Þriggjabrúa á laugardegi

 

Er ástæða til að hafa orð á því þótt skór séu reimaðir á fætur og einn hlaupari tölti sosum  eins og einn Þriggjabrúa um Boggabrekku og alles - ALEINN á laugardagsmorgni? Ég veit það ekki. Jæja, skrifari var alltént einn á ferð í austanbelgingi og ausandi rigningu  í morgun og tók hringinn með bravúr. Fór austur yfir brúna yfir Kringlumýrarbraut í fyrsta skipti í MJÖG langan tíma. Blómasali staddur í Barcelona og Bjarni trúlega sofandi á sitt græna eyra. Öðrum hlaupurum ekki til að dreifa, þótt sést hafi til Frikka og Súsanna dúkkað upp hlaupin sem nemur 22 km í Laug.

En erindið var nú eiginlega meira að segja frá Magnúsi, þeim grallaraspóa og galgenvogel, þar sem hann stendur í sturtunni í Útiklefa og skrifari fer að segja honum frá þeim fjölfróða mannvini, próf. dr. Winston O´Boogie, sem sett hefur fram þá byltingarkenndu tilgátu að geðveiki sé fyrsta merki um flösu. Magnús var fljótur að botna þá tilgátu með því að benda á að sá sem súturinn sækir heim ætti frekar að kaupa sér flösusjampó en panta tíma hjá geðlækni.

Jæja, það var nú það. Formaður til Lífstíðar hefur af mikilli visku sinni upplýst og kunngjört að hér eftir og fram að veturnóttum verði hlaupið frá Vesturbæjarlaug á sunnudagsmorgnum kl 9:10. Hafa skal það til athugunar og eftirbreytni.

Í gvuðs friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband