1.7.2007 | 20:24
Hefðbundinn sunnudagur
Brunahringing árla dags. Hinum megin á línunni var stórvinur vor og frændi úr Víkingi, staddur í Trieste, tilkynnti að hann væri að fara um borð í farkostinn sem mundi flytja hann heim til Íslands.
Í gær var hlaupið Bláskógahlaup. Þar voru mættir tveir fulltrúar Hlaupasamtaka Lýðveldisins, þeir Jörundur og Haukur. Eitthvað voru þeir ósamstíga um upphafstíma hlaups, og sagði Haukur við ritara að Jörundur hefði sagt sér ósatt um hvenær hlaup hæfist. Þetta sagði Jörundur að væri skrök, Haukur gæti sjálfum sér um kennt. Hvað sem þessu líður óku þeir báðir í loftköstunum á eftir rútunni sem flutti hlauparana frá Laugarvatni að Gjábakkaafleggjaranum. Aðeins annar þeirra hljóp, Jörundur sigraði í flokki hlaupara 60+. Hefði Haukur hlaupið hefði hann sigrað í hópi hlaupara 50+ - þar var enginn skráður. Þá hefðu Hlaupasamtökin átt tvo sigurvegara í Bláskógaskokki - en svona ganga hlutirnir stundum fyrir sig.
Það var hlaupið frá Vesturbæjarlaug í dag kl. 10:10 eins og alla sunnudaga, mættir til hlaups voru Vilhjálmur Bjarnason og Ólafur ritari Samtakanna. Fjarvera annarra hlaupara breytti því ekki að tveir hnarreistir hlauparar lögðu af stað í fögru veðri og hlupu hefðbundið, með öllum lögákveðnum stoppum, umræðum um rekstrarmál og persónufræði. Pétur Reimarsson hljóp fram úr okkur og spurði hvort þetta væri Gönguklúbbur Lýðveldisins. Sumir munu aldrei skilja inntak sunnudagshlaupa í Vesturbænum. Í pott mætti jafnframt téður Jörundur og dr. Baldur. Viðræður allar spaklegar, og þó stilltar.
Ekki lét ég staðar numið við hefðbundið sunnudagshlaup - veðrið var einhvern veginn allt of gott til að gera ekki eitthvað meira. Tók því fram fótknúinn fararskjóta minn og hjólaði eftir hádegið úr Vesturbænum sem leið liggur inn í Fossvog og svo áfram inn í Elliðaárdalinn og upp að Árbæjarlaug. Þar var gert stutt stopp, keyptur orkudrykkur, og haldið áfram. Farið áfram hefðbundna 69 um Laugardalinn - frábær tveggja tíma ferð í fögru veðri. Enn er sláandi hversu fáar drykkjarstöðvar eru á göngustígum - stígarnir eru tugir kílómetra, en stöðvarnar aðeins þrjár eða fjórar. Úr þessu þarf að bæta.
Mánudagshlaup á morgun 17:30.
Í gær var hlaupið Bláskógahlaup. Þar voru mættir tveir fulltrúar Hlaupasamtaka Lýðveldisins, þeir Jörundur og Haukur. Eitthvað voru þeir ósamstíga um upphafstíma hlaups, og sagði Haukur við ritara að Jörundur hefði sagt sér ósatt um hvenær hlaup hæfist. Þetta sagði Jörundur að væri skrök, Haukur gæti sjálfum sér um kennt. Hvað sem þessu líður óku þeir báðir í loftköstunum á eftir rútunni sem flutti hlauparana frá Laugarvatni að Gjábakkaafleggjaranum. Aðeins annar þeirra hljóp, Jörundur sigraði í flokki hlaupara 60+. Hefði Haukur hlaupið hefði hann sigrað í hópi hlaupara 50+ - þar var enginn skráður. Þá hefðu Hlaupasamtökin átt tvo sigurvegara í Bláskógaskokki - en svona ganga hlutirnir stundum fyrir sig.
Það var hlaupið frá Vesturbæjarlaug í dag kl. 10:10 eins og alla sunnudaga, mættir til hlaups voru Vilhjálmur Bjarnason og Ólafur ritari Samtakanna. Fjarvera annarra hlaupara breytti því ekki að tveir hnarreistir hlauparar lögðu af stað í fögru veðri og hlupu hefðbundið, með öllum lögákveðnum stoppum, umræðum um rekstrarmál og persónufræði. Pétur Reimarsson hljóp fram úr okkur og spurði hvort þetta væri Gönguklúbbur Lýðveldisins. Sumir munu aldrei skilja inntak sunnudagshlaupa í Vesturbænum. Í pott mætti jafnframt téður Jörundur og dr. Baldur. Viðræður allar spaklegar, og þó stilltar.
Ekki lét ég staðar numið við hefðbundið sunnudagshlaup - veðrið var einhvern veginn allt of gott til að gera ekki eitthvað meira. Tók því fram fótknúinn fararskjóta minn og hjólaði eftir hádegið úr Vesturbænum sem leið liggur inn í Fossvog og svo áfram inn í Elliðaárdalinn og upp að Árbæjarlaug. Þar var gert stutt stopp, keyptur orkudrykkur, og haldið áfram. Farið áfram hefðbundna 69 um Laugardalinn - frábær tveggja tíma ferð í fögru veðri. Enn er sláandi hversu fáar drykkjarstöðvar eru á göngustígum - stígarnir eru tugir kílómetra, en stöðvarnar aðeins þrjár eða fjórar. Úr þessu þarf að bæta.
Mánudagshlaup á morgun 17:30.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.