Lögð fyrir snúin vísbendingaspurning

Við vorum mættir þrír, Ólafur Þorsteinsson, Bjarni Benz og skrifari. Hefðbundinn sunnudagur, fallegur vordagur, heiðskírt og stefndi í sautján stiga hita. Lögðum upp eftir hefðbundna úttekt á viðburðum vikunnar, þar sem frammistaða V. Bjarnasonar í yfirheyrslu á Olaviusi Olaviusi bar hæst.

Mættum Unni á Ægisíðu og svo manni sem Ó. Þorsteinsson heilsaði innilega. Því kom okkur á óvart þegar Formaðurinn spurði: "Hver var þessi maður?" Það reyndist hins vegar upplegg í afar snúna vísbendingaspurningu sem entist í einar tuttugu mínútur í Potti.

Hlaupið í bongóblíðu með þægilegum hita og hægum andvara sem var svalandi. Aftur sama spursmál hjá þessum hlaupara, verður það Skítastöð, Hlíðarfótur eða full porsjón? Þar eð félagar mínir biðu eftir mér á strategískum stöðum var ekki undan því vikist að taka fulla porsjón með þeim, enda stillti Formaður sér upp þar sem undankomu var auðið, hindraði brotthlaup og benti á leiðina áfram. Venju samkvæmt heilsaði Formaður á báða bóga með enskri kveðju - og aðallega íslenskum barnafjölskyldum.

Kláraði gott hlaup, en var búinn að keyra mig í þrot á Sæbraut. Frikki Meló tók á móti okkur við Melabúð og bauð upp á kaffi.

Pottur góður með völdum manni í hverju rúmi: Jörundur prentari og Jón Jörundur dóttursonur hans, próf.dr. Einar Gunnar, Mímir, Dóra, Stefán og svo við hlauparar. Vísbendingaspurningin snúin, spurt um mann í utanríkisþjónustunni og með fylgdu alls kyns tengingar út og suður. Enginn gat giskað á rétt svar, enda kom í ljós að spurt var um algerlega óþekktan einstakling.

Næst hlaupið á morgun, mánudag, kl 17:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband