögur af hlaupinu í Nýju Jórvík. Við lögðum drög að maraþoni í Berlín á næsta ári, meira um það frá blómasalanum fljótlega. Svo var rætt um mat og jólahlaðborð - hér sprakk Eiríkur. "Hvaða snakk er þetta eiginlega! Hafa menn ekki gert sér grein fyrir að þetta er ekki hópur einhverra grallara og gálgafugla! Þetta eru alvöru hlaupasamtök. Hér verður að bæta við Boot Kamp æfingum kl. sex á morgnana, við verðum að krefjast þess að menn taki hlaupin alvarlega. Við verðum að fara að gera kröfur til hlaupara og ekki sætta okkur við fólk sem ekki tekur á því. 1. febrúar 2008 höldum við 10 km hlaup og þeim sem ekki hlaupa undir 40 mín. verður meinað að hlaupa með okkur framvegis!" Var hann í miklum ham og ljóst að mikill hlaupari er mættur til þess að láta til sín taka.
Jörundur og blómasalinn tóku kast yfir mikilli fjarveru ritara og miklum ferðalögum. En vonandi grípur framkvæmdagleði blómasalann og hann kemur því í verk sem um var rætt í potti. Næst: föstudagur.
Vilhjálmur Bjarnason hafði gleymt jakka. Bað mig að útvega sér einn slíkan. Ég fór og talaði við blómasalann, falaðist eftir jakka handa VB. Hann seldi mér í hendur illaþefjandi treyju. "Þetta er ekki jakki" sagði ég. "Þetta er nógu gott í hann Vilhjálm Bjarnason" sagði Kristján Skerjafjarðarskáld, sem mættur var í útiklefa. Ég fór með treyjuna í Brottfararsal og hugðist rétta Vilhjálmi. Honum hryllti greinilega við tilhugsuninni um að draga treyjuna á skrokkinn og þvertók fyrir að þiggja boð blómasalans, rak mig öfugan út í klefa að skila treyjunni. Ég flutti honum kveðju Skerjafjarðarskáldsins. "Já, segðu honum frá mér að hann sé leirskáld!" hrópaði VB. Enn fór ég í útiklefa, grýtti treyjunni í blómasalann, en hafði ekki geð í mér að segja Kristjáni hvað VB vildi segja honum, mér fannst það einum of, sagði bara að Villi hefði efasemdir um skáldaæðina í honum.
Aðrir mættir Friðrik, Jörundur, Þorvaldur, Þorbjörg, Una, ókunn kona, Rúnar þjálfari... Þessi hópur hélt af stað út í myrkrið og hafði þá eina skipun að fylgja þjálfaranum. Vandinn var hins vegar sá að þeir Vilhjálmur og Þorvaldur settu strax í fluggírinn, þjálfarinn á eftir og konurnar. Við hinir vorum fótum seinni að ná upp hraða, og um það bil sem menn komu út á Einimel voru fremstu hlauparar horfnir sjónum okkar. Við fórum sem leið lá út á Ægisíðu og vonuðumst til þess að hitta þau þar, sáum þeim bregða fyrir öðru hverju á einhverjum bakleiðum um Grímsstaðaholtið, Einar blómasali emjandi af samvizkubiti, aðrir vongóðir um að hitta mannskapinn þegar hann sneri niður á Síðuna. Við hlupum áfram í myrkrinu og pössuðum okkur á að rekast ekki á fólk eða reiðhjól, en sem menn muna er mikið myrkur á Ægisíðu á þessum tíma árs. Rákumst öðru hverju á heila hlaupahópa eða einstaka hlaupara sem virtust hafa villst frá hópi sínum; hélt þessu fram allt hlaupið. Rætt um húsnæðisverð og húsnæðiskaup á Ægisíðu og í Skerjafirði, við héldum hópinn fjórir: Jörundur, Friðrik, blómasali og ritari. Einnig um horfur í efnahagsmálum, rekstur fyrirtækja, einnig um heilsufar ónefndra hlaupara.
Eins og menn vita er það helzta skemmtun tiltekinna hlaupara að þrjóskast við að fara í sjóinn á miðvikudögum. Að þessu sinni ráku þeir Helmut og Friðrik harðan áróður fyrir því að farið yrði í sjóinn, erfitt var að standa gegn þessu og varð niðurstaðan sú að tveir framangreindir hlauparar auk ritara fóru í 6 gráðu kaldan sjóinn og þreyttu sund. Fóru að því loknu upp á rampinn og klæddust að nýju. Kemur þá ekki móður og másandi Rúnar þjálfari, búinn að þefa okkur uppi og greinilega ekki búinn að gefa upp alla von um að það mætti fá okkur til þess að taka nokkra spretti. Hann beið eftir að við lykjum okkur af á planinu, svo var haldið um Hlíðarfót, blómasalinn og Jörundur löngu farnir. Við fórum á rólegu tempói og ræddum um maraþonhlaup. Á Hringbrautinni tókum við nokkra góða spretti og tókum allir vel á því. Ótrúlegt var að sjá þessa veiku og gömlu menn spretta svona úr spori. Mættu margir yngri menn taka þá sér til fyrirmyndar. Er þrautseigja, en jafnframt umburðarlyndi, þjálfarans aðdáunarvert og hefur hann góð áhrif á menn, sem maður hefði jafnvel afskrifað sem vonlaus keis.
Við teygðum vel á stétt og rifjuðum upp sögur úr Eyjum, m.a. þegar vinirnir Einar og Ó. Þorsteinsson voru staddir þar á pæjumóti, og Einar yfirgaf vin sinn orðalaust, tók síðasta bát í land, veifandi til Ólafs sem átti leið niður á hafnarbakka. Vilhjálmur forvitnaðist um vinslit sem greint var frá í seinasta pistli, vinslit sem hann vissi ekki að hefðu átt sér stað. Ég greindi eftir minni frá því sem frændi minn sagði um þennan viðburð s.l. mánudag. Fullyrti VB að þetta væri tóm vitleysa, hann hefði einfaldlega leiðrétt ónákvæmar upplýsingar frá Ólafi og væri ekkert nýtt.
Í potti sat Eiríkur Jórvíkurfari, vel hlaupinn hlaupari, og sagði frægðarsögur af hlaupinu í Nýju Jórvík. Við lögðum drög að maraþoni í Berlín á næsta ári, meira um það frá blómasalanum fljótlega. Svo var rætt um mat og jólahlaðborð - hér sprakk Eiríkur. "Hvaða snakk er þetta eiginlega! Hafa menn ekki gert sér grein fyrir að þetta er ekki hópur einhverra grallara og gálgafugla! Þetta eru alvöru hlaupasamtök. Hér verður að bæta við Boot Kamp æfingum kl. sex á morgnana, við verðum að krefjast þess að menn taki hlaupin alvarlega. Við verðum að fara að gera kröfur til hlaupara og ekki sætta okkur við fólk sem ekki tekur á því. 1. febrúar 2008 höldum við 10 km hlaup og þeim sem ekki hlaupa undir 40 mín. verður meinað að hlaupa með okkur framvegis!" Var hann í miklum ham og ljóst að mikill hlaupari er mættur til þess að láta til sín taka.
Jörundur og blómasalinn tóku kast yfir mikilli fjarveru ritara og miklum ferðalögum. En vonandi grípur framkvæmdagleði blómasalann og hann kemur því í verk sem um var rætt í potti. Næst: föstudagur.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 15.11.2007 kl. 19:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.