24.6.2007 | 09:07
Miðnæturhlaup og Mývatn
Það væri synd að segja að hlauparar Hlaupasamtakanna hafi fjölmennt til almenningshlaupa þessa helgina: aðeins var vitað um tvo félaga í Mývatnsmaraþoni og einn var skráður í Miðnæturhlaupið í Laugardalnum - en tveir til viðbótar ef við lítum svo á að Rúna og Brynja hafi auka-aðild. Að norðan berast oss þau tíðindi að félagi Benedikt hafi hlaupið hálft maraþon í sex stiga hita og norðangarra á 1:41:08 sem er meðaltempó upp á 4;48 mín/km að því er próf. Fróði segir. Til hamingju með þetta Benedikt, þú eykur hróður Hlaupasamtakanna með þessari frammistöðu.
Í Laugardalnum var skaplegra veður en fyrir norðan, smá andvari og 16 stiga hiti kl. 22. Töluverður hópur safnaðist saman fyrir framan Laugardalslaug til að hita upp - en þó heyrði ég menn segja að þátttaka hafi verið minni en undanfarin ár. Ástæðan er trúlega sú að fólk er farið að fara meira út úr bænum um helgar og auk þess var margt annað í boði þennan dag: kapphlaup á Esjuna, Jónsmessuferð á Esjuna um kvöldið, o.fl. o.fl. Ég fór rólega af stað í hlaupinu, enda ekki búinn að hita upp. Þar að auki hafði ég asnast til að fá mér fiskisúpu fyrr um kvöldið sem reyndist ekki vera fyllilega sammála mér um að 10 km hlaup væri góð hugmynd. Það gutlaði í mér fyrstu 6-7 km svo að ég komst aldrei á verulega hreyfingu. Auk þess var ég niðurdreginn yfir því að hitta ekki einn einasta úr hinum glæsilega hópi Hlaupasamtakanna - einsemdin enn á ný...
Þegar ég hleyp svona þenkjandi meðfram Suðurlandsbraut sprettur mannvera upp úr grasinu, mér datt fyrst í hug írskur skógarálfur, en sé svo að hún er í gulum hjólajakka og útrústuð sem slík. Er þar ekki kominn próf. dr. Ágúst og mundar myndavél svo hrópandi: Glææææsilegt hjá þér, smellir af áður en ég næ að draga inn bumbuna, sperra kassann og líta upp - ósköp hlýt ég að hafa verið eymdarlegur á myndinni. En ég braggaðist loks af að hitta félaga minn og herti upp hugann. Svona fylgdi hann mér eftir á öllu hlaupinu, spratt upp hér og hvar á leiðinni þegar minnst varði og smellti af, og hrópaði: Glææææsilegt! Mér fannst hlaupið í raun varla hafið þegar ég kom í mark, upplifði það meira sem létta upphitun - og tíminn er sosum ekki neitt til að skrifa heim um 57 mín. eitthvað! Svona á maður náttúrlega bara að skammast sín fyrir og láta engan mann heyra, ég sem stefndi að því að fara undir 50 mín. (sem ég hef aldrei náð að gera). En fiskisúpa er fiskisúpa - ég heyrði að aðrir sem fengu sér af sömu porsjón hefðu legið fárveikir á eftir - ég fór þó 10 km! Ágúst sagði mér að Rúnu og Brynju hefði gengið vel, jafnvel farið undir 50... Hann hughreysti mig með því að segja að ég hefði þó sloppið undan skátunum. Skátarnir eru fólk sem fylgir hlaupurum eftir og tínir þá upp sem guggna á hlaupi. Mun það hafa gerst einhvern tíma er Ágúst veiktist í hlaupi, fékk svima og varð allur skrítinn, hélt sér við staur, að skátar komu, hentu honum aftur í bíl og hlúðu að honum. Var hann hinn versti yfir að fá ekki að ljúka hlaupi. Hefur aldrei þolað skáta eftir það.
Geri ráð fyrir að Ágúst birti myndir úr hlaupinu innan tíðar.
Það er hefðbundinn sunnudagur í dag - mæting 10:10.
Í Laugardalnum var skaplegra veður en fyrir norðan, smá andvari og 16 stiga hiti kl. 22. Töluverður hópur safnaðist saman fyrir framan Laugardalslaug til að hita upp - en þó heyrði ég menn segja að þátttaka hafi verið minni en undanfarin ár. Ástæðan er trúlega sú að fólk er farið að fara meira út úr bænum um helgar og auk þess var margt annað í boði þennan dag: kapphlaup á Esjuna, Jónsmessuferð á Esjuna um kvöldið, o.fl. o.fl. Ég fór rólega af stað í hlaupinu, enda ekki búinn að hita upp. Þar að auki hafði ég asnast til að fá mér fiskisúpu fyrr um kvöldið sem reyndist ekki vera fyllilega sammála mér um að 10 km hlaup væri góð hugmynd. Það gutlaði í mér fyrstu 6-7 km svo að ég komst aldrei á verulega hreyfingu. Auk þess var ég niðurdreginn yfir því að hitta ekki einn einasta úr hinum glæsilega hópi Hlaupasamtakanna - einsemdin enn á ný...
Þegar ég hleyp svona þenkjandi meðfram Suðurlandsbraut sprettur mannvera upp úr grasinu, mér datt fyrst í hug írskur skógarálfur, en sé svo að hún er í gulum hjólajakka og útrústuð sem slík. Er þar ekki kominn próf. dr. Ágúst og mundar myndavél svo hrópandi: Glææææsilegt hjá þér, smellir af áður en ég næ að draga inn bumbuna, sperra kassann og líta upp - ósköp hlýt ég að hafa verið eymdarlegur á myndinni. En ég braggaðist loks af að hitta félaga minn og herti upp hugann. Svona fylgdi hann mér eftir á öllu hlaupinu, spratt upp hér og hvar á leiðinni þegar minnst varði og smellti af, og hrópaði: Glææææsilegt! Mér fannst hlaupið í raun varla hafið þegar ég kom í mark, upplifði það meira sem létta upphitun - og tíminn er sosum ekki neitt til að skrifa heim um 57 mín. eitthvað! Svona á maður náttúrlega bara að skammast sín fyrir og láta engan mann heyra, ég sem stefndi að því að fara undir 50 mín. (sem ég hef aldrei náð að gera). En fiskisúpa er fiskisúpa - ég heyrði að aðrir sem fengu sér af sömu porsjón hefðu legið fárveikir á eftir - ég fór þó 10 km! Ágúst sagði mér að Rúnu og Brynju hefði gengið vel, jafnvel farið undir 50... Hann hughreysti mig með því að segja að ég hefði þó sloppið undan skátunum. Skátarnir eru fólk sem fylgir hlaupurum eftir og tínir þá upp sem guggna á hlaupi. Mun það hafa gerst einhvern tíma er Ágúst veiktist í hlaupi, fékk svima og varð allur skrítinn, hélt sér við staur, að skátar komu, hentu honum aftur í bíl og hlúðu að honum. Var hann hinn versti yfir að fá ekki að ljúka hlaupi. Hefur aldrei þolað skáta eftir það.
Geri ráð fyrir að Ágúst birti myndir úr hlaupinu innan tíðar.
Það er hefðbundinn sunnudagur í dag - mæting 10:10.
Meginflokkur: Pistill Ritara | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.